Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.2022, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 01.09.2022, Blaðsíða 15
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 391 R A N N S Ó K N Mynd 4. Heildarlifun sjúklinga (Kaplan-Meier) í víkkunar- og hjáveituhópi. Ljósbláa og ljósrauða svæðið sýna 95% ör- yggisbil. Neðst á myndinni er sýndur fjöldi sjúklinga í hættu á hverjum tíma. PCI=kransæðavíkkun (Percutaneous coronary intervention), CABG=kransæðahjáveituaðgerð (Coronary artery bypass grafting). þremur megin kransæðum, var hins vegar yfirleitt meðhöndlaður með hjáveituaðgerð, eða í 74,4% tilfella. Á mynd 3 kemur fram ít- arlegri greining á fjórum hópum með nánari aðgreiningu á út- breiðslu kransæðasjúkdóms. Ekki reyndist marktækur munur á heildarlifun sjúklinga í víkkunarhóp og hjáveituhóp (p=0,41) á þeim 11 árum sem rann- sóknin náði til (mynd 4). Í COX-aðhvarfsgreiningunni reyndist áhætta á dauða heldur ekki marktækt frábrugðin milli sjúklinga sem undirgengust kransæðavíkkun og kransæðahjáveituaðgerð (hættuhlutfall 1,00, 95% öryggisbil 0,65-1,55). Heildarlifun sjúk- linga var marktækt síðri í lyfjameðferðarhópnum (p=0,009) en í hinum tveimur meðferðarhópunum. Meðferð við höfuðstofnsþrengingu breyttist mikið á tímabilinu og hækkaði hlutfall þeirra sem meðhöndlaðir voru með víkkun úr 19,8% á fyrri hluta rannsóknartímabilsins (2010-2015) í 42,7% á seinni hluta rannsóknartímabilsins (2016-2020) (mynd 5). Á tímabilinu varð breyting á stungustað fyrir kransæðamyndatöku en árið 2010 var farið inn um sveifarslagæð (radial artery) í 17,5% tilfella en árið 2020 í 95,2% tilvika. Notkun lífeðlisfræðilegra mæl- inga (iFR/FFR) eða innanæðarómunar (IVUS) við greiningu og meðferð þrenginga jókst úr 5,2% árið 2010 í 23,8% árið 2020. Notk- un lyfjahúðaðra stoðneta jókst einnig á tímabilinu en á tímabilinu 2018-2020 voru þau notuð í öllum tilfellum víkkana. Umræður Í þessari afturskyggnu gagnarannsókn var meðferð sjúklinga með höfuðstofnsþrengingu á Íslandi árin 2010-2020 skoðuð hjá sjúklingum sem ekki höfðu fyrri sögu um kransæðahjáveituað- gerð eða aðra frábendingu fyrir aðgerð. Í ljós kom að þættir sem höfðu áhrif á meðferðarval sjúklinga voru hækkandi aldur, skert nýrnastarfsemi, útbreiðsla kransæðasjúkdóms, og bráðleiki sjúk- Mynd 3. Útbreiðsla kransæðasjúkdóms hjá sjúklingum með höfuðstofns- þrengingu. Sjúklingar sem fóru í kransæðavíkkun eru sýndir bæði með bláum lit og %. PCI=kransæðavíkkun (Percutaneous coronary intervention), CABG=kransæða- hjáveituaðgerð (Coronary artery bypass grafting), HS=höfuðstofn og æð vísar til þrengingar í einni, tveimur eða þremur meginkransæðum. p = 0.41 0.00 0.25 0.50 0.75 1.00 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 Tími (Ár) Li fu n PCI CABG 181 160 140 118 93 71 52 42 34 22 14 1 451 405 364 330 299 271 238 188 147 111 57 17CABG PCI 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 Tími (Ár) Fjöldi í áhættu

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.