Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.2022, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 01.09.2022, Blaðsíða 25
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 401 R A N N S Ó K N vægt er því að allir sem greinast með krabbamein eða meinvörp séu ræddir á slíkum fundum. Þennan mikla mun má mögulega rekja að hluta til lélegrar fundaskráningar í sjúkraskrárkerfum á Íslandi. Átak var gert í rafrænni skráningu samráðsfunda árið 2017 á kviðarholsskurðdeild Landspítala en ef það ár er tekið sér- staklega fyrir, má sjá að hlutfall sjúklinga sem voru ræddir á sam- ráðsfundum hækkaði um 20% og fór upp í 75% allra sem greindir voru. Það er þó enn of lágt, en markmiðið er að allir sem greinast með krabbamein eða meinvarp í lifur, gallblöðru eða gallgöngum verði ræddir á samráðsfundi. Einnig var skoðað hlutfall þeirra sem fóru í aðgerð og voru ræddir á samráðsfundi, en það voru 66% af heildarfjölda aðgerðarsjúklinga, en ekki var marktækur munur á þeim sem fóru í aðgerð og hópnum í heild sinni. Einn kostur rannsóknarinnar er að við gagnasöfnunina voru notuð stöðluð skráningarblöð sem byggjast á eyðublöðum gæða- skráningarinnar í Svíþjóð, en það auðveldar samanburð. Samanburður var gerður við ársskýrslur sænsku krabbameins- Greinin barst til blaðsins 20. apríl 2022, samþykkt til birtingar 22. ágúst 2022. skránnar fyrir árabilið 2009-2017. Þetta takmarkaði úrvinnslu að nokkru leyti þar sem aðeins var hægt að gera samanburð á því sem kom fram í sænsku skýrslunum en ekki beinan samanburð á gögnunum. Annar veikleiki er að rannsóknin er afturskyggn og skráning takmarkaðist því að öllu leyti við það sem skráð hafði verið í sjúkraskrá, en oft var skráningu ábótavant. Með uppsetn- ingu gæðaskráningareyðublaðanna í Heilsugátt Landspítala má má hins vegar í framhaldinu skrá tilfelli í rauntíma, sem mun auka nákvæmni skráningarinnar. Einnig var þýði greindra lítið, sérstaklega í tilvikum gallganga- og gallblöðrukrabbameina, sem eru, eins og áður segir, sjaldgæfir sjúkdómar. Við ályktum að árangur skurðaðgerða á lifur á Íslandi virðist sambærilegur við Svíþjóð þegar horft er til fylgikvilla og aðgerðar- dauða. Hins vegar eru á Íslandi gerðar talsvert færri aðgerðir á lif- ur miðað við höfðatölu og þá sérstaklega á meinvörpum til lifrar og er möguleg skýring að ekki séu allir sjúklingar með meinvörp til lifrar ræddir á samráðsfundi hérlendis. E N G L I S H S U M M A R Y Liver surgeries in Iceland 2013-2017 – Comparison with Sweden in terms of quality registration INTRODUCTION: Cancers in the liver, bile duct system, gallbladder as well as metastases of the liver, have poor prognosis. Their treatment is comparable, with surgery being the most widespread, available curative treatment. Surgical treatment is anatomical or non-anatomical resection of the liver where the tumor and the adjacent liver tissue are removed. MATERIALS/METHODS: A list of patients diagnosed with cancer in the liver, bile duct system, gallbladder or metastases of the liver, during the time period 2013-2017, was obtained from the Icelandic Cancer Registry. Additional information was retrieved from medical records and entered into the electronic quality registration forms of Landspítalinn. A comparison was made between Sweden and Iceland. RESULTS: In total 108 patients were diagnosed with primary cancer of the liver, of which 24 (22%) underwent liver surgery. Of 264 diagnosed with liver metastases 38 (14%) underwent surgical treatment. A total of 63% of all reported cases were discussed at a multidisciplinary team meeting in Iceland but 93% in Sweden (p<0.0001). A sum of 29 patients (43%) developed complications within 30 days of surgery. Number of partial liver resections per 100.000 inhabitants were 2-8 in Iceland versus 4-13 in Sweden. The difference was even more apparent in patients with liver metastases. CONCLUSION: Liver surgeries performed in Iceland seem to be comparable to Sweden in terms of complications and post operative mortality. In Iceland, considerably fewer operations are performed per capita, especially on liver metastases which could be explained by the fact that fewer patients are discussed at multidisciplinary team meetings. doi 10.17992/lbl.2022.09.705 Rakel Hekla Sigurðardóttir1 Helgi Birgisson2 Jón Gunnlaugur Jónasson1,3 Kristín Huld Haraldsdóttir1,4 1Faculty of Medicine, University of Iceland, 2Icelandic Cancer Registry, 3Department of Pathology, Landspitali University Hospital of Iceland, 4Department of Abdominal Surgery, Landspitali University Hospital of Iceland. Correspondence: Kristín Huld Haraldsdóttir, kristinh@landspitali.is Key words: liver surgery, liver cancer, intrahepatic cholangiocarcinoma, gallbladder cancer, liver metastasis.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.