Veiðimaðurinn - 01.09.1963, Blaðsíða 29

Veiðimaðurinn - 01.09.1963, Blaðsíða 29
þess að árangurs megi vænta, og síðast en ekki sízt eignast maður í þessum hópi góða vini og félaga, sem aldrei þreytast á að sitja og spjalla — stundum yfir glasi af góðu víni — um ævintýrin, enda er umræðuefnið óþrjótandi." Lávarðurinn heldur því fram, að stangveiðin sé það útisport, sem bezt henti blindum mönnum og þeim reynist auðveldast að komast upp á lag með. Hann livetur því veiðifélög og einstak- linga, sem ráða yfir veiðisvæðum, að leggja þeim blindu lið og greiða fvrir þeim eftir mætti. í viðtali í brezka útvarpinu, snemma á þessu ári, lagði hann til að stangveiðifélögin veittu blindum mönnurn inngöngu endur- gjaldslaust og ókeypis veiðidaga, eftir því sem fært þætti. Við íslendingar höfum, sem betur fer, ekki þurft, og þurfum vonandi aldrei, að senda æskumenn okkar út á vígvöll blóðugra styrjalda, en við ættum samt að geta gert okkur í hugarlund, hve hörmu- legt það er, þegar fjöldi manna kenrur heim úr hildarleiknum með ævilöng örkuml. Það er vandamál að finna leiðir til þess að létta þeirn lífsbyrðina, en skyldur þjóðfélagsins við þá eru miklar, svo miklu hafa þeir fórnað því. Eg hef einhvers staðar séð þess getið, hve margir menn úr brezka hernum misstu sjónina í síðustu heimsstyrjöld. Tölunni hef ég gleymt, en ég man að mér þótti hún há og hafði þó jafnframt í huga hlutfallið milli mannfjölda Is- lands og Bretlands. Þarna var einungis talað um þá, sem höfðu misst sjónina í stríðinu, en svo eru auðvitað margir, þar eins og hér, sem eru blindir af öðr- um ástæðum. Allt þetta fólk á siðferði- lega kröfu á hendur þeim, sem sjónina hafa, um samúð og aðstoð í myrkrinu. — Hugsanlegt er að einhverjir blindir menn hér á landi, sem eru fullfrískir að öðru leyti, vildu prófa að veiða á stöng. Þá ætti ekki að standa á okkur, sem sjá- andi erum, að veita þeim þá aðstoð, sem við gætum. Fraser lávarði hefur orðið mikið ágengt í þessu áhugamáli sínu, bæði að því leyti, að margir blindir menn hafa farið að veiða og aðstoð hefur verið boð- in fram frá félögum víða um landið. Eins og sagt var í upphafi kunna ýms- ir að vera vantrúaðir á, að blindir menn geti iðkað stangveiði. En Fraser lávarður er sjálfur nærtækasta og bezta sönnunin fyrir því, að þeir geta það. í þeim heim- ildum, sem stuðst er við hér, er þess ekki getið, hvort hann hafi kunnað eitt- hvað til veiða áður en hann varð blind- ur, en vel gæti svo verið, því að mjög margir enskir aðalsmenn hafa verið stangveiðimenn og haft umráð yfir góð- um veiðiám. Raunar var það svo, a. m. k. fram að heimsstyrjöldinni síðari, að lax- veiðin var einkum sport aðalsins og hann réði yfir flestum beztu veiðiánum. Það er vitað, að hjá mörgum, sem hafa misst sjónina — ef til vill öllum, þótt í mismundi mæli sé — skerpast önnur skilningarvit að sama skapi. Þjóðhaga- smiðurinn landskunni, Þórður Jónsson á Mófellsstöðum í Borgarfirði, segir t. d. í bókinni Góðnm stundum: „En einmitt vegna þess að ég fæ aldrei tækifæri til þess að sjá eða skoða, heldur verð í þess stað annaðhvort að þreyfa eða heyra, þá hefur heyrn mín og næmi þró- Veiðimaðuiunn 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.