Veiðimaðurinn - 01.09.1963, Page 11

Veiðimaðurinn - 01.09.1963, Page 11
SVFR VEIÐIMAÐURINN nR « S E P T . MÁLGAGN- STANGAVEIÐIMANNA Á ÍSLANDI 1963 Ritstjóri: Víglundur Möller, Útgejandi: Stangaveiðijélag Reykjavikur. Ægissíðu 92, Reykjavik. Afgreiðsla Bergstaðastræti 12B, Reykjavik. Simi 13755. Prentað i Ingólfsprenti. ^zÆau$tlci{Zi:d. FEGURÐ íslenzka haustsins hefur heillað marga fyrr og síðar, og sumum þykir það jafnvel fegurst árstiðanna, sbr. hin alkunnu vísuorð Steingríms Tlior- steinssonar: „en ekkert fegra á fold ég leit en fagurt kvöld á haustin“. Og víst er það, að á mótum sumars og hausts er oft fallegt á íslandi. Það er fögur sjón að horfa á þau ska/rtklœði, sem náttúran býst undir vetrardauðann. Við horfum á þessa marglitu fegurð heillaðir, hugfangnir, og hörmum hvað hún er skammvinn. Ein- hver tregablandinn unaður fer um sálir okkar þegar við sjáum þetta litaspil hverfleikans, þennan dýrðlega fegurðar- faðm, sem tré, blóm og jurtir breiða út móti dauðanum. Og við undrumst þá kyrrð sem ríkir. Einn af orðsnjöllustu kennimönnum íslenzkrar kirkju hefur lýst þessu með svofelldum orðum: „Friður vornœturinnar getur verið unaðslegur, en hann er þrunginn af lífi, sem er að vakna. Yfir haustkveldi er annars konar kyrrð. Þá er lífið að leggjast til svefns, og friður hins djúpa, kyrra dauða fyllir loftið — gegnsýrir jörðina. Dauði blómanna er hljóðlátur. Ekkert andvarp heyrizt, engin stuna, þegar þau kveðja sitt unga skammvinna lif.“ — Og hann segir ennfremur: „Nú horfir þú á þúsund lita fegurð haustsins. Þú horfir á endurskin af litadýrð liðins sumars, hafið í hœrra veldi, og þú undrast hina djúpu kyrrð, hinn djúpa frið. En skynjar þú það, að undir blceju hinnar bleiku feigðar vakir draumur deyjandi náttúr- unnar um vorið? Sá draumur á að rœt- ast. — Siðar kemur haust i lifi minu og þínu. Fölvi sezt á brá. Á hárið fellur silfr- að hrim. Þegar sá feigðardómur er oss fluttur, þá minnumst við þess, að hinum megin einnar hljóðrar haustnœtur bíður vor.“ Þótt almanakið telji sumar fram í Veiðimadurinn 1

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.