Bændablaðið - 15.12.2022, Blaðsíða 46

Bændablaðið - 15.12.2022, Blaðsíða 46
46 Bændablaðið | Fimmtudagur 15. desember 2022 Orðatiltækið „vertu besta útkoman af sjálfum þér“ fer ógurlega í taugarnar á ljóninu enda telur það sig ekki þurfa að vera betri en það er nú þegar. Að minnsta kosti passar það vel upp á að líta svo út í augum annarra. En sjálfsgagnrýni og óvissa getur nagað gat á sálina. Á nýju ári þarf ljónið að venja sig á jákvæða sjálfsgagnrýni og leyfa sjálfum sér að blómstra til jafns við þá ímynd sem það telur ákjósanlega út á við. Hroki og reiði í garð annarra er eitthvað sem ljónið hefur rekið sig örlítið á síðastliðna mánuði en gæti nú tekið skref í átt til umbóta á því sviði. Kraftur nýja ársins ýtir undir sjálfstraust, hógværð og elju og ætti að auðvelda ljóninu að taka persónulegum framförum, með hógværðina bak við eyrað. Vinsældir ljónsins verða miklar á atvinnumarkaðinum og það mjög eftirsótt. Ljónið er þó almennt afar vinsælt og vel liðið enda skemmtikraftur af náttúrunnar hendi. Þó má ekki gleyma því að það vinnur ætíð störf sín af miklum dug og aldrei minna en 100%. Að sama skapi má það búast við aukinni fjárhagslegri velgengni. Ástarmálin eru aldrei langt undan því ljónið á marga aðdáendur í mörgum hópum mannlífsins. Eitthvað vefjast þó fyrir ljóninu allir þess aðdáendur því innst inni veltir ljónið því stundum fyrir sér hvort það sé í raun aðdáunar vert. Er verið að dást að ljóninu sem hristir makkann með glæsibrag, eða felst aðdáunin í þess innra manni? Með þetta í huga gefst ljóninu tækifæri til þess að vera einlægur og opinskár við þá sem vekja áhuga hans, í stað þess að setja á svið leikrit. Því þegar leikritinu lýkur falla tjöldin. Ljón Mikill kraftur og uppgangur er í merki meyjunnar árið 2023. Sjálfstraustið og getan til þess að stíga út fyrir þægindarammann er nær óbilandi og seigla meyjunnar til þess að standa fyrir því sem hún trúir á tvöfaldast á nýju ári. Mikið verður um að meyjan fari dýpra inn í sjálfið, leiti að því sem gerir hana að henni og taki sér tíma til þess að anda djúpt umkringd trjám eða náttúru. Frumöflin gera meyjunni gott, s.s. eldur, vatn eða jörð og því æskilegt að heimsækja sundlaugar, fara í gönguferðir í náttúrunni eða sitja við arineld. Sköpunarkraftur meyjunnar mun blómstra, hvort sem viðkemur lagfæringum heima við, skrifum á skáldsögu, leikriti eða með málningarpensil í hönd. Hreyfing er meyjunni nauðsynleg en henni þykir afar notalegt að liggja í leti. Gott væri að koma sér upp þeim vana að hreyfa sig a.m.k. þrisvar í viku, svo sem klukkustund í senn. Á árinu 2023 gerir meyjan upp ýmsa hluti og tekur í kjölfarið ákvarðanir um nýjar stefnur í sínu lífi. Meyjan er oft heldur vanaföst, en þarf nú að spyrja sjálfa sig hvort hún vilji halda gömlum siðum eða með auknum krafti nýs árs að breyta til og hætta jafnvel alveg vissum hlutum. Vinabönd styrkjast annaðhvort eða slitna og í lok árs 2023 á meyjan sterkan og góðan hóp vina í stað fjölmargra kunningja. Ástin bankar upp á hjá ólofuðum meyjum, þó á varfærinn og feimnislegan máta sem styrkist er líður á árið. Þeir sem lofaðir eru mega vera vissir um að sambandið sé á hárréttum stað og svífi um lygnan sjó reyndar alveg til ársins 2025. Þá koma upp lítils háttar verkefni sem þarf að tækla. Meyja Vogin fer ekki varhluta af töfrum aukins sjálfstrausts frekar en meyjan og að sama skapi styrkist hún í sínu er kemur að öryggi varðandi líf hennar. Ástarmálin eru áberandi og nóg að gera í þeim efnum. Frjósemi vogarinnar er vel þekkt og því barneignir í kortunum fyrir marga. Þeir sem stunda veiðar geta búist við