Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.2022, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 01.09.2022, Blaðsíða 29
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 405 Y F I R L I T S G R E I N fagaðila í 5-8 klukkustundir eftir gjöf lyfsins. Rannsakendur við Johns Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum hafa tekið mikilvæg skref í rannsóknum á þessari meðferð á síðustu árum og var þar stofnuð sérstök rannsóknareining árið 2019 til að sinna þessum rannsóknum. Svipuð skref hafa verið stigin í Kings College við South -London and Maudsley NHS Trust á síðustu árum.21,22 Ný- birt grein frá rannsóknarhópnum við Johns Hopkins-háskólann, þar sem 27 einstaklingum með langvinnt þunglyndi var fylgt eftir, sýndi enn marktæk áhrif meðferðar þegar 12 mánuðir voru liðnir, en 75% voru þá með að minnsta kosti helmings minnkun einkenna og 58% voru í fullum bata.23 Psilocybin-meðferð ásamt samhliða stuðningi fagaðila í meðferð þunglyndis telst þó enn á rannsóknarstigi en ljóst er að talsverðar væntingar eru gerðar til hennar út frá þeim gögnum sem þegar liggja fyrir og verða rakin í þessari yfirlitsgrein. Saga psilocybin-notkunar Psilocybin er hugbreytandi efni sem finna má í svokölluðum of- skynjunarsveppum. Til eru heimildir um notkun ofskynjunar- sveppa í helgisiðum í Mexíkó fyrir um 3000 árum og þeir hafa víða verið notaðir sem skynbreytandi og hugvíkkandi vímu- efni.24,25 Áhugi á ofskynjunarsveppum jókst mjög um miðja síðustu öld og voru þeir formlega kynntir til sögunnar í vestrænum ríkj- um sem möguleg meðferð við geðröskunum af Robert Wasson árið 1957. Roger Heim var síðan sá sem einangraði psilocybin úr svepp- um árið 1958 og hóf framleiðslu þess sjálfur ári síðar.26 Í kjölfarið voru gerðar ýmsar rannsóknir á áhrifum psilocybins á geðraskan- ir.27 Á sama tíma jókst notkun ofskynjunarsveppa sem vímugjafa þar til ákveðið var að sporna gegn því með því að flokka þá sem fíkniefni, „Schedule I drug“, árið 1970 í Bandaríkjunum.28 Í kjölfar- ið var fjöldi rannsókna á áhrifum psilocybins á menn stöðvaður og áhugi á því dvínaði. Í lok síðustu aldar vaknaði aftur áhugi á að rannsaka það betur í tengslum við meðferð geðraskana á borð við þunglyndi, kvíða, áráttu- og þráhyggjuröskun og áfengis- og nikótínfíkn.29-31 Efnafræði og lyfjaform Psilocybin hefur efnaformúluna (O-phosphoryl-4-hydroxy -N,N- dimethyltryptamine) og flokkast undir tryptamín-ofskynjunar efni. Það er brotið niður í psilocin (4-hydroxy-N,N-dimethyltryptamine) sem er virka efnið og er það einnig að finna í ofskynjunarsveppum. Efnabygging þessara efna líkist amínósýrunni tryptófan og eru þau bæði skyld serótóníni.32,33 Psilocybin og psilocin á hreinu formi eru hvítt duft við stofuhita en psilocybin má leysa upp í vatni. Bæði efnin eru óstöðug í birtu og mesti stöðugleikinn fæst við lágt hita- stig og í rökkri.34 Við töku psilocybins dreifist psilocin um allan líkamann, meðal annars til heilans, og skilst út að fullu innan 24 klukkustunda, mest fyrstu 8 tímana. Áhrif þess koma fram um 30 mínútum eftir inntöku og vara yfirleitt skemur en 6 klukkustundir en tímalengdin er þó háð skammti.25 Styrkur þess mælist hæstur í nýberki (neocortex), dreka (hippocampus), utanstrýtuhreyfikerfi (extrapyramidal motor system) og dreif (reticular formation).35 Verkunarmáti Líkt og með ýmis lyf sem verka á miðtaugakerfið er ekki að fullu vitað hver verkunarháttur psilocybins er. Vitað er að psilocybin binst 5-HT2A viðtökum sem eru víðs vegar í heilanum og eru ofskynjunaráhrifin talin stafa af virkjun þessara viðtaka.36 Psilocybin er einnig talið auka óbeint dópamínvirkni með auknu framboði serótóníns þar sem mikil tengsl eru milli serótónín- og dópamínkerfa.37 Haloperidol er dópamín-hemill og dregur úr virkni psilocybins, sem styður við þá tilgátu.38 Margar rannsóknir hafa einnig skoðað áhrif psilocybins á persónuleikaþætti á borð við kvíðahneigð (neuroticism) og samviskusemi (concientiousness) þar sem taka efnisins virðist draga úr neikvæðni og auka á hjálp- semi og sækni í félagslíf.39 Psilocybin eykur síðan virkjun möndl- ungs (amygdala) við örvun jákvæðra tilfinninga40 en dregur úr virkjun við örvun neikvæðra tilfinninga og þegar tilfinningagildi áreita er hlutlaust.41 Þannig virðist það auka á jákvæðar upplifanir einstaklinga.38 Allt gæti þetta átt þátt í virkni psilocybins í meðferð þunglyndis. Mynd 1. Psilocybin er einangrað úr tilteknum ættkvíslum sveppa. Hér má sjá eina slíka tegund sveppa. Mynd/Wikipedia. Mynd 2. Efnafræðileg gerð psilocybins. Mynd/pixabay.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.