Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.2022, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 01.09.2022, Blaðsíða 17
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 393 R A N N S Ó K N dóms og í framkvæmd víkkunar.10,18,19 Tíðni höfuðstofnsþrenginga sem meðhöndlaðar voru með víkkun hækkaði verulega á móti þeim sem voru meðhöndlaðar með hjáveituaðgerð eða fengu einungis lyfjameðferð. Samskonar þróun sást í Svíþjóð á árunum 2007-2016.22 Miklar tækniframfarir hafa orðið síðustu ár í fram- kvæmd víkkunar en á rannsóknartímabilinu jókst til að mynda notkun lyfjahúðaðra stoðneta, sem hefur stórbætt horfur sjúklinga sem meðhöndlaðir eru með víkkun.13,18,23 Athyglisvert er að á 11 ára rannsóknartímabilinu fækkaði höf- uðstofnsþrengingum úr 97 greindum tilfellum árið 2010 í 42 árið 2020. Tölurnar eru ekki aldursstaðlaðar en hefði það verið gert væri munurinn enn meiri. Þó verður að taka gögnum frá 2020 með fyrirvara en greiningar það ár gætu hafa verið óvenjufáar vegna kórónuveirufaraldurs.24 Þannig sést að nær engir sjúklingar fengu einungis lyfjameðferð árið 2020, sem gefur til kynna að einkenna- meiri sjúklingar hafi leitað meðferðar en á hefðbundnu ári. Það er að það ár hafi þótt nauðsynlegt að meðhöndla allar höfuðstofns- þrengingar með aðgerð eða víkkun, og hugsanlega hafi færri með vægari sjúkdóm og einkenni komið í hjartaþræðingu vegna áhrifa covid á heilbrigðiskerfið. Ástæða fækkunar á greindum höfuðstofnsþrengingum á tímabilinu má mögulega rekja til lækk- aðs nýgengis kransæðasjúkdóms í heiminum.25 Einnig gæti hluti ástæðunnar verið þróun á skilgreiningu marktækrar þrengingar með tilkomu lífeðlisfræðilegra mælinga (iFR/FFR) og innanæðar- ómunar (IVUS) en notkun þeirra jókst verulega og hjálpar til við að skera úr um hvort þrenging sé marktæk eða ekki. Á rannsóknartímabilinu færðist stungustaður kransæðamynda- töku úr því að vera aðallega náraslagæð í að vera nánast eingöngu sveifarslagæð. Þetta er jákvæð þróun en erlend safngreining sýndi fram á bætta lifun þegar kransæðaþræðing var gerð um sveif- arslagæð.19 Styrkleiki rannsóknarinnar er að hún tekur til allra sjúklinga með höfuðstofnsþrengingu á Íslandi á tímabilinu og gefur því góða mynd af meðferð sjúkdómsins hjá heilli þjóð á 11 ára tímabili. Stuðst var við SCAAR-gagnagrunninn, en í hann eru skráðar breytur í rauntíma sem eykur nákvæmni þeirra upplýsinga sem unnið er með, ekki síst sem varða einkenni og fyrri heilsufars- sögu, og lítið er um að gögn vanti. Enginn í endanlegum rann- sóknarhóp hafði fyrri sögu um hjáveituaðgerð eða aðra skýra frábendingu fyrir skurðaðgerð en með útilokun þeirra var auð- veldara að draga ályktun um þætti sem hafa áhrif á meðferðarval sjúklinga með höfuðstofnsþrengingu þar sem flestir sjúklingarnir í rannsókninni höfðu möguleika á að fá allar þrjár meðferðirnar. Einn veikleiki rannsóknarinnar var að upplýsingar um SYNTAX- skor sjúklinga vantaði.4. Í staðinn var útbreiðsla kransæðasjúk- dóms skráð út frá hjartaþræðingargögnum, en SYNTAX-skor hefði verið nákvæmara.6 Annar veikleiki rannsóknarinnar var að fjöldi þeirra sem fóru í hjáveituaðgerð var mun meiri en þeirra sem fóru í víkkun og þeirra sem fóru í lyfjameðferð, en þeir sem einung- is fengu lyfjameðferð voru 6,7% af sjúklingum rannsóknarinnar og erfiðara að draga ályktun um þann hóp. Lágt hlutfall þeirra endurspeglar þó alvarleika höfuðstofnsþrenginga en ómeðhöndl- uð höfuðstofnsþrenging hefur áhrif á horfur sjúklings og yfirleitt er ráðlagt að meðhöndla sjúklinga með höfuðstofnsþrengingu með víkkun eða hjáveituaðgerð.4 Í okkar rannsókn útilokuðum við sjúklinga með frábendingu fyrir opinni aðgerð, hvort sem það var vegna fyrri sögu um hjáveituaðgerð eða annars ástands sjúklings, þar sem eingöngu víkkun eða lyfjameðferð kom til greina. Telja má líklegt að stór hluti þessara sjúklinga hafi verið meðhöndlaður með víkkun. Einnig má nefna valbjögun sem getur komið fram við skráningu þar sem skráning kransæðaþrenginga er að hluta til huglægt mat þess sem skráir sjúkling í SCAAR-gagnagrunninn og getur ákvörðun um marktækni þrengingar verið mismunandi á milli þeirra. Við túlkun niðurstaðna þarf líka að hafa í huga að rannsóknarhópurinn var fremur lítill, sem getur haft áhrif á mark- tækni, einkum hjá undirhópum. Mikill áhugi er á meðferð sjúklinga með höfuðstofnsþrengingu enda alvarlegur sjúkdómur. Í þessari rannsókn voru sjúklingar sem greindust með höfuðstofnsþrengingu á Íslandi árin 2010 til 2020 bornir saman eftir meðferð og þættir sem hafa áhrif á meðferðarval þeirra skoðaðir. Breytt meðferð við höfuðstofns- þrengingu á Íslandi síðastliðin ár er í samræmi við alþjóðlegar ráð- leggingar ESC og tíðni þeirra sem meðhöndlaðir eru með víkkun fer hækkandi. Lifun sjúklinga sem eru meðhöndlaðir með víkkun Greinin barst til blaðsins 11. febrúar 2022, samþykkt til birtingar 15. ágúst 2022.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.