Veiðimaðurinn - 01.09.1963, Síða 12
október og slái þessum tveimur árs-
tíðum þannig saman i eina, skiljum við
nokkuð glöggt á milli þeirra og teljum
að þá hefist haust, er litabreytingin i
náttúrunni byrjar. Þeir sem eru svo
heppnir, að geta ferðast um fögur héruð
á þeim tíma, og fá gott veður, gleyma
sjálfsagt fæstir því, sem þá ber fyrir augu.
Sjálfum er mér m. a. ógleymanlegur einn
dagur fyrir mörgum árum, þegar ég kom
norðan yfir Holtavörðuheiði, úr rign-
ingu og kalsaveðri norðanlands, og Borg-
arfjörðurinn opnaðist mér í haustfegurð
og hlývirðri. Eg hafði aldrei verið þar
fyrr, á þessum árstirna, í jafnákjósan-
legu veðri, og þótt mér þyki héraðið
fallegt, eins og flestum eða öllum, i sum-
arskrúði þess, fannst mér að nú gæti ég
tekið undir með þeim, sem lofsyngja
fegurð haustsins. Degi var svolitið tekið
að halla, en loftið var svo tært og lita-
skil öll svo skýr, að orð ná skammt til
þess að lýsa fegurðinni og áhrifum henn-
ar. Eg fór niður að Laxfossi og sat góða
stund við gamla veiðimannahúsið. Það
var þá mannlaust, enda veiðitimanum
lokið. Eg horfði yfir þessar gamalkunnu
slóðir, sem ég hafði heimsótt fyrr um
sumarið, i öðrum erindum, og sá þœr
nú i nýju „ljósi“ og undir öðrum hug-
hrifum. Skógurinn, sem fyrr um sum-
arið var iðja grænn, iðandi af lifi og
þrunginn af ilmi og angan, var nú kom-
inn i haustbúninginn og laufin að byrja
að falla. Þrestirnir voru þagnaðir og kri-
an horfin frá ánni. Allt var kyrrt og
hljótt, raddir sumarsins heyrðust ekki
lengur. Mér virtist hausthljómur i ár-
niðnum. Frammi á Brotinu stökk lax;
hann var lika i haustbúningi, eins og
skógurinn og umhverfið allt. Þetta var
stór lax, liklega 14—16 pund. Skyldi það
vera sá sami, sem ég missti þarna i sum-
ar? ILann var af þeirri stærð. Eg sá eftir
honum þá, en nú hefði mig ekki langað
til að veiða hann, þótt ég hefði mátt
renna. Hann var kominn í „brúðkaups-
búninginn‘ og yfir honum átti ekki leng-
ur að vofa nein hœtta af mannavöldum.
Eg óskaði honum til hamingju í hugan-
um og rnargra íturvaxinna erfingja, sem
gaman yrði að hitta þarna á brotinu eftir
nokkur ár. Svo kvaddi ég ána, laxana og
skóginn og fór upp í bílinn. Samferða-
fólkið var farið á undan.
Síðan þetta gerðist eru nú liðin 14 ár.
A þeim tima hef ég all oft átt leið um
Borgarfjörð að haustlagi, en ekki komið
við hjá Laxfossi. Þessi síðdegisstund og
áhrif hennar eru enn svo skýr i endur-
minningunni, að ég vil ekki trufla mynd-
ina með nýrri sýn yfir svæðið á þessum
árstima, þvi að við sjáum sjaldan staði,
með nákvæmlega sömu augum í tvö
skipti, jafnvel þótt svo hittist á, að öll
ytri skilyrði séu mjög lík. Meðan ég er
að skrifa þetta er niðamyrkur úti og
haustregnið dynur á glugganum min-
um; en eigi að síður finnst mér ég geta
séð umhverfið við Laxfoss þennan um-
rædda dag og fundið áhrifin, sem ég
varð fyrir á grasbakkanum við gamla
veiðimannahúsið. Þessi minning hefur
auðvitað sem slik ekkert gildi fyrir aðra
en mig, en ég býst við að lesendur mínir
eigi flestir i hugarinnum sínum hliðstæð-
ar minningar, sem gœtu rifjast upp fyrir
þeim við lesturinn. Og þegar ævihaustið
fer að uáálgast, eða er komið, þegar „fölvi
sezt á brá og silfrað hrim fellur á hárið“,
2
Veidimaðurinn