Veiðimaðurinn - 01.09.1963, Side 31

Veiðimaðurinn - 01.09.1963, Side 31
Sannleikurinn og skáld~ skapurinn um laxinn. HÖFUNDUR þessarar greinar, Kenneth Daw- son, hefur áður verið kynntur hér í Veiðimann- inum. Hann hefur ritað, mikið um veiðimál og er mjög kunnur veiðimaður í heimalandi sínu, Englandi. Hann nefnir greinina: Salmon — fact and fiction. Flann hefur ekki mikið álit á sumum niðurstöðunum, sem menn hafa komizt að um líf og háttu laxins, enda eru sumar hugmyndirnar, sem fram hafa komið um það efni, vægast sagt einkennilegar. Hann vill öðrum þræði fara varlega í fullyrðingar, en herðir þó nokkuð á, þegar líður á greinina, og slær ýmsti föstu. Hann skrifar skemmtilega, yfir máli hans er hressandi blær, hvernig sem til hefur tekizt með þýðinguna. Greinin var upphaflega birt í ritinu Trout and Samon, i apríl 1960. — Ritstj. UM enga skepnu hefur verið eins mikið ritað og laxinn. Þegar Rómveriar sáu hann fyrst, annaðhvort í Rín eða ám á Englandi, gáfu þeir lionum nafnið salmo, sem þýðir stökkvari. Allt frá því að bókin Treatyse of Fysshynge wyth an Angle kom út, árið 1496, og þangað til í fyrra að Richard Waddington, J. W. Jones o. fl. sendu frá sér síðustu bæk- urnar, hefur aragrúi af bókum og blaða- greinum verið skrifaður um líf og háttu laxins og aðferðir til þess að veiða þenn- an glæsilega höfðingja fiskanna, sem um aldirnar hefur hrifið menn með fegurð sinni, sportþrótti og matgæðum. Wynkyn segir í „Treatyse": „Laxinn ber af öllum öðrum fiskum, sem hægt er að veiða í ósöltu vatni“. — En þrátt fyrir þetta allt ríkir enn í dag um hann meiri fáfræði og fleiri rangar hugmyndir en flestar aðrar tegundir, jafnvel með- al þeirra, sem veiða hann að staðaldri. Jafnvel uppruni hans er enn deiluefni. Sumir vísindamenn telja að hann hafi upphaflega átt heimkynni eingcmgu í fersku vatni, en svo síðar farið að ganga í sjó. Aðrir halda því fram, að hann hafi fyrst lifað einvörðungu í sjó. Árið 1939 lýsti Tchernavin yfir fylgi sínu við fyrri kenninguna og studdi þá skoðun með eftirfarandi rökum: 1. Gervifrjóvgun á hrognum heppn- ast ekki í sjó. 2. Ný útklakin seiði geta ekki lifað í sjó. 3. Eðlisþyngd hrognsins er minni en sjávar, og því mundi það fljóta upp, ef fiskurinn hringdi í sjó. Þessi rök og ýmis önnur, sem hann færði fram, virtust býsna þung á metun- um, en síðar hefur sannast, að ein tegund Kyrrahafslaxins, bleiklaxinn (hnúðlax- inn), getur hrygnt í árósum, þar sem vatnið er blandað sjó. Nú virðast sérfræð- ingarnir skiptast í tvo flokka. W. L. Calderwood sagði 1930, í bók sinni Salmon and Seatrout: „Vér verðum að telja að lax og silungur séu upprunnir í sjó," — en hann rökstyður þetta ekki Veidimaburinn 21

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.