Bændablaðið - 15.12.2022, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 15.12.2022, Blaðsíða 10
10 Bændablaðið | Fimmtudagur 15. desember 2022 FRÉTTIR og farsælt komandi ár Við sendum landsmönnum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári með þökkum fyrir áhorfið á árinu sem er að líða Samkvæmt breytingum á lögum sem taka gildi um áramótin er landeigendum skylt að gera merkjalýsingu um fasteign sína og láta draga upp merkin hnitum séu eignamörk ekki glöggt afmörkuð og þinglýst. Mynd / Myndasafn Bændablaðsins Breyting á lögum um skráningu og mat fasteigna: Skylda að merkjalýsa fasteignir Samkvæmt breytingum á lögum um skráningu og mat fasteigna sem taka gildi um áramót er eigendum skylt að gera merkjalýsingu um fasteign sína og láta draga upp merkin hnitum séu eignamörk ekki glöggt afmörkuð og þinglýst. Merkjalýsing skal árituð um samþykki eigenda aðliggjandi fasteigna. Merkjalýsingar sem gerðar hafa verið í samræmi við eldri lög og þinglýst fyrir gildistöku laga þessara halda gildi sínu þar til ný merkjalýsing hefur verið gerð. Í þeim tilfellum þar sem merki eru ekki hnitsett eða glögg frá náttúrunnar hendi er eigendum skylt að viðhalda eldri merkjum eða setja ný. Samþykki sveitarstjórnar Samkvæmt nýju lögunum er óheimilt að skipta fasteignum, sameina þær eða breyta merkjum nema samþykki sveitarstjórnar komi til. Séu gerðar ráðstafanir sem breyta eða raska merkjalýsingu að hluta eða í heild skulu eigendur að sama skapi án ástæðulauss dráttar gera nýja merkjalýsingu. Þess skal einnig gætt að land hverrar fasteignar verði sem mest í samhengi og sem skipulegast. Gæta skal ákvæða jarðalaga og skipulagslaga, eftir því sem við á. Það sem þarf að kom fram Í merkjalýsingu skulu eftirfarandi atriði koma fram á skýran og skilmerkilegan hátt. 1. Um hvaða fasteign er að ræða. 2. Almenn lýsing á fasteign og hvort skikar séu einn eða fleiri, samliggjandi eða aðskildir. 3. Merki fasteignar og einstakra skika, ef við á. 4. Réttindi sem fylgja fasteigninni og ná til annarra fasteigna sem og takmarkanir á ráðstöfunarrétti fasteignarinnar vegna réttinda sem fylgja öðrum fasteignum. 5. Ef skiki fylgir fleiri en einni fasteign sem sameignarland þarf að tilgreina eignarhlutdeild, liggi hún fyrir. 6. Hnitsettur uppdráttur sem sýnir merki fasteignar og einstakra skika, ef við á, ásamt stærð og auðkennum hverju sinni. 7. Hnitaskrá ásamt upplýsingum um framkvæmd mælinga eða heimild til grundvallar hniti. 8. Heimildir til grundvallar merkjalýsingu. Leyfi til að gera merkjalýsingar Þeir einir mega taka að sér gerð merkjalýsingar sem fengið hafa til þess sérstakt leyfi ráðherra að eftirfarandi skilyrðum uppfylltum. Viðkomandi skal vera lögráð og hafa búsforræði. Viðkomandi skal einnig hafa sótt námskeið og staðist próf sem sýni fram á að hann hafi staðgóða þekkingu á landmælingum, lögum þessum, skipulagslögum, þinglýsingalögum, jarðalögum og annarri löggjöf er máli skiptir og sáttamiðlun og kunnáttu í að afla nauðsynlegra gagna og beita gildandi útreikningsreglum og aðferðum, allt samkvæmt nánari fyrirmælum sem setja skal í reglugerð. Sameiginleg ábyrgð Eigendum er skylt þegar fasteignir þeirra liggja saman, að leggja vinnu og efni til hnitsetningar merkja, en sú skylda nær ekki lengra en til að gera merki glögg. Merki teljast glögg ef vikmörk mælinga eru: a. Í skipulögðu þéttbýli: 10 sentímetra eða nákvæmari. b. Í dreifbýli að 300 metra hæð: eins metra eða nákvæmari. c. Í óbyggðum í 300 metra hæð eða ofar: fimm metra eða nákvæmari. Við mælingar merkja skal unnið samkvæmt samræmdu grunnstöðvaneti fyrir landmælingar og kortagerð. Til staðsetningar merkja samkvæmt lögum þessum skulu notaðar viðurkenndar mælingaaðferðir samkvæmt leiðbeiningum frá Landmælingum Íslands. Stærð fasteigna Skráð stærð fasteigna skal miðast við land ofan þess svæðis þar sem áhrifa sjávarfalla gætir. Við útreikning á stærð fasteignar skal miða við heildarstærð miðað við mörk gagnvart öðrum fasteignum. Ef fasteign fylgir eignarhlutdeild í óskiptu landi skal telja óskipta landið með í heild sinni. Greini landeigendum á um merki milli fasteigna og geta þeir, hver um sig eða í sameiningu, leitað sátta fyrir milligöngu sýslumanns. Sýslumanni er heimilt að fela löglærðum fulltrúa sínum slíka sáttaumleitan. Ef