Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.2022, Blaðsíða 41

Læknablaðið - 01.09.2022, Blaðsíða 41
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 417 „Starfið snertir líka stjórnsýsluna mikið og ég varð að læra hratt,“ segir Guðrún, sem er rúmlega hálfnuð með diplómanám í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands. „Það er gagnlegt fyrir sóttvarnalækni.“ Guðrún er rétt yfir fimmtugt, yngst fjögurra systkina. Á þrjá eldri bræður sem allir bjuggu í Bandaríkjunum í barnæsku, og einn enn, en ekki hún. Hún var ekki fædd þá. „Ég náði samt 20 árum þar ytra.“ Foreldrar hennar voru Kolbrún Þórhalls- dóttir og Erling Aspelund. „Ég sá ekki fyrir að kveðja foreldra mína svona fljótt eftir að við kom- um heim, en aldur þeirra var þáttur í ákvörðuninni að flytja heim. Þau voru orðin fullorðin og mér fannst verðmætt að geta verið nær þeim, hitt þau meira og hjálpað til ef þyrfti,“ segir hún. „Eftir á að hyggja tel ég að það hafi verið ómetanlegt fyrir mig að geta varið þessum stundum með þeim.“ Henni hafi þó þótt miður að COVID hafi fækkað þeim stundum en hún haldi þétt um minningarnar. „Við bjuggum fyrsta árið í íbúð fyrir ofan þau og svo í sömu götu. Ég hjólaði oftast við hjá pabba á leið heim úr vinnu eftir að mamma dó í fyrra. Við settumst niður og spjölluðum,“ segir Guðrún sem nú í lok ágúst fylgdi föður sínum til grafar. Eini umsækjandinn Guðrún var hissa á að hún væri eini um- sækjandinn enda Þórólfur mjög í sviðs- ljósinu. „Þess vegna taldi ég að það yrðu fleiri. En á móti kemur að kannski hefur fólki fundist það yfirþyrmandi.“ En saknar hún ekki hnífsins? „Auð- vitað sakna ég þess á ákveðinn hátt að fara úr skurðlækningum. Starfið er mjög gefandi. Það er ekki venjuleg vinna, held- ur lífið manns. Skurðlækningar verða að hafa forgang og maður að sinna því 100%. En það tekur líka á og ég hafði stundað þær lengi. Það var því ákveðin endurnýjun að gera eitthvað annað,“ segir Guðrún og fagnar umbreytingunum. „Mér finnst ég ekki vera að svíkjast um þótt ég sé ekki að skera. En ég fékk þá til- Guðrún Aspelund tók formlega við starfi sóttvarnalækn- is nú um mánaðamótin. Hún er spennt og hlakkar til að huga að heilsu fjöldans. Mynd/gag Þurfum sóttvarnaúrræði „Við þurfum að hafa úrræði fyrir þá sem hafa ekki í önnur hús að venda,“ segir nýr sóttvarnalæknir um þá stöðu þegar setja þurfi fólk í sóttkví eða einangrun vegna smitsjúkdóma. Hún sjái ekki fyrir sér að grípa þurfi til þess að flytja fólk á sóttvarnahótel aftur vegna COVID-19 sýkinga eins og staðan er nú. „Við þurfum að vera undirbúin fyrir ný afbrigði en ég sé ekki fyrir mér að sama staða komi upp og í upphafi faraldursins. Við erum vel bólusett og því betur sett,“ segir Guðrún Aspelund. „En við erum við öllu búin.“ finningu svolítið í fyrstu þegar ég ákvað að hætta að skera með allt þetta nám og reynslu á bakinu. Ég fékk samviskubit. En á þessum 20 árum, 10 í náminu og 10 þar á eftir, hef ég gert heilmikið á löngum vinnudögum með mörgum aðgerðum,“ segir hún. „Ég hef bara ekki fundið þörfina fyrir að fara aftur til baka. Ég er mjög sátt að vera læknir og gera gagn á annan hátt. Þetta er á öðrum skala. Hér fæst ég við lýðheilsu og hugsa um heildina í stað þess að hugsa um einn einstakling í einu,“ segir hún. „Ég tel mig einnig geta náð árangri nú og finn að ég er á góðum stað.“

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.