Veiðimaðurinn - 01.09.1963, Síða 50

Veiðimaðurinn - 01.09.1963, Síða 50
Sitt ai hverju tagi. HJÁ því gtur varla farið, að ýmislegt athyglis- vert beri fyrir augu og eyru þeirra, sem ganga á vit náttúrunnar og eiga þar kyrrlátar stundir. Þeim tilmælum hefur stundum verið beint til lesenda Veiðimannsins, að þeir sendu ritinu stutt- ar frásagnir af slíku tagi. Þær þurfa alls ekki að fjalia urn fiskana einvörðungu, heldur allt, sem fyrir ber og frásagnarvert gæti talizt um lífið úti í náttúrunni. Sem sýnishorn af því, sem við er átt, skulu birtar hér tvær stuttar frásagnir úr norska tímaritinu „Vi menn“, en það helgar eina opnu í hverju blaði þessháttar efni. Ritstj. Refurinn og lömbin. SVO sem kunnugt er þykir refum lambakjöt gott, og því halda þeir sig mjög í nálægð sauðfjárins á vorin. í því sambandi minnizt ég atviks, sem móðir mín sagði mér frá: Það var eitt vorið, að hún átti að líta eftir lambánum. Þegar hún var komin langleiðina til þeirra, tók hún eftir því, að eitthvað einkennilegt var á seyði. Ærn- ar æddu fram og aftur um hagann, en tóku ekki á rás burtu. Þegar móðir mín kom nær, sá hún hvers kyns var. Tófa var í miðjum fjárhópnum. Hún lá á bak- inu, baðaði út öllum öngum og velti sér eins og hún væri í leik. Lömbin voru ákaflega forvitin og reyndu að komast sem næst tófunni, til að sjá kúnstir henn- ar betur; en ærnar bægðu þeim alltaf frá. En rebbi vildi ekki gefast upp og hélt leiknum áfram. Hann vonaðizt auðsjáanlega til þess, að eitthvert lambið kæmi svo nærri honum, að hann gæti hremmt það, áður en móðirin kæmi vörnum við. En nú gekk móðir mín inn í hópinn, og þá sá skolli sitt óvænna og flýði inn í skóginn. B. K. Bodö. Fuglar segja frá slysi. SÚ trú var til áður fyrr hér á Islandi og víða um heim, að sumir menn skildu „mál“ fugla og dýra. Hér er ein norsk saga um það: Þeir menn eru til, sem skilja mál dýr- anna. Meðan samband okkar við náttúr- una var nánara en nú er orðið, var þetta miklu algengara. Eg man alltaf eftir atviki, sem ég sjálfur var vitni að fyrir mörgum árum: Gamall maður, Páll Johnsen að nafni, sat dag einn í dyrunum á hjallinum sín- um og bætti net. Mér varð gengið þarna framhjá og gaf mig á tal við gamla mann- inn. Uppi á þakinu sátu nokkrar krákur og görguðu svo mikið, að þær ætluðu allt að æra. „Það eru meiri lætin í þessum ólukkufuglum," sagði ég. Páll gamli stóð upp, lagði höndina við eyrað og hlustaði. Hann var orðinn dálít- ið heyrnarsljór. „Já“, sagði hann. „Þær eru að segja mér frá því, að bróðir minn hafi farizt við Lofoten." Svo gekk hann inn. Nokkrum dögum síðar kom kirkju- vörðurinn til gamla mannsins og tilkynnti honum, að bróðir hans hefði drukknað við Ure. O.F.H. Bodö. 40 Veiðimaðurinn

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.