Veiðimaðurinn - 01.09.1963, Síða 17
neðan við hylinn, sem stórlaxinn er að
finna,“ rnuldra ég í barminn meðan ég er
að beita og búa mig undir næsta kast.
Kannski liggur liann þar, hlið við hlið,
fiskur við fisk, á svona mittisdjúpu vatni,
tifandi uggum og sporði, með slétta hall-
fleytta klöppina við kviðinn og þennan
þunga jafna straum sveljandi um sig og
gegnum tálknin.
Klukkan er að verða sex. Það syrtir í
álinn smátt og smátt, þar sem boðarnir
rísa og vindurinn grefur djúpar skálar
og hleður veltandi skárum og ýtist á við
vatnsflauminn, ó, þessi löðrandi sunnan-
átt, það er einhver dramatísk gnægð í
framferði hennar, og faðmandi mýkt, og
óhófsleg fylling. Enn einu sinni kasta ég
línunni út í þungstreymið, ekki langt,
kanski fimmtán, tuttugu metra. Um leið
og öngullinn snertir vatn, skellur lásinn
á hjólinu, Oig ég gríp vinstri hendi í lín-
una og dreg af henni slakann. að öngull-
inn festist ekki í botni. Þetta gengur, nú
svifar línan mjúklega niður og í átt til
iands. En ekki lengi, þarna stanzar hún
allt í einu, eitthvað kemur við agnið, ég
greini kippóttan titring, og þarna er það
kyrrt, svona tólf metra úti, æ, líklega er
það fast í botni. Eg lyfti stönginni,
strengi línuna, fastar — fastar, þangað til
bjúglína stangarinnar myndar einn
fjórða úr hring. Þá finn ég enn þennan
ókennilega létta kippótta titring, sem ég
kannast ekki alminlega við, hvorki frá
botnfestum né fiski, og ég þyngi átakið
að mun. Eg stari á stangaroddinn, sem
nú horfir í vatnið, og þetta verður undar-
legra og undarlegra, stangaroddurinn
hreyfist hóglega upp og niður — upp og
niður, það er eins og öngullinn sitji fast-
ur í stóru ósýnilegu brjósti, sem andi
djúpt og reglulega þarna undir straum-
breiðunni. Dularfullt! Það er ekki laust
við að beygur hríslist um hold mitt og
blóð, því að þetta er ekki dauður ár-
botninn, þetta er lifandi brjóst niðri í
vatninu, og það andar þungt og mótt
eins og ég og titrar svolítið.
Nei, bíðum við, nú breytist þetta allt:
þetta er fiskur — þetta er fiskur, hann
tekur heiftarlegan hliðarkipp núna, rýk-
ur af stað upp í strauminn, dregur á
eftir sér ólgandi röst, þarna fer hann —
og stekkur upp allt í einu, hreinsar sig.
„Fiskurinn mikli, loksins!" kalla ég og
kanna í skyndi hvort stillingin á hjólinu
sé mátuleg, hún er það: Stíf, en ekki föst.
Þetta verða átök, ég hef aldrei séð jafn-
stóran fisk — aldrei. Hann hefur stanzað
fáein andartök á mótum lygnu og
straums, ég geri ekki annað en bíða
átekta, tvíhendi stöngina reista í sveig,
þetta er gott verkfæri, stöngin mín, og
ég þekki hana vel, taugakerfi mitt og hún
hafa mörgum sinnurn runnið saman í
eitt.
Þetta var hlé, en það er á enda núna,
og það varð ekkert hlé meir upp frá því:
í lotunni sem á eftir fór, endalaust langri
og örstuttri í senn, var þessi leikur út-
ALLT FYRIR VEIÐIMENNI
VIÐ dyrnar á sportvörubúð einni hafði, eigand-
inn fest upp skilti, sem á stóð: Allt fyrir veiðimenn!
Viðskiptavinur kom inn í búðina og spurði: „Get
ég fengið eitt eintak af Biblíunni?"
Afgreiðslumaðurinn glápti á hann undrandi og
svaraði: „Þetta er verzlun með alit fyrir veiðimenn,
eins og þér sjáið á skiltinu".
„Veit ég það," svaraði viðskiptavinurinn. „En
mega þeir alls ekki lesa Biblíuna?"
Veiðimaðurinn
7