Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.2022, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 01.09.2022, Blaðsíða 24
400 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 R A N N S Ó K N og skýrir það því ekki heldur lága tíðni lifraraðgerða.21 Því liggur einhver önnur ástæða þar að baki. Mögulega eru of fá tilfelli tekin fyrir á samráðsfundi þar sem mat á skurðtæki æxlanna er metið, eða að tilfellin greinist seint og séu þá ekki skurðtæk. Í þessu sambandi væri áhugavert að sjá hversu stór hluti allra þeirra sem greindust með meinvörp í lifur var tekinn fyrir á samráðsfundi við meinvarpsgreiningu. Einnig er athyglisvert að sjá að á Íslandi var aldrei framkvæmd aðgerð á fleiri en 5 meinvörpum í lifur, en þær voru um 15-20% aðgerða í Svíþjóð. Auk þess voru talsvert færri hitameðferðir fram- kvæmdar á Íslandi miðað við í Svíþjóð. Möguleg skýring á færri hitameðferðum er að þær eru oft framkvæmdar af röntgenlækn- um og því ekki skráðar í aðgerðakerfi Landspítala og koma því ekki fram við þá leit sem gerð var í þessari rannsókn. Fylgikvillatíðni við hlutabrottnám á lifur hefur lengi verið há en hefur batnað á undanförnum áratugum með bættri skurðtækni og stuðningsmeðferð. Fleiri fengu fylgikvilla yfir flokki 2 á Clavien- Dindo-skalanum eftir aðgerð á Íslandi en í Svíþjóð, eða 43% á móti 35%, en munurinn reyndist ekki marktækur fyrir heildina né einstakar tegundir fylgikvilla. Fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á að tíðni fylgikvilla á Íslandi er hærri en gerist í öðrum löndum en rannsókn á skurðmeðferð lifrarfrumukrabbameina fyrir 1993-2012 sýndi fram á að 59% sjúklinga fengu fylgikvilla yfir 2 á Clavien- Dindo-skalanum.22 Þessi rannsókn virðist því gefa vísbendingar um að einhver lækkun sé að verða á fylgikvillatíðni. Erfitt getur verið að meta fylgikvilla eins og sýkingar í afturskyggnu þýði. Al- gengt er að sjúklingar séu settir á sýklalyf við hita eftir aðgerðir án þess að það sé klár ástæða fyrir honum, sýklalyf sem jafnvel eru tekin út innan sólarhrings. Í afturskyggnu þýði er þetta tekið með sem fylgikvilli en ætti að koma betur í ljós þegar farið verður að skrá framskyggnt. Tíðni skorpulifrar í sjúklingum sem gengust undir aðgerð við lifrarfrumukrabbameini er lægri hérlendis, en líklegt er að þetta komi til með að breytast þar sem tíðni skorpulifrar fer vaxandi, en í þessari rannsókn var hlutfallið 52%, en á árunum 1984-1998 var hlutfallið 32% og 46% á árabilinu 1998-2013.17,18 Á Íslandi var hlutfall sjúklinga sem ræddir voru á samráðsfundi eftir greiningu til að ákveða meðferð marktækt lægra en í Svíþjóð. Sýnt hefur verið fram á með rannsóknum að þeir sjúklingar sem teknir eru fyrir á slíkum fundum séu með betri horfur.12,13 Mikil- Mynd 6. Hlutfall sjúklinga með frumæxli í lifur, gallvegum eða gallblöðru ásamt meinvörpum í lifur sem fóru í aðgerð og voru ræddir á samráðsfundi eftir árum á Íslandi. gerð, tekin fyrir á samráðsfundum hér á á landi, á meðan hlutfallið var 93% (p<0,0001) allra sjúklinga í Svíþjóð. Hlutfall þeirra sem ræddir voru á slíkum fundum á Íslandi jókst á tímabilinu úr 55% í 75% (mynd 6). Af þeim 62 sjúklingum sem fóru í skurðaðgerð voru 41 (66%) ræddir á samráðsfundi fyrir aðgerð. Af þeim voru 14 teknir til að- gerðar innan 21 dags, eða 34% á móti 21% í Svíþjóð (p=0,05). Mið- gildi daga frá samráðsfundi fram að aðgerð á Íslandi var 31 dagur, miðað við 40 daga í Svíþjóð. Munurinn var ekki marktækur. Umræða Yfir 70 sjúklingar greinast með krabbamein í lifur á Íslandi á hverju ári og eru meinvörp algengasta orsökin. Búast má við því að um fimmti hver sjúklingur gangist undir skurðaðgerð og er árangur skurðaðgerðanna hér góður með tilliti til fylgikvilla og aðgerðardauða í samanburði við Svíþjóð. Þessi rannsókn er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi þar sem þessir mismunandi sjúkdómar, krabbamein í lifur, gallgöngum innan lifrar og gallblöðru, ásamt meinvörpum í lifur, eru skoðaðir saman til að kanna árangur lifrarskurðaðgerða á Íslandi. Flestar fyrri rannsóknir hafa skoðað einstakar krabbameinstegundir en ekki tekið öll krabbamein í lifur.17-19 Ef fjöldi hlutabrottnámsaðgerða á lifur á ári er borinn saman milli Íslands og Svíþjóðar má sjá að mun færri aðgerðir voru fram- kvæmdar á Íslandi borið saman við þau landsvæði í Svíþjóð sem framkvæma hvað fæstar aðgerðir. Munurinn var enn greinilegri þegar skoðaðar voru sérstaklega aðgerðir á meinvörpum í lifur. Sjá mátti marktæka aukningu á fjölda aðgerða í Svíþjóð eftir árum og það sama mátti sjá á Íslandi á seinni hluta rannsóknartímabilsins, þó fjöldi aðgerða sem er gerður hérlendis sé enn nokkuð undir því lægsta sem gerist í Svíþjóð. Tíðni lifrarfrumu-, gallvega- og gallblöðrukrabbameins er lág á Íslandi miðað við á heimsvísu en er samt sem áður sambærileg við það sem er í Svíþjóð, svo það getur varla skýrt þennan mun.20 Flestar aðgerðanna á Íslandi voru gerðar á meinvörpum í lifur en algengast er að þau komi frá æxl- um í ristli og endaþarmi en nýgengi þeirra krabbameina er sam- bærilegt á Íslandi og í Svíþjóð.20 Í rannsókn Péturs Snæbjörnssonar og félaga kemur fram að krabbamein í ristli- og endaþarmi grein- ast ekki á lægri stigum á Íslandi en í löndunum í kringum okkur Hlutfall þeirra sjúklinga sem voru ræddir á samráðsfundi á Íslandi

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.