Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.2022, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.09.2022, Blaðsíða 12
388 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 R A N N S Ó K N with TAXUS and Cardiac Surgery) skori, sem byggir á niðurstöðu kransæðamyndatöku. Því hærra sem SYNTAX-skor er, því út- breiddari og alvarlegri er kransæðasjúkdómurinn.6 Hjáveituaðgerð hefur lengi verið talin árangursríkasta með- ferðin fyrir sjúklinga með höfuðstofnsþrengingu en tæknifram- farir síðustu ára hafa aukið færni og árangur af kransæðavíkkun- um og getur hann verið sambærilegur og við hjáveituaðgerð hjá sjúklingum með flókinn kransæðasjúkdóm eins og höfuðstofns- þrengingu þegar vel tekst til og góðri tækni er beitt.7 Niðurstöður nýlegra rannsókna á sjúklingum með flókinn kransæðasjúkdóm sýna í grófum dráttum að samanborið við hjáveituaðgerð hefur víkkun svipaða dánartíðni og svipaða tíðni bráðs hjartadreps en lægri tíðni heilablóðfalls og hærri tíðni endurvíkkana. Horfur sjúklinga með höfuðstofnsþrengingu, þar sem flóknar þrengingar eru ekki til staðar, virðast sambærilegar eftir víkkun og hjáveituaðgerð. Hjáveituaðgerð er þó betri kostur fyrir sjúklinga með flókna höfuðstofnsþrengingu og útbreiddan sjúkdóm.8-13 Í kjölfar þessara rannsókna gaf Evrópska hjartasjúk- dómafélagið (European Society of Cardiology, ESC) út nýjar alþjóð- legar klínískar leiðbeiningar árið 2018 um meðferð höfuðstofns- þrenginga þar sem víkkun var talin jafngild hjáveituaðgerð hjá sjúklingum með SYNTAX undir 22. Fyrir sjúklinga með höfuð- stofnsþrengingu með SYNTAX-skor hærra en 22, er hjáveituað- gerð hins vegar enn ráðlögð meðferð.4 Þó ætti að meta meðferðar- kosti út frá áhættu og ávinningi hvers sjúklings. Bera þarf saman ávinning með tilliti til lífsgæða og lifunar með hliðsjón af almennu heilsufari sjúklings, einkum aldri og hrumleika, auk fyrri sögu um kransæðasjúkdóm, hjartabilun, hjartsláttaróreglu, heilaáfall, skerta nýrnastarfsemi, sykursýki og fleira.4 Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvernig meðferð við höfuðstofnsþrengingu var háttað á Íslandi síðastliðin ár og hvort hún hafi breyst. Loks voru könnuð áhrif bakgrunnsþátta á meðferðarval og langtímalifun sjúklinga. Efniviður og aðferðir Leyfi vísindasiðanefndar (19-183-V1) og vísindarannsóknarnefnd- ar Landspítala lágu fyrir áður en rannsóknin hófst. Rannsókn- in er afturskyggn og lýðgrunduð og náði til allra sjúklinga sem greindust með marktæka höfuðstofnsþrengingu á Íslandi frá 1. janúar 2010 til 31. desember 2020 og höfðu ekki fyrri sögu um kransæðahjáveituaðgerð eða aðra frábendingu fyrir skurðaðgerð. Sjúklingar voru fundnir með leit í Sænska kransæðamynda- töku- og kransæðaþræðingar-gagnagrunninum (Swedish Coronary Angiography and Angioplasty Registry, SCAAR), sem er hluti af SWEDEHEART-gagnagrunninum og Ísland er hluti af. Í hann eru skráðir í rauntíma bakgrunnsþættir og aðgerðatengdir þættir allra sjúklinga sem fara í kransæðamyndatöku í Svíþjóð og á Íslandi.14,15 Tafla I. Bakgrunnsþættir sjúklinga. Fjöldi (%) eða meðaltal ± staðalfrávik. PCI (195) CABG (460) Lyfjameðferð (47) p-gildi Aldur 69,2 ± 12,0 69,7 ± 9,2 76,0 ± 11,3 <0,001 Kvenkyn 48 (24,6) 86 (18,7) 13 (27,7) 0,118 Líkamsþyngdarstuðulla [kg/m2] 27,8 ± 4,4 27,9 ± 4,5 27,1 ± 3,6 0,565 Sykursykib 33 (17,1) 89 (19,5) 8 (17,4) 0,756 Insúlínc 14 (43,8) 24 (27,3) 4 (50,0) 0,133 Reykingard 39 (21,4) 77 (17,0) 5 (10,9) 0,471 Skert nýrnastarfsemie 53 (31,5) 105 (24,1) 22 (50,0) 0,001 Saga um fyrra PCI 45 (23,1) 66 (14,3) 11 (23,4) 0,014 Meðhöndlaður háþrýstingurf 119 (63,0) 299 (65,9) 37 (84,1) 0,027 Blóðfitulækkandi lyfg 113 (59,5) 302 (67,1) 27 (58,7) 0,128 Saga um fyrra hjartadreph 30 (16,6) 72 (16,4) 13 (28,3) 0,125 Hjartabilunarlosti 21 (12,1) 9 (2,5) 0 (0,0) <0,001 Stöðug hjartaöng 62 (31,8) 161 (35,0) 13 (27,7) <0,001 NSTEMI/óstöðug hjartaöng 77 (39,5) 228 (49,6) 23 (48,9) <0,001 STEMI 47 (24,1) 20 (4,3) 3 (6,4) <0,001 Þekktur hjartalokusjúkdómur 2 (1,0) 27 (5,9) 3 (6,4) <0,001 PCI=kransæðavíkkun (Percutaneous coronary intervention); CABG=kransæðahjáveituaðgerð (Coronary artery bypass grafting). aUpplýsingar um líkamsþyngdarstuðul vantaði hjá 11 sjúklingum. bUpplýsingar um sykursýki vantaði hjá 6 sjúklingum. cHjá sjúklingum með sykursýki vantaði upplýsingar um notkun insúlíns hjá tveimur sjúklingum. dUpplýsingar um reykingar vantaði hjá 21 sjúklingi. eSkert nýrnastarfsemi var skilgreind sem kreatínínhreinsun<60 mL/mín. Upplýsingar um skerta nýrnastarfsemi vantaði hjá 54 sjúklingum. fUpplýsingar um meðhöndlaðan háþrýsting vantaði hjá 15 sjúklingum. gUpplýsingar um notkun blóðfitulækkandi lyfja vantaði hjá 16 sjúklingum. hFyrri saga um brátt hjartadrep vantaði hjá 37 sjúklingum. iHjartabilunarlost var skráð sem Killip-hjartabilunarflokkur 4, upplýsingar um Killip-flokkun vantaði hjá 135 sjúklingum.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.