Bændablaðið - 15.12.2022, Blaðsíða 69

Bændablaðið - 15.12.2022, Blaðsíða 69
69Bændablaðið | Fimmtudagur 15. desember 2022 A Wendel ehf. Tangarhöfða 1, 110 Reykjavík, S:551 5464 - wendel@wendel.is www.wendel.is Hilltip Icestriker 900–1600L Salt og sanddreifari í tveim stærðum fyrir stóra pallbíla og minni vörubíla. Rafdrifinn 12V. Hilltip Icestriker 380–550L Salt og sanddreifarari í tveim stærðum, fyrir minni pallbíla. Rafdrifinn 12V. Hilltip Icestriker 600 TR Rafdrifinn kastdreifari fyrir dráttarvélar m/öflugum efnisskömmtunarbúnaði. Hilltip Snowstriker VP Fjölplógur fyrir pallbíla, minni vörubíla og jeppa. Fáanlegur í 185–240 cm breidd. Hilltip Snowstriker SP Snjótönn fyrir pallbíla, minni vörubíla og jeppa. Fáanleg í 165–240 cm breidd. Hilltip Fjölplógur MVP Fjölplógur fyrir ameríska pallbíla t.d. RAM 3500, GMC 3500 og FORD 350. Árið 1614 kom út á Spáni matreiðslubók, Libro del arte de cozina, samin af yfirkokki spænsku hirðarinnar og helguð meðhöndlun og matreiðslu á sniglum. Orðsifjar Franska heitið á sniglum, escargot, varð hluti af málfæri kokka skömmu fyrir þarsíðustu aldamót og er í dag nánast alþjóðlegt matseðlaheiti fyrir snigla. Orðið mun komið úr fornri frönsku, escargol, og þaðan úr götulatínu Rómverja, conchylium, sem mun rekja uppruna sinn til orðsins konchylion, sem er gamalt heiti fyrir ætan skelfisk á grísku. Algengustu tegundir matsnigla Þrátt fyrir að tegundafjölbreytni landsnigla sé mikil er ekki þar með sagt að þær séu allar nothæfar til eldis, sumar tegundir eru of litlar eða þykja ekki góðar til matar. Í gegnum aldirnar hafa nokkrar tegundir valist til eldisins og sumar verið svo lengi í eldi að þær eru orðnar gerólíkar náttúrulegum ættingjum sínum. Algengustu eldistegundirnar tilheyra fjórum ættkvíslum, Helix, Capaea, Otala og Pomacea. H. pomatia, krásarbobbi, rómverski- eða burgundi-snigillinn, hefur verið mjög lengi í eldi og líklega mest aldi og borðaði snigill í heimi. Næst honum kemur svo H. lucorum, sem kallast evrópski snigillinn, auk þess sem H. salomonica er einnig þekktur eldissnigill. Þekktar tegundir af ættkvíslinni Cepaea eru C. nemoralis, sem kallast sítrónusnigill og er einn af algengustu sniglunum í Evrópu, og C. hortensis, sem er þekktur garðsnigill víða í Evrópu. Tvær tegundir Otala eru í eldi, O. punctata og O. lactea, sem báðar eru upprunnar á Spáni. Eldi og neysla þessara fjögurra tegunda er mest á Spáni. Af ættkvíslinni Pomacea eru tvær tegundir, P. canaluculata og P. urceus, talsvert aldar til matar í Suður-Ameríku og í Asíu. Auk þess sem tína má til minna þekktar tegundir eins og Buccinum undatum, Cantareus apertus, Cornu aspersum, Elona quimperiana, Lissachatina fulica, Persististrombus latus og Pachychilus sp. sem allar eru aldar í mismiklum mæli á ólíkum stöðum í heiminum. Sniglar í eldi Sums staðar í heiminum eru sniglar aldir í frumstæðu rými og jafnvel á yfirborði viðarfjala. Í löndum þar sem hitastig er hagfellt eru sniglar aldir utandyra eða undir léttu skýli. Þar sem kröfur um hreinlæti eru miklar er krafist meiri aðbúnaðar við eldið. Sniglaeldi til matar er því flóknara en marga gæti grunað í fyrstu og krefst góðs aðbúnaðar og réttra aðfanga. Víða fer eldið fram í sérhönnuðum sniglastíum þar sem birtu, hitastigi og raka og efnainnihaldi jarðvegsins er nákvæmlega stjórnað. Loftraka er stjórnað með rakamælum og úðunarbúnaði til að halda sniglunum rökum án þess að jarðvegurinn verði of blautur. Sniglarnir eru vigtaðir reglulega og fylgst nákvæmlega með vexti þeirra og þess gætt að ekki berist sveppir, sjúkdómar eða sníkjudýr í stíurnar. Einnig verður að gæta þess að þéttleiki snigla í stíunum sé ekki of mikill og fer hann eftir stærð þeirrar tegundar sem er alinn. Séu sniglar aldir of þétt dregur það úr frjósemi þeirra. Kjöraðstæður við sniglaeldi er hitastig á bilinu 15 til 25º á Celsíus og 75 til 