Bændablaðið - 15.12.2022, Blaðsíða 82

Bændablaðið - 15.12.2022, Blaðsíða 82
82 Bændablaðið | Fimmtudagur 15. desember 2022 Um þessar mundir eru að eiga sér stað tímamót í sögu skógræktar á Íslandi. Saga sem nær yfir um fimm aldarfjórðunga. Við upphaf voru áherslur einkum friðun birkiskóga ásamt fífldjörfum tilraunum við að rækta undarlegar trjátegundir frá fjarlægum heimshornum. Sumar þessara trjátegunda stóðu sig afbragðs vel og nú í dag eigum við, lítil þjóð á hjara veraldar, eins og stundum er sagt, fyrir að líta marga vöxtulega skóga víðs vegar um landið. Nytjar úr viði skóganna aukast að sama skapi en þekking á meðhöndlun timburs er nauðsynleg til að hægt verði að nýta viðinn með sem bestu móti. Í árdaga TreProX var vinnuheiti verkefnisins „Fólkið á söginni“. Snemma árs 2018 komu saman fulltrúar Skógræktarinnar, Landbúnaðarháskóla Íslands, Nýsköpunarmiðstöðvar, Lands- samtaka skógareigenda og Skógræktarfélags Íslands með það fyrir stafni að útbúa kennsluefni í læsi viðargæða. Segja má að þetta sé sá hópur sem mest kemur til með að deila og vinna úr íslenskum viði inn í framtíðina. Verkefnið vatt upp á sig og áður en langt um leið var komið á samstarfsverkefni aðila frá þremur Norðurlöndum; Íslandi, Danmörku og Svíþjóð. TreProx stendur fyrir Innovations in Training and Exchange of Standards for Wood Processing, sem á íslensku útleggst sem nýsköpun í þjálfun og aðferðum við viðarframleiðslu og staðlagerð. Þetta er evrópskt samstarfsverkefni þriggja norrænna háskóla ásamt Skógræktinni og Trétækniráðgjöf slf. og nýtur það styrks frá Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins. Verkefnið hófst haustið 2019 og fól í sér að gera námsefni og skipuleggja námskeið fyrir nemendur frá skólunum þremur. Fæstir þátttakendur voru í staðarnámi í sínum skóla þótt nokkrir slíkir hafi verið, aðallega frá Svíþjóð. Námsefnið er grunnurinn að viðarvinnslu, en til að nýta timbur sem best þarf einnig að gera framleiðsluferlinu sjálfu góð skil. Viðurinn í timbursölunni á sér áratuga ræktunarsögu sem sjaldan er gerð skil á sölustöðum. Hvert land var heimsótt einu sinni. Fyrst var Ísland sótt heim haustið 2021 þar sem gert var út frá Hvanneyri og Reykjum yfir vikudvöl. Þátttakendur náðu vel saman og kynntust vel, enda áhugamálin viður út í gegn. Á vordögum í ár var farið til Smálanda Svíþjóðar þar sem stóru trén vaxa. Allt var svo stórt og voldugt í Svíþjóð og sannaðist það algerlega á lokadegi þar sem skógtæknisýningin Elmia Wood var sótt. Í haust var farið til Jótlands í Danmörku þar sem lagt var meira upp úr viðráðanlegum flettisögum fyrir Íslendinga. Árangur TreProX fólst í mun fleiru en námsferðum og myndun góðra tengsla manna á milli. Vert er að geta rannsóknar á nýtingu asparviðar sem felur í sér að öspin fær uppreist æru sem viður, bæði hérlendis sem og á Norðurlöndum. Einnig fengu Íslendingar þýdda og heimfærða viðarstaðla frá Norðurlöndum sem mun nýtast ört stækkandi geira langt inn í framtíðina. Áður hefur verið fjallað um viðarstaðlana í Bændablaðinu enda stórt og frækið afrek fyrir litla Ísland. Iðnú hefur nú í vinnslu frekara kennsluefni í meðhöndlun á timbri. Síðast en ekki síst má minnast á heimasíðuna treprox.eu þar sem Hlynur Gauti Sigurðsson hlynur@bondi.is Skógrækt og timburnytjar: Viðhöfn við viðarvinnslu Með jólahátíðinni