Veiðimaðurinn - 01.09.1963, Side 35

Veiðimaðurinn - 01.09.1963, Side 35
ZYGMUNT LITYNSKI; Steinbítsgöngur og jarðskjálftar í Japan. TORFUR risasteinbíts á sveimi! — Hin- ar slæmu fréttir berast hægt frá Tokyo og Yokohama, þar sem krökkt er af örlitlum, hrófatildurslegum smáhúsum, sem í býr óttaslegið fólk, út um allt Kwantohérað, hjarta hættusvæðisins í Japan. Fréttirnar eru vissulega slæmar, því allir í Japan vita, að hafi æsing gripið Namazu, hin risavaxna, goðsagna- kennda steinbít, heldur hann áfram að sprikla og stökkva í neðansjávarbústöð- um sínum, þangað til hann færir hina veiku undirstöðu eyjanna úr skorðum. Og þá dynja ógnirnar yfir. Jörðin skelfur, klettar molna, hús hrynja, heilar borgir sópast í sjó út af risavöxnum flóð- bylgjum, og fólk deyr þúsundum saman, þegar einn hinna tíðu jarðskjálfta hrellir Japanseyjar. Hin uggvænlegu varnaðarorð alþýðu- manna eru í þetta skipti studd af áliti Hiromitsu Mukohira, hins „Mikla Vitra Manns“, sem spáði fyrir hinum hrylli- legu jarðskjálftum árið 1923 með margra mánaða fyrirvara, en þá eyðilagðist öll borgin Yokohama og einnig Tokyo að mestu leyti, og á annað hundrað þúsund manns lézt í hamförunum. OG AKURHÆNSNI OG FROSKAR. Hið skrýtna er, að japanskir dýrafræð- ingar álíta ekki sögurnai um steinbítinn vera byggðar á hjátrú einni saman. Þeir álíta, að dýr kunni að liafa ofnæmi gagn- vart einlrverjum fyrirbrigðum í jarð- skorpunni, ef til vill aukningu jarðraf- straums, sem er undanfari jarðskjálfta. Samkvæmt áliti sumra japanskra dýra- fræðinga hafa verið færðar sönnur á ókyrrð japanska steinbítsins rétt á undan jarðskjálftum. Aðrir halda því fram, að slíkt megi greina í ríkari mæli í hegðun annars dýrs. Það er japanska akurhænan, sem þeir álíta, að finni fyrir hin- um minnsta titringi á fyrstu stigum jarð- skjálftahræringa og reki þá upp garg í ótta sínum. í mótsetningu við akur- hænsni eru froskar álitnir tilkynna, með skyndilegri þögn sinni, að jarðskjálfti sé í nánd. Japönsk yfirvöld virðast taka þessum aðvörunum af alvöru, hvað sem segja má um hæfni hinna ýmsu dýra til þess að spá fyrir um jarðskjálfta. Mikið átak er nú gert til þess að endurbæta slökkviút- búnað í borgunum, vegna þess að reynsl- an sýnir, að eldsvoðarnir valda mestum skemmdum og líftjóni, þegar litlu húsin úr bambus og pappír byrja að fuðra upp og hrynja. Árið 1923 geisaði ægilegt stjórnlaust eldhaf í þrjá sólarhringa í Tokyo, og nú Veibimaðurinn 25

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.