95% loftraki. Fari hitastigið niður fyrir 10º hætta þeir að vaxa og við 7º á Celsíus leggjast sniglarnir í dvala. Mikilvægt er að jarðvegurinn í stíunum sé sniglunum að skapi. Góð moldarblanda fyrir snigla inniheldur 20 til 40% af lífrænuefni, skeljasand og leir í jöfnum hlutföllum og er með sýrustig í kringum sjö. Sniglar éta jarðveg og nýta við meltingu á plöntuvefjum auk þess sem þeir fá úr jarðveginum kalsíum sem er nauðsynlegt við uppbyggingu skeljarinnar. Ánamaðkar eru notaðir til að halda jarðveginum hreinum þar sem þeir éta lífrænan úrgang sniglanna. Fóðrun Sniglar eru jurtaætur og geta étið nánast hvaða plöntur sem er og því ekki matvandir á fóður en kjósa það fremur safaríkt en þurrt og stökkt. Þeir éta epli, apríkósur, þistilhjörtu, gras, baunir, kál, smára, rósir og nánast hvað sem er úr plönturíkinu. Í góðu eldi er þess gætt að fóðrið sé alltaf ferskt og leifar fjar- lægðar daglega. Fóðrun snigla í stíum er mest frá því í apríl og fram í október með hvíldartíma yfir hásumarið meðan á æxlun og varpi stendur. Að loknu varpi Sniglar byrja að éta aftur af krafti eftir varp og éta bæði egg og smásnigla sem verða á vegi þeirra. Vegna þessa eru fullorðnir sniglar fjarlægðir úr varpstíunum og settir í fitun áður en þeir eru settir á markað. Fyrst eftir klak éta sniglabörnin skel eggsins sem þau klöktust úr og stundum leggjast þau á óútklökt egg í nánasta umhverfi sínu. Sniglar í eldi eru einnig látnir fasta áður en þeir eru hantéraðir fyrir sölu og nauðsynlegt er að hreinsa snigla vel áður en þeir eru matreiddir. Spánverjar, Ítalir og Frakkar standa allra þjóða fremst í sniglaeldi og eiga sér lengstu hefðirnar þegar kemur að matreiðslu. Fáir leggja sér villta snigla til munns í dag en sé það gert þykir best að safna þeim til átu á vorin og í rigningu og láta sniglana fasta í nokkra daga áður en þeir eru borðaðir. Næringarefnainnhald Kostir snigla sem fæðu felst meðal annars í því að kjöt þeirra inniheldur litla fitu, fáar kaloríur og hæfilegt magn af próteinum. Efnainnihald snigla er misjafnt milli tegunda en í stórum dráttum eru þeir 82% vatn, ríkir af járni, magnesíum og B3 vítamíni og góð uppspretta seleni. Meðferð og matreiðsla Mikilvægt er að þrífa snigla vel áður en þeir eru matreiddir. Erlendis, þar sem sniglar eru yfirleitt keyptir lifandi á markaði, er fyrsta stig hreinsunarinnar að láta þá fasta í viku og gefa þeim eingöngu lítils háttar hveiti til að hreinsa út á þeim meltingarveginn. Skola skal öll óhreinindi og allt slím af sniglum og að því loknu skal skola þá upp úr saltvatni. Þegar búið er að hreinsa þá vel eru sniglarnir settir í pott með köldu saltvatni og þeir soðnir í korter og matreiddir og bornir fram að vild eftir það. Í Afríku, þar sem sniglar eru stærri, eru þeir iðulega grillaðir en í löndunum við Miðjarðarhaf er algengt að bera þá fram bakaða eða pönnusteikta með hvítlauk. Á Indlandi þykja þeir góðir með uxa- eða svínakjöti og í karrírétti. Sem forrétt þykir hæfilegt að borða fimm krásarbobba en séu þeir aðalrétturinn veitir ekki af fimmtán stykkjum. Sniglar á Íslandi Fána landsnigla á Íslandi er fátækleg og helsta ástæða þess er einangrun landsins, kuldi og óhagstæður jarð- vegur vegna kalkskorts. Á Vísindavefnum segir að flestir landsniglar, líka hér á landi, séu ætir en ekki þar með sagt að þeir sé góðir til átu og að nauðsynlegt sé að kynna sér villta snigla vel áður en fólk leggur sér þá til munns. Nýbakaðir sniglar með hvítlauks- og steinseljusmjöri. Mynd / wikipedia Sniglaeldi utandyra í Suður-Afríku. Mynd / youtube Úr slíminu sem sniglar skilja eftir sig í hægfara yfirferð sinni um heiminn eru unnin efni í snyrtivörur eins og húðkrem. Mynd / youtube Sítrónusnigillinn, Cepaea nemoralis, er einn af algengustu sniglunum í Evrópu. Mynd / wikipedia Afrískur risasnigill. Mynd / dogonews
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.