fylgja stórinnkaup og á flestum heimilum sækir fólk í ákveðið öryggi og íhaldssemi hvað varðar jólasteikina og aðrar kræsingar. Það er auðvelt að gera mistök í jólastressinu og því mikilvægt að vanda vel og lesa grannt smáa letrið á umbúðum. Það er nefnilega glettilega algengt að neytendur kaupi köttinn í sekknum og endi óafvitandi með innflutta vöru í körfunni í þeirri trú að íslenskt vörumerki eða merkingar tryggi upprunann. Úr niðurstöðum kannana um neysluhegðun Íslendinga má lesa skýran vilja um að velja innlendar matvörur fram yfir erlendar gefist þess kostur. Upplýsingar um innihald og uppruna matvöru vantar óþarflega oft, og merkingar geta einnig reynst villandi. Stýrist kaupvilji eingöngu af verði? Gæði, uppruni og vitneskja um að vel sé valið skiptir neytendur um allan heim miklu máli. Þess vegna er að jafnaði 90% af matvöru sem framleidd er í heiminum neytt á viðkomandi heimamarkaði. Það er jú víðar en í Flóanum sem heimafenginn baggi þykir hollastur, og um leið mikilvægur sögu og menningu viðkomandi staðar. Verð skiptir auðvitað máli ásamt fleiri þáttum en matvara sker sig að mörgu leyti frá í alþjóðlegum viðskiptum þar sem hagfræðin vill telja okkur trú um að verð sé eini þátturinn sem skiptir máli. Tryggð neytenda við heimafengin matvæli er mun sterkari en tryggð við aðra vöruflokka. Þetta vita framleiðendur og seljendur matvæla í þeim löndum sem við berum okkur saman við, kappkosta að merkja greinilega og miðla upplýsingum. Vernduð afurðaheiti eru í sókn á íslenskum markaði Evrópskar merkingar eru gagnrýnum neytendum vel kunnugar en yfir 5.000 vörur og vöruflokkar með uppruna um víða veröld nýta þessar sterkustu upprunamerkingar sem völ er á. Þekkingu Íslendinga á evrópskum upprunamerkingum má rekja til vinsælda innfluttra matvæla sem merktar eru evrópskum merkjum verndaðra afurðaheita PDO (e. Protected Designation of Origin), PGI eða GI. Samkvæmt könnunum þekkja rúm 30% íslenskra neytenda merkin, og eru reiðubúnir til að borga 10-15% hærra verð fyrir mat og drykkjarvörur sem bera þau. Sem eru t.d. evrópskar háendamatvörur og vín sem flest okkar höfum kynnst, s.s. Parma Ham, Feta Cheese, Champagne, Havarti ostur o.fl. Leyfi til notkunar merkjanna sem skila 15-20% hærra útsöluverði gagnvart staðgönguvörum í Evrópu fæst að ströngum skilyrðum uppfylltum. Íslensk stjórnvöld hafa tryggt gagnkvæma vernd afurða í kerfinu hérlendis með samningi við Evrópusambandið, en á móti hafa Íslendingar ekki enn nýtt sér verndina og kerfi verndaðra afurðaheita sem sannarlega skilar árangri og öll nágrannalöndin nýta. Allar matvöruverslanir landsins og innflytjendur matvöru selja vörur sem skarta vernduðum afurðaheitum og taka þannig þátt í markaðssetningu þeirra. Markaðssetningu sem var stofnað til og drifin áfram af Evrópusambandinu sem ekki er feimið við að aðstoða sína frumframleiðendur og afleidda virðiskeðju til aðgreiningar og markaðssetningar. Með hratt vaxandi samkeppni við innfluttar matvörur eykst þörf á upplýsingagjöf til skýrrar aðgreiningar. Kerfi verndaðra afurðaheita er eitt öflugasta verkfærið í þá vegferð ásamt upprunamerkjum að norrænni fyrirmynd. Gleðilega hátíð. Uppruni jólakræsinganna Hafliði Halldórsson haflidi@bondi.is Skógskóli KU í Djursland á Jótlandi, Danmörku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.