Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.2022, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 01.09.2022, Blaðsíða 21
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 397 R A N N S Ó K N Tilskilin leyfi voru fengin hjá vísindasiðanefnd (VSN-18-192), framkvæmdastjóra lækninga Landspítala (tilvísunarnúmer 298- 16) og hjá Krabbameinsskrá Íslands áður en rannsókn hófst. Niðurstöður Þýði Rannsóknarhópurinn samanstóð í upphafi af 73 sjúklingum með frumæxli í lifur, 25 sjúklingum með krabbamein í gallgöngum innan lifrar, 13 sjúklingum með gallblöðrukrabbamein og 264 sjúklingum með meinvörp í lifur (mynd 1 og 2). Þrír sjúklingar uppfylltu ekki viðmið rannsóknarhópsins og voru því ekki teknir með í rannsóknina. Einn var með lifrar kím- æxli (hepatoblastoma), annar var eingöngu með skráða greiningu á dánarvottorði, án rannsóknarniðurstaðna sem studdu greiningu og sá þriðji með paraganglioma í gallblöðru (mynd 1 og 2). Af þeim 65 sem greindust með lifrarfrumukrabbamein fóru 15 (23%) í skurðaðgerð á lifur. Alls voru 15 sem greindust með gall- vegakrabbamein innan lifrar, þar af fóru 4 (27%) í aðgerð. Enn fremur greindust 12 með gallblöðrukrabbamein, af þeim fóru 5 (42%) í aðgerð. Þannig að ef allur hópurinn er tekinn saman, af þeim voru 108 sem greindust með frumæxli í lifur, gallgöngum innan lifrar eða gallblöðru og uppfylltu skilyrði rannsóknarinnar, fóru 24 (22%) í skurðaðgerð á lifur, þar af voru 15 (63%) með lifrar- frumukrabbamein. Einnig fóru 38 af 264 (14%) þeirra sjúklinga sem greindust með meinvörp í lifur í skurðaðgerð í læknandi tilgangi og voru því skoðaðir sérstaklega (mynd 1). Af þeim var 31 með meinvörp af völdum ristil- eða endaþarmskrabbameins. Fleiri karlar, eða 61% á móti 39% kvenna, greindust með of- antalda sjúkdóma. Miðgildi aldurs við greiningu var 70 ára en bil- ið var 18-91 árs (tafla I). Af þeim 65 sem greindust með lifrarfrumukrabbamein voru 34 (52,3%) með skorpulifur. Skurðaðgerðir Alls voru 68 lifrarskurðaðgerðir framkvæmdar á Íslandi á tímabil- Mynd 2. Fjöldi sjúklinga sem greindust með krabbamein í gallvegum og gall- blöðru á Íslandi á árunum 2013-2017, flæðiritið sýnir hversu margir fóru í aðgerð. Tafla I. Miðgildi aldurs og kynjahlutfall sjúklinga sem greindust með frumæxli eða meinvörp í lifur og krabbamein í gallgöngum eða gallblöðru á árunum 2013-2017 á Íslandi. Fjöldi (%). Staðsetning Lifur Gallgangakerfi Frumæxli n=71 Meinvörp n=264 Gallgangakrabbamein n=25 Gallblöðrukrabbamein n=12 Kyn Kona 18 (25,4) 143 (54,2) 14 (56) 8 (66,7) Karl 53 (74,6) 121 (45,8) 11 (44) 4 (33,3) Aldur við greiningu Miðgildi [Lággildi, Hágildi] 72 [45, 88] 66 [26, 94] 73 [44, 89] 76,5 [53, 91]

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.