Veiðimaðurinn - 01.09.1963, Blaðsíða 40

Veiðimaðurinn - 01.09.1963, Blaðsíða 40
þurft að vanda mig mikið til þess að hann lægi í veiðipokanum mínum inn- an lítillar stundar. Stöngin sveiflaðist aftur á bak og á- fram; ég lengdi meira og meira í lín- unni — hjartað í mér sló hraðar og hrað- ar — Nú hlaut eitthvað að ske. Skyndilegur sársauki í vinstra eyr- anu færði mér heim sannin um það, að flugan hefði ekki hafnað þar, sem henni var ætlað! Að minnsta kosti sáust þess engin merki á vatnsfletinum, að hún hefði snert liann, og óhljóðið sem ég rak upp, skar úr um, að það var ekki frá heimi fiskanna komið! Fullkomið kast! Og enn tók stöngin að sveiflast með ofsa hraða gegnum loftið, ég lengdi kastið meira og meira, og hjartsláttur- inn örvaðist að sarna skapi. F.n í þetta sinn heppnaðist kastið! Enginn buslu- gangur! Ég starði á vatnsflötinn, til þess að reyna að sjá Iivar flugan kæmi nið- ur, og átti þess von á hverju andartaki að sjá silfurglampann af fiskinum um leið og hann fengi sér ,,morgunverð- inn“! En því miður — það gerðist ekkert. Ég sá hvorki ti! fisks né flugu! Fiskurinn var nógu skynsamur til þess, að láta girnisspottann ekki blekkja sig, en flug- an virtist af einhverjum ástæðum halda að hún væri eftirsóknarvert eyrnadjásn. — Það var þá ekki sviti, sem rann niður hálsinn á mér áðan! Enn reyndi ég fjölda hnúta, þegar ég hafði framkvæmt frámunalega klaufa- lega og sóðalega skurðaðgerð, með til- heyrandi bölvi og ragni, sem jafnvel golf- feikari hefði mátt öfunda mig af. Og einhvern veginn tókst mér að hnýta fluguna tryggilega á aftur. Aldrei í sögu stangveiðinnar hefur nokkur fluga þráast eins við að fara í vatn! í þetta sinn kom hún sér fyrir í trjágrein hinum megin við ána, oghvern- ig sem ég togaði í, var engin leið að losa hana. Hvað á veiðimaður að gera þegar svona kemur fyrir? Um það atriði og önnur svipuð þegja allar kennslubækur rækilega. Á hann að gera það sem hon- um er næst skapi, þ.e. að slíta girni og línu og jafnvel mölva stöngina — eða á hann að látast vera salla rólegur, vaða gætilega yfir ána, losa öngulinn og halda svo áfram að kasta, eins og ekkert liafi komið fyrir? Það var vafalaust veiðimannslegra að velja síðari kostinn, og svo langaði mig til að ganga úr skugga um hvort veiði- stígvélin mín væru eins vatnsheld og þau voru óþægileg. Eg stingst á hausinn. Ég skildi stöngina eftir á bakkanum og óð gætilega út í miðjan straum. Hann 30 Veiðimaðurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.