Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.12.2022, Qupperneq 15

Læknablaðið - 01.12.2022, Qupperneq 15
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 543 R A N N S Ó K N lenda í flugeldaslysum og þessi rannsókn var þar engin undan­ tekning.10­12 Sláandi var hversu mörg börn slösuðust við flugeldanotkun hér á landi. Tæpur helmingur (46%) þeirra sem leituðu á bráðamót­ töku vegna flugeldaáverka reyndust vera börn. Þetta var hærra en í erlendum rannsóknum þar sem hlutfallið var almennt á bilinu 15­42%.10­12,17,18 Á tímabilinu slösuðust 12 börn á leikskólaaldri, eða að meðaltali eitt á hverju ári. Sjö þeirra slösuðu sig á stjörnuljós­ um, ýmist sjálf við notkun þeirra eða þau komust í snertingu við notuð stjörnuljós. Einungis ung börn slösuðust vegna stjörnuljósa, börn á aldrinum 13 mánaða til 9 ára. Skyldueftirliti með börnum var ábótavant en einungis 37% slasaðra barna voru undir eftirliti. Stjörnuljós líta út fyrir að vera saklaus ljósadýrð en þau brenna skært og ná yfir 1000°C hita.19 Mestur skaði hlýst þó þegar kviknar í klæðum fólks og geta stjörnuljós þá valdið alvarlegum áverk­ um.20 Ekki fundust slík tilvik í þessari rannsókn en fræða þarf foreldra betur um hættuna sem stafar af stjörnuljósum og banna leikskólabörnum að nota þau. Vert er að skoða ölvun slasaðra. Skráning ölvunar var ekki nægilega góð til að geta sagt til um nákvæmar tölur í flugelda­ slysum en breytan var einungis skráð hjá 11 einstaklingum og voru 10 þeirra undir áhrifum. Þekkt er að áfengisneysla er algeng á gamlárskvöld og að slík neysla lengir viðbragðstíma og minnkar dómgreind. Það tvennt eru óumdeildir áhættuþættir fyrir alvar­ legar útkomur þegar verið er að handleika sprengiefni. Ljóst er að bæta þyrfti skráningu til muna til að geta dregið ályktanir um raunverulegt samband ölvunar, áfengis og annarra vímugjafa, og slysatíðni sökum flugelda. Notuð eru ýmis kóðunarkerfi í heilbrigðisvísindum, þar á meðal Alþjóðleg tölfræðiflokkun sjúkdóma og heilbrigðisvanda­ mála ICD­10. Áverka­greiningarkóði W39 stendur fyrir flugelda­ slys. Ekki hefur verið hefð fyrir notkun hans hérlendis en hann var einungis skráður í 12 af 248 slysum. Því er ljóst að rannsókn sem þessi getur ekki farið fram á grundvelli leitar eftir þeim kóða. Unnið er að því að endurskoða skráningarkerfi fyrir orsakir áverka. Brýnt er að hraða þeirri vinnu þannig að með rauntímaskráningu sé betur hægt að fylgjast með umfangi og alvarleika flugeldaslysa. Sem fyrr segir fundust 54 hliðarslys vegna flugelda í rannsókn­ inni. Einstaklingarnir höfðu til dæmis verið skaðaðir af fældum dýrum, leitað lækninga sökum loftmengunar, hrasað við að forð­ ast flugelda eða hrasað um flugeldaleifar, svo fátt eitt sé nefnt. Þess ber að geta að skráning þessara slysa náði ekki nauðsynlega utan um allar flugeldatengdar komur, svo sem vegna mengunar, þar sem ekki var sóst eftir þeim. Í reynd eru vísbendingar um að þær komur séu talsvert fleiri.21 Lítið sem ekkert virðist hafa verið fjall­ að um þessa áverka í erlendum rannsóknum og kom umfang þeirra nokkuð á óvart við yfirferð á gagnagrunninum. Þó nokkuð var um að flugeldar fældu gæludýr og eru sumir dýraeigendur orðnir langþreyttir á flugeldum.22 Hávaði og ljósblossar gera dýrin hrædd og skelkuð, til að mynda fældust hestar á Menningarnótt árið 2006 og hlupu fyrir bílaumferð á Vesturlandsvegi við Köldukvísl með þeim afleiðingum að tveir einstaklingar létust.23, 24 Þá var áhuga­ vert að þrjú tilvik fundust þar sem flugeldar höfðu verið notaðir við líkamsárásir. Þó ekki hafi verið áverkar sökum flugeldanna í þeim tilvikum, eru tilfellin áminning um að flugeldar eru, í eðli sínu, hættulegir og hægt er að nota þá sem vopn. Algengast var að slasa sig á rakettum, næst skottertum og þá var þriðja algengasta orsökin handblys. Erlendis er algengt að fólk slasi sig á tívolíbombum.10­13 Enginn slasaðist við notkun þeirra á rannsóknartímabilinu, því virðist banninu við notkun þeirra og innflutningi hafa verið framfylgt og það borið árangur. Þó nokkuð af gölluðum flugeldum ollu slysum á tímabilinu, en alls voru 96 (39%) flugeldanna, sem ollu slysum, taldir gallað­ ir. Flutt eru til landsins um 550 tonn af flugeldum árlega og er því aðeins um brot af því að ræða.25 Mikið forvarnarstarf hefur átt sér stað á liðnum árum á vegum Slysavarnafélagsins Lands­ bjargar, á borð við auglýsingaherferðir og kennslu í skólum ásamt vitundarvakningu um gleraugnanotkun.26 Þrátt fyrir það er röng meðhöndlun fólks á flugeldum tengd við 33% slysanna og því má áætla að auka mætti fræðslu um notkun flugelda meðal almenn­ ings í landinu enn frekar. Lítið var um heimagerða flugelda í þessari rannsókn samanbor­ ið við erlendar samantektir og fyrri skrif hér á landi en einungis 5,6% slysanna urðu af völdum breyttra flugelda.11,16­18 Höfund­ ar gefa tvær mögulegar ástæður fyrir þessu. Annars vegar er möguleiki á því að öflugt forvarnarstarf fyrri ára sé að skila ár­ angri og minna sé um breytta flugelda. Hins vegar gæti verið að skráning á þessu atriði sé ófullkomin í sjúkraskrám. Sé tekinn saman fjöldi áverka á hverjum einstaklingi eft­ ir tegund flugelds, kemur í ljós að þeir sem slasast af völdum Tafla III. Áhrif flugelds á hvaða áverka einstaklingur hlýtur. Fjöldi (%). Flugeldategund Bruni Sár Mar Brot Rakettur (N=56) 33 (59) 26 (46) 7 (13) 3 (5) Tertur (N=43) 25 (58) 23 (53) 6 (14) 3 (7) Blys (N=34) 27 (79) 9 (26) 0 (0) 2 (6) Flugeldur smádót (N=19) 16 (84) 3 (16) 0 (0) 0 (0) Flugeldaryk (N=15) 1 (7) 7 (47) 0 (0) 0 (0) Stjörnuljós (N=8) 8 (100) 1 (13) 0 (0) 0 (0) Flugeldaprik (N=6) 0 (0) 6 (100) 0 (0) 0 (0) Sprengja (N=5) 3 (60) 4 (80) 0 (0) 1 (20) Ótilgreindur (N=62) 44 (71) 18 (29) 3 (5) 1 (2) ALLS (N=248) 157 (63) 97 (39) 16 (6) 10 (4)

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.