Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.2022, Blaðsíða 45

Læknablaðið - 01.09.2022, Blaðsíða 45
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 421 álagið fagnandi,“ segir hann. Matthías segir öllum ljóst að því betra sem starfs- umhverfið sé, því meiri séu afköstin. „Það er því mjög mikilvægt að minnka álagið og það er hægt með tækninni ásamt því að auka afköstin um leið.“ Fyrsta útgáfan í notkun Þeir Davíð og Matthías eru, með hjálp forritara sem þeir réðu, komnir með fyrstu útgáfuna að nýju sjúkraskrárkerfi í loftið. Þeir segja áhugann mikinn. Þeir sjái að einkareknu stöðvarnar vilji skipta núver- andi kerfi út fyrir þeirra. Þeir vinni með Klíníkinni að heildarlausn og hafi því hannað heildstætt sjúkraskráningarkerfi fyrir minni stofur. „Þær þurfa nýtt tól til að ná fram betri framleiðni frá upphafspunkti að endastöð,“ segir Matthías. Leiðin sé lengri inn á stóru stofnanirnar. En þær séu þó tilbúnar í breytingar og ráðast í prófanir á skrán- ingarhluta Leviosa fyrir bæði Landspítala og HSU í haust. „Við byrjum á bráðamóttökunni og bráðalyflækningadeild á Landspítala. Það verða 5-10 notendur á hvorri deild í próf- unum til að sýna fram á að hægt sé að ná þeim mikla ábata sem við teljum unnt að gera,“ segir Matthías. Þeir séu vongóðir um árangur enda sé núverandi kerfi, eins og svo mörg þeirra gömlu, hvorki hugsað út frá þörfum sjúk- linga né með þekkingu starfsmanna í huga. Þar liggi sérstaða Leviosa gagnvart öðrum sjúkraskrárkerfum. Kerfið þeirra sé hannað af þeim sem noti lausnina; læknunum sjálfum. „Það er það sem leyfir okkur að þróa kerfi fyrir margfalt minna fé, mun hrað- ar og með útfærslu sem sparar skrán- ingartíma og þar af leiðandi stöðugildi á Landspítala. Og þar erum við að sækja stuðning baklandsins, lækna á Íslandi, til að virkja notendur sem vilja hafa áhrif og hanna betra kerfi.“ Hægt með vilja En er vilji til að breyta kerfinu? „Við get- um ekki sagt að hið opinbera hafi tekið Davíð og Matthías hafa unnið hörðum höndum að því að þróa nýtt sjúkraskrárkerfi sem þjónar betur starfsfólki og sjúklingum, eykur starfsánægju og öryggi þjónustunnar. Mynd/gag „Augu stjórnenda á heimsvísu opnuðust fyrir ábata tækninýjunga í COVID og er ástæða þess að nú er talað um heil- brigðistæknisprengju,“ segir Davíð Þór- isson, stofnandi Leviosa og bráðalæknir. Gríðarleg tækifæri séu í nýju sjúkra- skrárkerfi. Undir það tekur Matt hías Leifsson, framkvæmdastjóri Leviosa. Víða sé unnið að endurnýjun kerfanna. „Sala á sjúkrarskrárkerfum í Evrópu og Bandaríkjunum nam 27 milljörðum dollara í fyrra,“ segir hann. „Markaðs- aðilar áætla að þessi tala tvöfaldist á næstu 5 árum. „Við erum því að tala um 50 milljarða dollara markað í kringum 2026.“ Þeir Davíð og Matthías stefna því á að fara með nýja sjúkraskrárlausn sína á erlendan markað, en þó ekki fyrr en þeir hafi náð fótfestu hér heima. „Við þurf- um að hafa háleit markmið því vandinn sem við eigum við að glíma einkennir ekki aðeins Ísland. Hann er víða.“ Í upphafi tóku þeir þátt í Startup Reykjavík og fengu góð ráð við áætlana- gerðina. „Þá fengum við að heyra að það yrði erfitt að vinna með hinu opinbera hér heima. Við ættum að stefna beint á erlendan markað. Þar yrði okkur betur tekið. En við erum þrjóskir og höldum okkur við að koma þessu fyrst á lagg- irnar hér heima,“ segir Matthías. Þeir benda á að í Bandaríkjunum og Evrópu sé unnið að því að plástra gömlu kerfin. „En það þarf nýjar og ferskar lausnir sem eru í takt við nútímann. Heilbrigðisstéttin hreyfir sig allt öðru- vísi í dag en fyrir netið og snjallsíma- tækni.“ Þá megi ekki gleyma að sjúk- lingurinn er þátttakandi í meðferðinni og kerfin þurfa að bjóða upp á slíkt. okkur fagnandi,“ segir Davíð sposkur. Vandinn sé margþættur en þó ekki ógjörning að breyta þessu. „Ísland er land tækifæranna. Ríkir innviðir, gott internet og hámenntað fólk í tæknigeiranum. Hér eru stuttar boðleiðir og því er Ísland draumaland fyrir nýsköp- un og að innleiða nýja hluti.“ Hann sé því vongóður um að prófanirnar í haust á stóru spítölunum verði gæfuspor. En er Davíð þá hættur að lækna og kominn á kaf í forritunina? „Nei, ég sinni enn bráðalækningum og nú síðasta árið á bráðamóttöku HSU. Mér finnst svo mik- ilvægt að hafa tenginguna inn í klíníska umhverfið. Forskot okkar hjá Leviosa er einmitt að hafa þekkingu á bæði klíníska umhverfinu og því tæknilega,“ segir hann. „Við höfum þessa beinu brú og getum því sniðið lausnina eftir þörfunum hverju sinni. Það er dýrmætt að geta verið partur af starfsumhverfinu nú þegar við innleið- um lausnina.“ Heilbrigðistæknisprengja í kjölfar COVID

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.