Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.2022, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 01.09.2022, Blaðsíða 33
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 409 Y F I R L I T S G R E I N Líklegt er að samþykki fyrir psilocybin-meðferð verði strangara og ítarlegra ferli en fyrir þær þunglyndismeðferðir sem mest eru notaðar í dag, eins og SSRI- og SNRI-lyf og HAM. Þá er ekki nóg að greina frá meðferðarferlinu og því að einstaklingur geti feng- ið ofskynjanir og kvíða meðan á því stendur. Mikilvægt er að greina einnig frá því að hugsanlega geti orðið breyting á gildum og persónuleikaþáttum, og nefnt var í kafla um aukaverkanir, en þó á slíkt hið sama við um önnur þunglyndislyf.60 Psilocybin getur valdið sjaldgæfum geðrænum aukaverkunum á borð við geðrof, alvarlegan kvíða og endurupplifun á áfalli. Einnig getur verið erfitt að ákvarða viðeigandi stuðning meðferðaraðila geri mikil geðshræring vart við sig meðan á meðferð stendur. Þetta á ekki síst við um snertingu eins og að halda í hönd eða koma við öxl einstaklinga sem hafa sögu um að hafa lent í líkamlegu ofbeldi eða kynferðisáreitni og eiga erfitt með að treysta því að þau geti verið örugg með svefngrímu og tónlist í heyrnartólum í heilan dag með einstaklingi sem þau hafa aðeins hitt einu sinni áður.39 Lokaorð Þunglyndi er algengur, alvarlegur og oft þrálátur geðsjúkdómur. Því er brýnt að fram komi fleiri og betri gagnreynd meðferðarúr- ræði fyrir þau fjölmörgu sem glíma við MÞÞ á hverjum tíma í öll- um samfélögum. Rannsóknir á psilocybin-gjöf í eitt til tvö skipti með stuðningi fagaðila í 5-8 klukkustundir samhliða meðferð og samtölum fyrir og eftir meðferð hafa verið að aukast og birtast í ritrýndum fræðitímaritum á síðustu árum. Niðurstöðurnar hafa óneitanlega vakið mikla athygli og talsverðar væntingar. Niður- stöður úr fasa 2 rannsókn COMPASS Pathways lofa góðu en niður- stöður hafa þó enn ekki verið birtar. Til að psilocybin-meðferð geti hlotið ábendingu og markaðsleyfi hjá lyfjastofnunum eins og FDA og EMA er næsta skref að ljúka fjölþjóðlegri fasa 3 rannsókn sem stefnt er að því að hefjist á þessu ári. E N G L I S H S U M M A R Y The use of psilocybin for treatment-resistant depression The hallucinogen psilocybin is a potential novel treatment for treatment-resistant depression (TRD). Our goal is to review current knowledge on psilocybin and its efficacy in TRD. Literature searches were done on PubMed, Web of Science and Google Scholar, references reviewed in identified articles and other articles found on the website of COMPASS Pathways. Psilocybin treatment consists usually of a single oral administration of 25 mg of psilocybin along with psychological support for 5-8 hours during the ensuing hallucinogenic trip. Common side- effects include headache, nausea, fatigue and insomnia. A systematic review has demonstrated significant antidepressant efficacy in certain groups and a double-blind randomized study found antidepressant efficacy of psilocybin comparable to the SSRI escitalopram. In the phase 2 study of COMPASS Pathways, the psilocybin-COMP360 treatment led to a rapid response and remission as early as three weeks following the treatment for around one third of participants. Recent studies have shown that psilocybin significantly decreases the severity of depressive symptoms and is generally well tolerated. Further research will reveal whether it will be granted a license to treat treatment-resistant depression in the near future. There remains an urgent need for novel treatments for those who do not respond to current antidepressant therapies. doi 10.17992/lbl.2022.09.706 Árný Jóhannesdóttir1 Engilbert Sigurðsson1,2 1Landspitali University Hospital, Mental Health Services, Reykjavik, 2Faculty of Medicine, School of Health Sciences, University of Iceland. Correspondence: Engilbert Sigurðsson, engilbs@landspitali.is Key words: psilocybin, depression, treatment-resistant, psychedelics. Greinin barst til blaðsins 2. maí 2022, samþykkt til birtingar 8. ágúst 2022.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.