Bændablaðið - 15.12.2022, Blaðsíða 105

Bændablaðið - 15.12.2022, Blaðsíða 105
105 Bændablaðið | Fimmtudagur 15. desember 2022 Gunnar Kári Hjaltason er hress og kátur Skagastrákur sem hefur gaman af fótbolta og tölvuleikjum. Nafn:Gunnar Kári Hjaltason. Aldur: 10 ára. Stjörnumerki: Sporðdreki. Búseta: Akranes. Skóli: Grundaskóli. Skemmtilegast í skólanum: Frímínútur. Uppáhaldsdýr: Hundar. Uppáhaldsmatur: Hamborgari. Uppáhaldslag: Í lari lari lei. Uppáhaldsbíómynd: Þór - Love of Thunder. Fyrsta minning: Þegar ég var í fýlu af því ég mátti ekki spila fótbolta inni þegar ég var 3 ára. Hver eru áhugamálin þín: Fótbolti og tölvuleikir. Finnst líka mjög gaman að baka. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór: Lögreglumaður eða kokkur. Hvað er það mest spennandi sem þú hefur gert: Fara í dúnleitir hjá ömmu Svönu í Flatey. HANNYRÐAHORNIÐ Á framtíðina fyrir sér FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. SUDOKUÞRAUTIR Bændablaðsins Þung Þyngst Létt Miðlungs Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í „Fólkið sem erfir landið“ mega hafa samband; sigrunpetursbondi.is. Eyrnaband Feykir500 Aðferð: Eyrnabandið er prjónað fram og til baka (garðaprjón), með tveggja lykkja I-cord kannti á sitthvorum enda. Að prjóni loknu er komin lengja sem er síðan saumuð saman þannig að snúningur eða kaðall myndast framan á eyrnabandið. Prjónafesta: 20 lykkjur gera 10 cm. Efni: Sokkaprjónar eða hringprjónar nr. 4. Tvöfaldur plötulopi, eyrnabandið vegur 42 g. · Blátt eyrnaband: blágrænn (2025). · Ryðrautt eyrnaband: ryðrauður (1426). Uppskrift Fitjið upp 24 lykkjur. Umferð 1. Prjónið 4 lykkjur slétt , prjónið 3 lykkjur brugðnar, prjónið 10 lykkjur slétt, prjónið 3 lykkjur brugðnar, prjónið 2 lykkjur slétt. Með garnið fyrir framan verkið, færið 2 síðustu lykkjurnar óprjónaðar yfir á hægri prjón. Snúið við. Umferð 2. Prjónið slétt út prjóninn nema færið síðustu 2 lykkjurnar óprjónaðar yfir á hægri prjón með garnið fyrir framan verkið. Snúið við. Umferð 3. Prjónið 4 lykkjur slétt. Með garnið fyrir framan verkið, færið 1 lykkju óprjónaða yfir á hægri prjón, prjónið 2 brugðnar lykkjur, fellið óprjónuðu lykkjuna yfir brugðnu lykkjurnar tvær. Prjónið 10 lykkjur slétt. Með garnið fyrir framan verkið, færið 1 lykkju óprjónaða yfir á hægri prjón, prjónið 2 brugðnar lykkjur, fellið óprjónuðu lykkjuna yfir brugðnu lykkjurnar tvær. Prjónið 2 lykkjur slétt, færið 2 síðustu lykkjurnar óprjónaðar yfir á hægri prjón með garnið fyrir framan verkið. Snúið við. Umferð 4. Prjónið 5 lykkjur slétt, sláið bandinu upp á prjóninn (til að búa til nýja lykkju), prjónið 12 lykkjur slétt, sláið bandinu upp á prjóninn, prjónið 3 lykkjur slétt. Með garnið fyrir framan verkið, færið 2 síðustu lykkjurnar yfir á hægri prjón. Snúið við. Endurtakið umferðir 1-4 þar til eyrnabandið mælist 47 cm fyrir minni höfuð eða 50 cm fyrir stærri. Síðasta umferð sem er prjónuð er umferð 3, því næst er fellt af, það eru 22 lykkjur á prjóninum þegar fellt er af. Saumið eyrnabandið saman eins og sýnt er á mynd (leggið saman sitthvoran endann á eyrnabandinu svo þeir séu eins og U sem ganga ofan í hvorn annan). Gott er að ganga frá öðrum endanum og nota síðan lengri endann til að sauma bandið saman. ATH að sauma það saman á röngunni. Skolið eyrnabandið og leggið til þerris. Aðrar uppskriftir eftir höfund er að finna á Instagram og Facebook undir Feykirknitting. Einnig er hægt að hafa samband við feykirknitting@gmail.com. Sendum félagsmönnum okkar og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári. Þökkum fyrir árið sem er að líða. STJÓRNENDAFÉLAG SUÐURLANDS STJÓRNENDAFÉLAG SUÐURLANDS d d dd d k k
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.