sættir takast ekki gefur sýslumaður út vottorð þess efnis. Heimilt er að gefa út vottorð um sáttameðferð ef aðilar mæta ekki á sáttafund eftir að þeim hefur sannanlega verið send kvaðning tvívegis. Sama á við ef sýslumaður telur sýnt að sáttatilraunir beri ekki árangur. Sáttameðferð hjá sýslumanni er skilyrði þess að höfðað verði mál fyrir dómi um merki fasteigna. Höfða skal slíkt mál innan níu mánaða frá útgáfu vottorðs um sáttameðferð. /VH Matvælastofnun: Ráðlagt að gefa ormalyf í munn Sex hross drápust af völdum hópsýkingar sem upp kom í hrossastóði á Suðurlandi í lok nóvember. Allt bendir til þess að sýkingin hafi verið af völdum eiturmyndandi jarðvegsbakteríu, Clostridium spp., sem hefur magnast upp eftir að hrossin voru sprautuð með ormalyfi, að því er fram kemur í tilkynningu frá Matvælastofnun. Alls veiktust þrettán hross í 30 hesta hópi útigangshrossa á Suðurlandi. Hrossin voru haldin í tveimur aðskildum hólfum sem rekin voru saman og sprautuð með ormalyfi þann 21. nóvember. Aðeins hrossin sem dvöldu í öðru hólfinu veiktust og virðist bakterían því hafa magnast þar upp. Ekki er vitað hvernig á því stendur að umrætt hólf mengaðist umfram önnur hólf eða hvort hætta sé á slíkri mengun víðar um land. Allvíða um heim er hætt að notast við orma- lyfjasprautun eins og tíðkast hefur hér á landi í áratugi, einmitt út af hættu á að draga inn sýkingar sem þessar. Matvælastofnun telur hættu á að sambærilegar hópsýkingar geti komið upp og varar því við að hross séu sprautuð með ormalyfi undir húð. Hestamönnum er ráðlagt að nýta ormalyf sem gefin eru í munn í samráði við sinn dýralækni, sem metur þörf á meðhöndlun hverju sinni. /ghp Útigangshross um vetur. Mynd / ghp Matvælaráðuneytið hefur gengið frá uppgjöri vegna álagsgreiðslna, sprettgreiðslna, á jarðræktarstyrki og landgreiðslur. Hefðbundin jarðræktarstuðningur verður greiddur út á næstu dögum. Fram kemur í tilkynningu frá matvælaráðuneytinu að heildarupphæð uppgjörsgreiðslu er um 52.000.000 kr. en alls var álagsgreiðsla stjórnvalda vegna jarðræktar og landgreiðslna um 517.000.000 kr. Álagsgreiðslurnar eru hluti af svokölluðum sprettgreiðslum stjórnvalda sem var komið á að fengnum tillögum spretthóps sem skipaður var í júní síðastliðinn vegna hækkandi matvælaverðs. Um 90% af greiðslum voru greiddar út í október og byggðust á innsendum umsóknum. Nýgert uppgjör byggir hins vegar á niðurstöðu úttektar ráðuneytisins ásamt 10% fjárveitingarinnar sem haldið var eftir fyrir endanlegt uppgjör. Bændur hafa fengið sendar tilkynningar og upplýsingar um uppgjörið í Afurð og í stafrænt pósthólf á Ísland.is. /VH Uppgjör vegna álagsgreiðslna Hækkunin stendur Engin breyting hefur orðið á væntanlegri hækkun á úrvinnslugjaldi á heyrúlluplasti í meðförum Alþingis. Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga árið 2023 hefur nú gengið gegnum efnahags- og viðskiptanefnd og verður væntanlega að lögum eftir aðra umræðu. Í frumvarpinu er lagt til að úrvinnslugjald á heyrúlluplasti hækki úr 30 kr./kg í 82 kr./kg. Bændasamtökin lögðust gegn þessari hækkun enda getur hún þýtt mörg hundruð þúsund króna hækkun framleiðslukostnaðar fyrir bændur. Í nefndaráliti meirihluta nefndarinnar segir að hækkunin geti orðið bændum íþyngjandi, en óvíst sé hvernig verð á heyrúlluplasti muni þróast næstu mánuði. „Meirihlutinn bendir á að rekstrarumhverfi búvöruframleiðslu er kvikt, í kjölfar heimsfaraldurs og stríðsátaka. Aðgerðir ríkis- stjórnarinnar á liðnu ári hafa verið umtalsverðar vegna þessa. Enn eru blikur á lofti og mikilvægt er að fylgjast áfram með þróun mála og beita markvissum aðgerðum vegna hagsmuna neytenda, bænda og íslensks matvælaiðnaðar. Þá beinir meirihlutinn því til umhverfis-, orku- og loftslags- ráðherra að komið verði til móts við bændur vegna þessara hækkana og metið með hagsmunaaðilum hvernig söfnun og endurvinnsla á heyrúlluplasti geti verið sem hagkvæmust til framtíðar. Með því er tryggð betri endur- heimta og endurvinnsla á hey- rúlluplasti í anda hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins og kostnaður bænda af söfnun þess til endurvinnslu lágmarkaður.“ /ghp Að óbreyttu mun úrvinnslugjald á heyrúlluplasti hækka úr 30 kr./kg í 82 kr./kg. Mynd / ghp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.