góðum afla næstkomandi sumar og í raun má segja að vogin verði krýndur aflakóngur stjörnumerkjanna, en að honum dragast ástvinir, auður, auk þess sem hann mun taka margar affarasælar ákvarðanir. Nokkrir erfiðleikar í einka- eða fjölskyldulífinu hafa steðjað að yfir árið 2022, sem flytjast yfir á komandi ár, en með auknu sjálfstrausti ætti vogin að geta gert sér auðveldara fyrir í þeim efnum. Taka meðvituð og staðföst skref í rétta átt að lausn vandamála án þess að hafa áhyggjur af mögulegum afleiðingum. Það er alltaf hægt að ímynda sér allt hið versta og vogin er ekki saklaus í þeim efnum. Ótti ætti ekki að stjórna ákvarðanatöku, heldur þarf vogin að bera höfuðið hátt og framkvæma það sem hún telur réttast. Voginni þykir þægilegast að hafa mikla yfirsýn og heldur því ótrauð til streitu. Slíkt getur þó valdið óþarfa álagi og gott að leyfa öðrum að halda um stjórnartaumana af og til. Fullkomnunarárátta er einnig álagsvaldur og þyrfti að slaka á í þeim efnum. Rólegar gönguferðir þar sem horft er út á hafið, djúpöndun og lestur góðra bóka er eitthvað sem vogin ætti að tileinka sér – og láta af allri stífni og stjórnunaráráttu. Gott væri að gráta svolítið til að losa um sálarlífið og ekki úr vegi að hlæja þeim mun meira. Vog Árið sem gengur nú í garð byrjar ekki með jafn miklum lúðrablæstri eins og sporðdrekinn kysi helst – en að ári loknu getur hann stjórnað lúðrasveit. Áætlanir og plön sporðdrekans í byrjun ársins 2023 ganga sem sagt ekki eftir að fullu, eða ekki eins og hann hafði séð fyrir sér. Hann þarf því að leggjast undir feld og byrja upp á nýtt. Best er að hafa hógværð að leiðarljósi og líta á málin frá fleiri hliðum en einni. Í haust sér hann svo afrakstur þrautseigju sinnar og þaðan er leiðin bara upp á við. Mikið er um ferðalög í kortum sporðdrekans þar sem hann kynnist fleiri en einni manneskju sem mun hafa áhrif á líf hans. Sumir staldra stutt við en aðrir lengur – en þó þarf hann að taka vel eftir því sem við hann er sagt, sama hver er. Atvinnumálin sigla jafnan sjó, eru hvorki til frekari auðs né ama. Þó býðst sporðdrekanum áhugaverð staða í öðrum geira en hann er jafnan vanur. Sporðdrekinn þarf að muna að taka tíma til þess að kúpla sig út af og til því annríkt verður hjá honum á fleiri sviðum en einu. Lofaðir sporðdrekar kynnast mætri hlið á maka sínum, á meðan þeir ólofuðu enda árið dansandi uppi á borðum, einir með sjálfum sér. Eitthvað þurfa sporðdrekar að vera duglegri við að tjá sig og vera óhræddir við að segja sína skoðun. Það býr meira í þeim en þeir vilja halda og nýtt ár ætti að veita þeim aukið traust á sjálfa sig. Svo gerir æfingin meistarann og því upplagt að tjá sig sem allra mest. Sporðdreki Aukin ábyrgð litaði árið 2022 og bogmaðurinn hefur staðið sig vel í að halda þeim boltum á lofti. Fjármálin hafa verið í forgrunni og verða áfram á jákvæðan hátt á nýju ári. Mikið af verkefnum koma á hendur bogmannsins og með aðstoð vina og vandamanna getur hann sinnt þeim til jafns við fjölskyldulífið. Í byrjun næsta sumars verður nokkuð um að bogmaðurinn festi ráð sitt á einn eða annan hátt, en hann hefur nú þegar velt slíkum hugmyndum fyrir sér árið með 2023. Nokkuð er um ferðalög erlendis í kortum bogmannsins, bæði styttri og lengri ferðir, oft tengdar atvinnu. Ferðalög innanlands einskorðast við fjölskylduna og mun bogmaðurinn hafa gaman af að koma maka sínum á óvart með rómantískum ferðum á borð við helgi hér og þar. Hvað varðar persónulegan þankagang bogmannsins hefur hann nú skýrari línur á hvernig manneskja hann vill vera og tekur heilmörg skref á komandi ári í þá átt. Bogmaðurinn er nokkuð