Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.2022, Blaðsíða 46

Læknablaðið - 01.09.2022, Blaðsíða 46
422 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 Sérfræðilæknir í heimilislækningum óskast í öflugt teymi á bráðalyflækningadeild í Fossvogi sem er starfrækt skv. erlendri fyrirmynd af Medical Assessment Unit. Deildina skipar kröftugt teymi heilbrigðisstarfsmanna sem veita skjóta og vandaða þjónustu við þverfaglega greiningu og meðferð bráðra og langvinnra lyflæknisfræðilegra vandamála. Deildin hefur nú þegar skilað góðum árangri með styttri legutíma og raunhæfum úrlausnum og er það að þakka öflugri teymisvinnu og breyttu verklagi á öllum sviðum. Fjölbreytt starfsemi heyrir undir almennar lyflækningar á Landspítala. Tvö þverfagleg teymi sinna bráðalyflækningadeild A2 og þriðja teymið sinnir innlögnum sjúklinga frá bráðamóttöku inn á legudeildir. Undir almennar lyflækningar heyrir jafnframt öflug dagdeildarstarfsemi sem sinnir bráðum vandamálum sjúklinga með lyflæknisfræðileg vandamál ásamt uppvinnslu. Sérfræðilæknir í heimilislækningum Nauðsynleg fylgiskjöl: • Vottað afrit af námsgögnum og starfsleyfum • Ferilskrá þar sem tilgreind er reynsla af kennslu, vísindavinnu og stjórnunarstörfum • Yfirlit yfir birtar vísindagreinar (eða í ritrýni) sem umsækjandi er fyrsti höfundur að • Afrit af umsókn um læknisstöðu hjá Embætti Landlæknis skal fylgja með umsókn. Hæfniskröfur • Íslenskt sérfræðileyfi í heimilislækningum • Breið þekking og reynsla í faginu • Góðir samskiptahæfileikar • Góð reynsla og hæfni til að vinna í teymi Helstu verkefni og ábyrgð • Vinna á legudeildum og bráðadagdeild • Vinna í innlagnateymi almennra lyflækninga • Vinna á dagdeild • Þátttaka í vaktþjónustu almennra lyflækninga • Þátttaka í kennslu læknanema, kandídata og deildarlækna • Þátttaka í rannsóknarstarfi • Þátttaka í uppbyggingu bráðalyflækningadeildar og almennra lyflækninga Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, Sérfræðilæknir Starfshlutfall er 100% Umsóknarfrestur er til og með 15.09.2022 Nánari upplýsingar veitir: Sigríður Þórdís Valtýsdóttir – sigrival@landspitali.is Frekari upplýsingar um starfið Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert. Fullt starf er bundið við sjúkrahúsið eingöngu sbr. grein 3.2.4 í gildandi kjarasamningi lækna og ríkisins. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Í umsóknarformið skal skrá inn upplýsingar um: • Fyrri störf, menntun og hæfni • Félagsstörf og umsagnaraðila Viðtöl verða höfð við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið á þeim og innsendum gögnum. Öllum umsóknum verður svarað. Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.