Veiðimaðurinn - 01.09.1963, Blaðsíða 43

Veiðimaðurinn - 01.09.1963, Blaðsíða 43
ið á staðnum nema nokkrar sekúndur í einu, en lægi skipið hinsvegar með straumnum var hægt að renna góða stund áður en bátinn ræki frá. Þau hófu tilraunir sínar þegar straum- aðstæður voru beztar, og það leið ekki á löngu unz þau höfðu gengið úr skugga um að flakið lá með straumnum, eins og bezt hentaði fyrir þau. Einnig kom strax í ljós, að án teljandi erfiðleika var hægt að láta reka alla skipslengdina; en svo kom nýtt athugunarefni til sögunnar, þegar þau uppgötvuðu, að sú hliðin, sem tundurskeytið hafði hitt, sneri upp og þar var gífurlega stórt gat eða sprunga langt inn í iður skipsins. Hjónin gengu nú úr skugga um að fréttasenditækin væru í lagi og hófu svo veiðarnar; og þau þurftu ekki að bíða lengi eftir því að bitið væri á agnið. I þessari fyrstu ferð veiddu þau svo ótrú- leg ósköp af löngu, að því meti verður sennilega aldrei hnekkt. Mest veiddist í rifunni á flakinu, og er engu líkara en að langan leiti þarna niður í hlé undan straumnum. Eg spurði Michael nokkuð um aðferð- ina og tækin, sem notuð eru við þessar djúpveiðar, og hann sagði mér m.a. að alltaf væru notaðir tveir önglar, því að jafnskjótt og beitan kæmi niður væri hún tekin; og þar eð alltaf mætti búast við að smátittur gæti álpast á agnið, væri annað en gaman að þurfa að draga inn 300 feta línu fyrir slíka veiði. Væru önglarnir hins vegar tveir, kæmi æði oft vænn fiskur á annan þeirra. Síðar sama ár, þegar þau fóru til veiða í flakinu, gerðu þau nýja uppgötvun. í stað þess að beitan hafði áður sokkið hindrunarlaust til botns, stöðvaðist hún nú á þéttri ufsatorfu fyrir ofan flakið. Þar greip hana alltaf ufsi, og voru þeir flestir um 14 pund að þyngd. Michael reyndi ýmsar aðferðir til þess að komast gegnum ufsalagið og fann að síðustu það ráð, að setja tveggja punda sökku á lín- una og renna henni niður á torfuna. Þannig komst beitan í gegn og niður þangað sem stóru löngurnar biðu henn- ar. Eitt af því athyglisverðasta, sem í ljós kom, var ef til vill það, að hver fisk- tegund var út af fyrir sig í flakinu. Á einum staðnum var t. d. ekkert nema þorskur, sumir mjög stórir, en á öðrum stað eintómur karpi og magnið gífurlegt. Lýrinn liélt sig meðfram flakinu, en fór Frú Barrington-Martin með 15 punda lýr. Vf.iðimaðurinn 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.