Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.2022, Blaðsíða 43

Læknablaðið - 01.09.2022, Blaðsíða 43
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 419 og varð formaður þess. Hún settist í stjórn FAL um leið og hún útskrifaðist úr læknadeild fyrir tveimur árum. Ragnar var einnig formaður ungra lækna á sínum tíma, ritari og gjaldkeri. Hann hefur verið formaður Félags gigtarlækna frá því að hann kom heim úr sérnámi í Svíþjóð. Kjörin og aðbúnaðurinn eru ofarlega á lista baráttumála þessara ólíku félaga innan Læknafélags Íslands. Þórdís segir að FAL hafi ítrekað á síðustu árum þurft að berjast fyrir umsömdum réttindum. „Þau hafa víða verið brotin og tvö mál sem LÍ ætlar að höfða fyrir almennum dómstólum sem varðar kjarasamning lækna.“ Þá þurfi vinnuaðstaðan að styðja lækna í starfi og tryggja að þar sé hæfilegt álag. „Við verðum að sjá að okkur takist að sinna starfinu eins vel og við getum.“ Komið hafi bersýnilega í ljós í könnun Berglindar Bergmann fyrir félagið að al- mennum læknum líði ekki alltaf þannig. Bæta verði úr því. Ragnar segir fregnir um stöðu heilsugæslunnar einnig umhugsunarefni. Staðan þar eigi enn eftir að versna áður en hún batni. „Að sama skapi sjáum við að meðalaldur lækna hækkar ár frá ári. Það eru augljós teikn um að endurnýjunin er ekki næg,“ segir hann. Stofulæknar geti kennt „Það eru sóknarfæri. Það hefur til dæmis aldrei verið rætt við sjálfstætt starfandi lækna um að taka að sér kennslu. Það eru nú heldur betur tækifæri þar,“ segir hann. Vanda þurfi til verka. „Við þurfum að fjölga læknum en þó innan þeirra skyn- semismarka að við getum útskrifað færa lækna.“ Nýr forstjóri, nýr spítali að rísa, ný stjórn og nýr heilbrigðisráðherra. Nýir breyttir tímar? Þau fagna bæði. „En til- finningin og upplifunin er að breytingar hafi verið í deiglunni í áratugi,“ segir hún. „Aldrei nóg og í lok árs 2021 þarf spítalinn samt að draga saman. Erfitt er að skilja hvernig þetta gengur áfram endalaust. En ég er þó bjartsýn eins og Ragnar,“ segir hún og hann hnykkir á að á endanum verði verkin að tala og meira fjármagn að koma til. „Við erum 3-4% neðar miðað við verga landsframleiðslu en nágrannalönd okkar. Það eru um 100 milljarðar,“ fullyrðir hann. Ljóst sé nú þegar að nýi spítalinn mæti ekki þörfum þjóðarinnar: „Við þurfum strax 300 fleiri legupláss, 100 fleiri endurhæfingarrými, 5 elliheimili til viðbótar og að áttfalda heimaþjónustuna.“ Lausnin á vandanum felist í að hlusta á fagfólkið eins og gert var í COVID. „Við á gólfinu vitum hvað þarf að gera. Sjúklingarnir segja okkur hvaða vandamál eru fyrir hendi og við höfum menntun til að leysa það. Sóknarfærin eru alls staðar. Það er að sjá þau og hlusta eftir þeim.“ Ragnar Freyr Ingvarsson og Þórdís Þorkelsdóttir hafa tekið við keflunum í LR og FAL Formaður Félags almennra lækna Verðum að ryðja nýrri hindrun úr vegi Nýjar reglugerðarbreytingar í Svíþjóð og Noregi geta hugsanlega takmarkað tæki- færi íslenskra lækna til sérnáms þar ytra. Unnið verður að því af Félagi almennra lækna að svo verði ekki. Þetta segir Þórdís Þorkelsdóttir, nýr formaður félagsins. „Sem stendur er óljóst hvort kandídatsárið okkar verði metið sem fullt kandídatsár,“ segir hún. „Þetta er staða sem krefst þess að Embætti landlæknis og heilbrigðisráðuneytið aðstoði okkur við að leysa.“ Þetta komi upp í kjölfar breytingar hér sem gaf íslenskum læknanemum fullt lækningaleyfi eftir 6. ár. „Enn er þetta óljóst. Bæði hvað varðar þau sem kláruðu námið í miðjum breytingunum og eins þau sem kláruðu á undan. Vonast er til að þessar reglugerðarbreytingar tryggi að sérnámsgrunnur sem lokið er á Íslandi jafn- gildi því sem áður var. Við munum fá þetta á hreint með öllum ráðum.“ Þórdís segir annað mál brenna á FAL. Félagið sé sammála Steinunni Þórðar- dóttur formanni Læknafélagsins um að hér vanti skilgreiningar á hvað sé eðlileg mönnun lækna. „Þær eru nauðsynlegar svo við kiknum ekki undan álagi og svo hægt sé að standa vörð um námstækifærin í sérnáminu,“ segir hún. „Við megum ekki alltaf vera að sligast undan vinnuálagi og því þarf að skil- greina eðlilegt vinnuframlag læknis. Við verðum að fá skilgreindan tíma til náms svo við sitjum ekki eftir, jafnvel í einhverja klukkutíma eftir að vinnudegi lýkur, að vinna verk sem gafst ekki tími til að vinna yfir vinnudaginn vegna námsins.“

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.