Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.2022, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 01.09.2022, Blaðsíða 42
418 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 V I Ð T A L „Það er víða pottur brotinn. Eiginlega sama hvar drepið er niður fæti, kerfið er að molna undan okkur,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson, formaður Læknafélags Reykjavíkur. „Það skiptir því máli að læknar láti í sér heyra og reyni að hafa áhrif á um- hverfi sjúklinga, sitt eigið starfsumhverfi og reyni að móta kerfið svo hægt sé að sinna sem flestum. Við þurfum starfs- umhverfi þar sem fólk er ánægt.“ Þórdís Þorkelsdóttir, formaður Félags almennra lækna, tekur undir. „Ég er hjartanlega sammála.“ Leiðtogar. Þórdís og Ragnar Freyr tóku við í formannskyndlunum í vor. Þau eru samherjar sem sitja nú gegnt hvort öðru í viðtali við Læknablaðið. „Nei,“ svara þau bæði um það hvort þau hafi hist áður. „En ég útiloka það ekki. Hún gæti hafa verið með maska,“ segir Ragnar og hlær. Sólin skín fyrir utan. Sjaldséð þetta sumarið á höfuðborgarsvæðinu en þau úthvíld. Bæði að koma úr fríi. Hann frá Ítalíu. Hún að vestan. „Ég hef nú líklega verið ein af mörg- hundruð læknanemunum sem streyma í gegnum Landspítala á tímum Ragnars,“ segir Þórdís létt. Óvelkomin hornkerling Ragnar er enn með annan fótinn á Landspítala og rekur auk þess eigin stofu í Heilsuklasanum. Þórdís hins vegar kvaddi spítalann í vor og gekk til liðs við nýsköpunarfyrirtækið Sidekick Health. „Ég vildi prófa nýja hluti, og sjá hvað Þórdís Þorkelsdóttir og Ragnar Freyr Ingvarsson eru ný sest í formannstóla ólíkra læknafélaga. Þórdís í Félagi almennra lækna og Ragnar í Læknafélagi Reykjavíkur. Saman sitja þau svo í stjórn LÍ ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Ætla að hafa hátt á meðan kerfið molnar undan þeim annað væri í boði, en gífurlegt álag er á spítalanum eða heilsugæslu,“ segir hún og stefnir á sérnám í háls-, nef og eyrnalækn- ingum. Ragnar horfir á hana. „Nú, svo þú stefnir á stofurekstur.“ Hann fagnar líklega hverjum nýjum þar enda stétt stofulækna að eldast. Umhverf- ið á margan hátt óaðlaðandi þar sem sjálf- stætt starfandi læknar hafa verið samn- ingslausir frá 2018. „Samningur var síðast undirritaður 2013,“ segir hann. „Það er ljóst að tor- tryggni ríkir milli aðila. Við lítum þjón- ustuna ekki sömu augum. Sérfræði- og sérgreinalæknar á stofum hafa verið hornkerlingar í íslensku heilbrigðiskerfi um áratugaskeið. Það var sérstaklega ljóst í stjórnartíð fyrrverandi heilbrigðis- ráðherra, þar sem sérfræðilæknar fengu aðeins að hitta hana einu sinni. Þeir fengu aldrei að koma að borðinu við neinar stefnumarkandi ákvarðanir um hvernig best og hagkvæmast væri að veita þjón- ustuna.“ Það sé ótrúlegt. „Læknar á stofum eru ekki aðeins stærsta þjónustueiningin í heilbrigðiskerf- inu heldur sú langstærsta. Við sinnum 500.000 læknisverkum á ári en einungis 5% af peningum til heilbrigðismála renna í þetta,“ segir hann. „Við sjáum næstum fjórum sinnum fleiri sjúklinga á stofum heldur en fara á göngudeildir á Landspítala. Við sjáum næstum tvisvar sinnum fleiri en fara á Heilsugæsluna á höfuborgarsvæðinu á hverju ári,“ fullyrðir hann. Áhrifaleysið sé því ótrúlegt og skrítið að niðurstaða hafi ekki fengist í hvernig haga eigi hlutum. Rof í sáttmálann? „Nú eru þrjú ár liðin og sjúklingarnir löngu orðnir vanir því að hér þurfi að greiða aukagjöld, viðbótargjöld og óum- samin gjaldskrárverk. Hér eru skurðað- gerðir gerðar framhjá kerfinu, liðskipti, efnaskiptaaðgerðir,“ segir hann. „Ég velti fyrir mér hvort komið sé rof í samfélagssáttmálann um norrænt vel- ferðarkerfi. En á Íslandi höfum við gleymt þeim hluta að við þurfum líka að fjár- magna kerfið.“ Langt sé á milli lækna og viðsemjenda. „Ríkisvaldið hefur allt aðra sýn á þjónustuna en við sem veitum hana. Það er eins og það sé hljóðmúr á milli.“ En er þetta ástand ástæða þess að ný- liðun er lítil meðal stofulækna? „Auðvitað upplifum við ungir læknar okkur engan veginn velkomin af hálfu kerfisins í stofu- rekstur í dag,“ segir Þórdís. „Maður hugsar sig tvisvar um og vill vera starfskraftur sem er metinn að verð- leikum. Ég get ekki ímyndað mér að starfa í umhverfi þar sem tölvan segir alltaf nei. Ég læt ekki bjóða mér það og tel að margir aðrir læknar séu á svipuðum stað,“ segir hún. „Ég tel líka að þetta sé ástæða þess að stór hluti lækna sem sérmenntar sig úti snýr ekki aftur heim. Þeir upplifa sig óvel- komna. Það er fáránleg staða,“ segir hún en nýlega var sagt frá því að þriðjungur nýútskrifaðra sérfræðilækna komi ekki aftur heim. Kjör fyrir dómstóla Þórdís sat í stjórn Félags læknanema

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.