Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.2022, Blaðsíða 27

Læknablaðið - 01.09.2022, Blaðsíða 27
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 403 Y F I R L I T S G R E I N Inngangur Tilgangur Á síðustu árum hefur ofskynjunarefnið psilocybin verið rannsak- að sem möguleg meðferð við ýmsum geðsjúkdómum, ekki síst þunglyndi.1,2 Niðurstöður rannsókna lofa góðu en þó skortir enn frekari rannsóknir til að sýna ótvírætt fram á virkni þess og ör- yggi til þess að það geti hlotið markaðsleyfi til notkunar í meðferð alvarlegs þunglyndis sem svarar illa núverandi meðferðarúrræð- um. COMPASS Pathways er fyrirtæki sem nýverið hefur lokið við fasa 2 rannsókn á COMP360, sem er meðferð sem samanstendur af psilocybini, fræðslu og stuðningi fagaðila. Sú rannsókn sýndi góða virkni og fáar aukaverkanir af meðferðinni og stefnt er að því að fjölþjóðleg fasa 3 rannsókn hefjist á þessu ári.2,3 Í þessari yfir- litsgrein verður farið yfir það helsta um psilocybin, efnabyggingu þess, mögulegan verkunarmáta og niðurstöður rannsókna á áhrif- um þess í meðferð þunglyndis. Siðferðileg álitaefni verða einnig reifuð. Aðferðir Leitað var að fræðigreinum á Pubmed, Web of Science og Google Scholar með leitarorðunum psilocybin, psilocybin & depression, psilocybin & adverse effects, psilocybin & ethics, psilocybin & mechanism of action í febrúar 2022 til að finna áreiðanlegar heimildir um psilocybin, meðferð þess við þunglyndi, aukaverkanir, verkunar- máta og ýmis siðferðileg álitamál. Við val á íhlutandi rannsóknum Árný Jóhannesdóttir1 læknir Engilbert Sigurðsson1,2 læknir 1Geðþjónustu Landspítala, 2læknadeild Háskóla Íslands. Fyrirspurnum svarar Engilbert Sigurðsson, engilbs@landspitali.is Á G R I P Psilocybin er ofskynjunarefni sem hefur undanfarin ár verið rannsakað sem möguleg meðferð við þunglyndi, einkum meðferðarþráu þunglyndi. Tilgangur greinarinnar er að fara yfir psilocybin og virkni þess í meðferð þunglyndis. Gerð var leit á PubMed, Web of Science og Google Scholar og farið yfir heimildir í birtum rannsóknar- og yfirlitsgreinum og á heimasíðu COMPASS Pathways. Psilocybin-meðferð er fólgin í gjöf 25 mg psilocybin-hylkis, oftast í eitt skipti, samhliða stuðningi fagaðila í 5-8 klukkustundir meðan skynvíkkandi áhrif vara. Algengar aukaverkanir eru höfuðverkur, ógleði, þreyta og svefnleysi. Nýleg safngreining sýndi marktækan árangur psilocybin-meðferðar hjá vissum hópum við þunglyndi. Nýbirt tvíblind, slembiröðuð rannsókn sýndi ekki marktækan mun á virkni psilocybins og SSRI-lyfsins escitalopram í meðferð þunglyndis. Í nýlokinni fasa 2 rannsókn COMPASS Pathways leiddi psilocybin-COMP360 meðferðin til svörunar og verulegs bata hjá um þriðjungi þátttakenda þegar í lok þriðju viku. Niðurstöður úr rannsóknum benda til þess að psilocybin dragi marktækt úr þunglyndiseinkennum og þolist almennt vel. Frekari rannsóknir munu leiða í ljós hvort psilocybin hljóti markaðsleyfi gegn meðferðarþráu þunglyndi á næstu árum. Brýn þörf er á nýjum meðferðarúrræðum fyrir þá sem svara ekki hefðbundinni þunglyndismeðferð. Notkun psilocybins við meðferðarþráu þunglyndi

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.