Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.2022, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 01.09.2022, Blaðsíða 20
396 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 R A N N S Ó K N framkvæmdar á Landspítala. Aðgerðirnar felast aðallega í hluta- brottnámi á lifur en í vissum tilvikum eru gerðar lifrarígræðslur.4 Lifrarígræðslur eru ekki framkvæmdar á Íslandi og sjúklingar sem þurfa slíka aðgerð eru sendir til Svíþjóðar.5 Hlutabrottnám á æxli í lifur er kjörmeðferð við lifrarfrumukrabbameini, þegar por- tal háþrýstingur er ekki til staðar, sem og við gallvega- og gall- blöðrukrabbameini.6 Einnig er hlutabrottnám framkvæmt vegna meinvarpa í lifur.2 Við hlutabrottnám er æxlið ásamt aðlægum heilbrigðum lifrarvef fjarlægt svo fríar skurðbrúnir náist, en mis- munandi kröfur eru um fjarlægð frá skurðbrún eftir því hvort um er að ræða frumæxli, gallblöðrukrabbamein eða meinvarp.7,8 Hlutabrottnámi á lifur má skipta í líffærafræðilegt (anatomical res- ection) og ekki líffærafræðilegt (non-anatomical resection). Það er betri valkostur að fjarlægja heila geira fyrir lifrarfrumu- og gall- vegakrabbamein með tilliti til lifunar9 en ólíffærafræðilegar að- gerðir eru ákjósanlegri á meinvörpum.10 Annar meðferðar- möguleiki er hitameðferð, til dæmis radio frequency ablation (RFA) sem er staðbundin meðferð þar sem sérstakri nál er komið fyrir í æxlinu og það hitað í 50-100°C. Þá aðferð má nota á eitt eða tvö stök lifraræxli ef þau eru minni en 4 cm í þvermál.11 Samráðsfundir eru vettvangur lækna með mismunandi sérhæfingu í ákveðnum sjúk- dómum til að ræða einstaka sjúklinga og gefa ráðleggingar varð- andi meðferð. Mikilvægt er að allir sem greinast með krabbamein séu ræddir á slíkum fundum svo allir einstaklingar fái jafnt mat og bestu meðferð. Sýnt hefur verið fram á að horfur sjúklinga sem eru teknir fyrir á slíkum fundum eru betri en þeirra sem ekki eru ræddir.12,13 Á Landspítala eru slíkir fundir haldnir vikulega og þar ræddir nýgreindir sjúklingar sem og sjúklingar sem fengið hafa meðferð, krabbameinslyfjameðferð og/eða skurðaðgerð, og sam- eiginleg ákvörðun tekin um framhald meðferðar. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvernig greiningu, meðferð og horfum sjúklinga með krabbamein eða meinvörp í lif- ur, gallblöðru og gallgöngum innan lifrar var háttað á tímabilinu 2013-2017 með samanburði við sambærilegar upplýsingar frá Sví- þjóð, með sérstakri áherslu á skurðmeðferð. Efniviður og aðferðir Rannsóknin var afturskyggn þar sem farið var yfir sjúklinga sem greindust með krabbamein í lifur, gallgöngum innan lifrar, gallblöðru eða meinvarp í lifur og gengust undir skurðaðgerð á Landspítala frá 1. janúar 2013 til og með 31. desember 2017. Sjúk- lingar með gallblöðrukrabbamein voru hafðir með þar sem skurð- meðferðin felst í hlutabrottnámi á lifur ásamt því að gallblaðra er fjarlægð. Listi yfir sjúklinga sem greindust með krabbamein í lifur, gall- göngum, gallblöðru eða meinvarp í lifur var fenginn hjá Krabba- meinsskrá Íslands. Upplýsingar um skurðaðgerð á lifur voru fengnar úr skráningarkerfi Landspítala. Klínískar upplýsingar um greiningu, meðferð og eftirfylgd sjúklinganna fengust úr sjúkraskrár kerfi Landspítala, aðgerðalýsingum og svæfinga- skýrslum ásamt niðurstöðum myndrannsókna, vefjameinafræði og blóðprufum. Breyturnar voru færðar inn í þar til gerð gæða- skráningareyðublöð í Heilsugátt Landspítala sem voru útbúin í tengslum við rannsóknina. Blöðin eru þýðingar á sambærilegum blöðum úr sænsku gæðaskránni.14 Fylgikvillar í og eftir aðgerð voru skráðir og flokkaðir samkvæmt Clavien-Dindo-flokkun.15 Samanburður var gerður við upplýsingar um sjúklinga í Sví- þjóð sem undirgengust sambærilegar aðgerðir, við sömu sjúkdóm- um, með samanburði við útgefnar skýrslur frá sænsku krabba- meinsskránni sem eru aðgengilegar á netinu.14 Úr skráningareyðublöðunum voru ópersónugreinanlegar upp- lýsingar dregnar fram á Microsoft Excel-skjali og forritið R notað til tölfræðiúrvinnslu.16 Kí-kvaðrat-próf eða Fisher-exact-próf var framkvæmt í R til að meta marktækni og voru niðurstöður taldar tölfræðilega marktækar ef p-gildi var undir 0,05. Mynd 1. Fjöldi sjúklinga sem greindust með krabbamein eða meinvörp í lifur á Íslandi á árunum 2013-2017, flæðiritið sýnir hversu margir fóru í aðgerð. *CRC meinvörp: meinvörp frá ristils- og endaþarmskrabbameinum. **Önnur krabbamein í lifur: Æðasarkmein (angiosarcoma) n=1, óskilgreint sarkmein n=2, blönduð mynd af HCC og iCCA n=2, ósér- hæft lifrarkrabbamein n=1.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.