þrjóskur og því er það svo að það sem hann ætlar sér, verður. Velgengni fer honum vel og hann er örlátur á að leyfa öðrum að njóta hennar með sér. Hvort heldur með hrósi eða velgjörðum. Örlítið púsluspil verður varðandi tíma fjölskyldu annars vegar og svo einkalífs hins vegar og þarf bogmaðurinn að vega og meta vel og vandlega hvað best er að gera hverju sinni. Við uppgjör í lok árs má bogmaðurinn enn vera stoltur af sínu en þarf að halda áfram að æfa sig að vera besta útgáfan af sér. Eins og við flest. Bogmaður Eitthvað hefur verið um breytingar nú í lok árs og hefur steingeitin þurft að stíga nokkur ný skref óvissu. Lífið hefur þó gengið sinn vanagang, enda steingeitin örugg í vananum. Með það sagt, árið 2023 (samkvæmt stöðu stjarna steingeita) er tilvalið að leggja land undir fót og ekki einungis innanlands. Utanlandsferðir eru í kortunum og jafnvel dvöl um tíma í heitara loftslagi sem gerir steingeitum gott. Veikindi hafa verið nokkur og gott er að breyta því um dvalarstað um tíma. Útivist er líka eitthvað sem steingeitin mun sækja í og tengja með því sjálfa sig frumefnunum enda allra meina bót. Sambönd vina og kunningja styrkjast svo um munar og steingeitin finnur að hún á fleiri að en hún heldur. Hugsun hennar og sýn á lífið hefur snert hjörtu margra og verður ekki lát á því á nýju ári. Steingeitin er frumkvöðull í hugsun og veltir því gjarnan upp spurningum sem vekja aðra til umhugsunar. Gleði og glaumur eykst á árinu og steingeitin lyftir sér upp oftar en áður. Hún gefur sér tíma til að muna eftir öllu því sem gleður hana og gott væri að gera lista yfir slíkt. Sem síðasta merki stjörnuspekinnar hefur hún þurft að vera með yfirsýn yfir líf margra, en nú er um að gera að sleppa tökunum og njóta frekar lífsins til fullnustu. Steingeitin þarf ekki að hafa áhyggjur af peningum enda tvöfaldast allt sem kemur í vasa hennar á nýju ári. Rétt er að geta þess að lofaðar steingeitur geta orðið fyrir tvöfeldni eða svikum í samböndum sínum en þær ólofuðu kynnast maka úr allt öðru umhverfi en þær helst myndu halda. Steingeit Stjörnufræðingar víða um heim, bæði hjá NASA og eins og lesa má á vefsíðu Stjörnufræðivefsins, vilja meina að í raun séu stjörnumerkin þrettán. Kemur það til vegna stöðu möndluls jarðar, eða pólveltunnar sem tekur um 26.000 ár og því eru stjörnumerkin sem sjá má á himni ekki lengur á sama stað og fyrir þúsundum ára. Upphaflega höfðu Babýlóníumenn stjörnumerkin þrettán talsins og var naðurvaldi, stjörnumerki á miðbaug himins eitt þeirra. Myndgerð Naðurvalda er maður haldandi á höggormi, samanber grísku goðsögnina, guðinn og lækninn Asklepíos. Er naðurvaldi ríkjandi frá 30. nóvember til 17. desember, þekktur fyrir eigingirni og öfundsýki, en einnig.er hamn litríkur og skemmtilegur persónuleiki auk þess að vera afar vel gáfum gæddur. Ef honum væri úthlutað varanlegt sæti meðal merkjanna myndu sæti hinna skarast sem svo svarar; Vatnsberi 16. febrúar til 12. mars, Fiskar 12. mars til 18. apríl, Hrútur 18. apríl til 14. maí, Naut 14. maí til 21. júní Tvíburi 21. júní til 20. júlí, Krabbi 20. júlí til 10. ágúst, Ljón 10. ágúst til 16. september, Meyja 16. september til 31. október, Vog 31. október til 23. nóvember, Sporðdreki 23. nóvember til 29. nóvember, Naðurvaldi 29. nóvember til 18. desember, Bogmaður 18. desember til 19. janúar, Steingeit 19. janúar til 16. febrúar. Eins og kemur hér glögglega fram eru tímatöl stjörnumerkjanna þrettán ekki jöfn að lengd, líkt og þau tólf sem nú ríkja – en í þeim virðist sólin ríkja um mánuð í senn. Naðurvaldi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.