Veiðimaðurinn - 01.09.1963, Side 14
Um veföina í sumar.
SAMKVÆMT upplýsingum frá Veiði-
málastofnuninni var laxveiðin samanlagt
meiri í sumar en í fyrra. Laxfjöldi á
stöng var svipaður og tvö undanfarin ár,
en netaveiði á vatnasvæði Ölfusár og
Hvítár og í Þjórsá var meiri en áður þess
vegna verður veiðin samanlögð meiri en
í fyrra.
Silungsveiðin var hins vegar neðan við
meðallag. Sjóbirtingsveiði á Suðurlandi
var með minna móti. í Mývatni var sil-
ungsveiðin nálægt meðallagi en lakari í
Þingvallavatni.
Fáar tölur liggja fyrir ennþá um veiði
í einstökum ám, en þó er vitað að veiðin
í Norðuráá í Borgarfirði var talsvert
meiri en í fyrra og einnig í Elliðaánum.
í Laxá í Kjós mun hún hafa verið svipuð,
en hins vegar brást Bugða að þessu sinni.
Þar veiddist ekki nema um helmingur,
miðað við ársveiði undanfarinna ára.
Fregnir frá ánum í Húnavatnssýslum
benda til að veiði hafi þar yfirleitt verið
góð, nema ef til vill í Hrútafjarðará, og
nokkru minna veiddist nú í Miðfjarðará
en undanfarið. Þó var þar ágæt veiði. í
Laxá í Suður-Þingeyjarsýslu veiddist með
bezta móti, a. m. k. á veiðisvæðum Lax-
árfélagsins, og verður því að telja líklegt
að svo hafi einnig verið á hinum.
Það verður ekki sagt að veðurfar hafi
verið hagstætt fyrir laxagöngur þetta
sumar. Það var lengst af kalt og úrkoma
lítil víðast hvar, en eigi að síður gekk
mjög mikið af laxi í sumar árnar, t. d.
Norðurá í Borgarfirði, Elliðaárnar og
Laxá í Kjós, svo nokkrar séu nefndar.
Og þótt veiðin í Norðurá væri góð, eins
og áður var sagt, hefði liún getað orðið
meiri, ef laxinn hefði gengið fyrr upp
fyrir Glanna en hann gerði. Það er
óvenjulegt að öll áin þar fyrir ofan sé
laxlaus að kalla, þegar komin eru mán-
aðamót júlí og ágúst, en þannig var þetta
í sumar, þangað til a. m. k. vika var lið-
in af ágúst. Virðist full ástæða til að
rannsaka gaumgæfilega, hvort einliverja
breytingu þurfi að gera á fossinum, til
þess að auðvelda fiskinum uppgöngu.
Ekki mun stangveiðin hafa verið mikil
á vatnasvæði Ölfusár og Hvítár, frekar
en fyrri daginn. Er leitt til þess að vita,
að hinar fallegu bergvatnsár á því svæði
skuli vera eins fisklitlar og þær eru. Það
þyrfti að verða eitt af næstu framtíðar
verkefnunum á sviði ræktunarmálanna,
að finna leiðir til þess að kippa því í lag.
V. M.
Eg bið bara um nart!
4
Veidimaðukinn