Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.12.2022, Side 20

Læknablaðið - 01.12.2022, Side 20
548 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 R A N N S Ó K N gerðin við gláku síðustu áratugi þar sem búin er til hjáveita eða fistill sem veitir vökva út úr auganu framhjá síuvef augans. Að­ gerðin getur haft sjaldgæfa en alvarlega fylgikvilla í för með sér.6,8 Því hefur aðgerðinni oftast verið beitt í alvarlegri tilfellum þegar sjúkdómurinn versnar þrátt fyrir meðferð eða þegar fylgikvillar lyfjameðferðar koma fram.2,9 Á Íslandi hafa ekki verið gerðar rannsóknir á sjónsviðs­ skerðingu þeirra sjúklinga sem undirgangast skurðaðgerðir vegna gláku fyrr en með grein Elínar B. Tryggvadóttur og félaga sem birtist í Læknablaðinu í apríl 2020. Þá var rannsökuð sjónsviðs­ skerðing augna sem undirgengust fyrstu hjáveituaðgerð.6 Í þeirri rannsókn kom í ljós að tæplega 80% sjúklinganna voru með alvarlega eða miðlungsalvarlega sjónsviðsskerðingu við til­ vísun í aðgerð. Sjónsviðsskerðingin var heldur meiri en í erlendum samanburðarrannsóknum.10,11 Af því má álykta að margir glákusjúklingar séu sendir seint í skurðaðgerð til að hægja eða stöðva framgang sjúkdómsins. Á síðastliðnum árum hafa orðið stórstígar framfarir í gláku­ aðgerðum með tilkomu svokallaðra MIGS­aðgerða (minimally in- vasive glaucoma surgery). Þetta er flokkur mismunandi aðgerða sem felur í sér minna inngrip samanborið við hefðbundna hjáveitu­ aðgerð. Hún er yfirleitt gerð innan frá í auganu, tekur styttri tíma og sjúklingar eru fljótari að ná sér. Í mörgum tilfellum er örsmáum ígræðum komið fyrir sem búa til nýtt frárennsli.12­14 MIGS­aðgerðir eru fjölmargar en þær eru ýmist gerðar með eða án augasteinaskipta. Ábendingar aðgerðanna eru mismunandi og því er niðurstöðunum í þessari rannsókn skipt í tvo hópa, MIGS­ aðgerð með eða án augasteinaskipta.15 Mikilvægt er að fá vísbendingar um hvort glákuaðgerðir séu gerðar nógu tímanlega á íslenskum sjúklingum. Með tilkomu MIGS­aðgerðanna mætti ætla að augnlæknar sendu sjúklinga til skurðaðgerða fyrr í sjúkdómsferlinu. Megintilgangur þessarar rannsóknar var að skoða alvarleika sjónsviðsskerðingar þegar sjúklingum var vísað í MIGS­hjáveituaðgerð. Niðurstöður voru bornar saman við sjónsviðsskerðingu hjá sjúklingum sem vís­ að var í hefðbundna hjáveituaðgerð á Íslandi ásamt því að bera saman við erlendar rannsóknir. Efniviður og aðferðir Rannsóknin var afturskyggn og náði til allra sjúklinga sem undir­ gengust sína fyrstu MIG­aðgerð á tímabilinu 1. janúar 2019 til 30. júní 2020. Upplýsingar fengust úr sjúkraskrárkerfi Landspítala og Augnlækna Reykjavíkur. Leyfi voru fengin fyrir rannsókn­ inni hjá vísindasiðanefnd (leyfi 20­154), Persónuvernd og fram­ kvæmdastjóra lækninga á Landspítala. Gláka er krónískur taugasjúkdómur (chronic optic neuropathy) og er hækkaður augnþrýstingur sterkasti áhættuþátturinn. Allir sem teknir voru með í núverandi rannsókn voru greindir með gláku þrátt fyrir að sumir væru ekki með neinar breytingar á sjónsviði en oft koma sjóntaugaskemmdir fram áður en sjónsviðsskerðing mælist.16,17 Í rannsókninni var Hodapp­glákuflokkunin notuð til samanburðar, MD (mean defect) <6 dB flokkast sem væg sjónsviðs­ skerðing, MD 6­12 dB sem miðlungsalvarleg og MD >12dB sem alvarleg sjónsviðsskerðing.18 Á rannsóknartímabilinu voru framkvæmdar 137 MIGS­að­ gerðir, allar aðgerðirnar voru framkvæmdar af sama skurðlækni. Á tímabilinu voru einnig framkvæmdar 78 hjáveituaðgerðir (trabeculectomy), 22 canaloplasty­aðgerðir og 32 Ahmed shunt­í­ setningar. Tafla I. Upplýsingar um úrtak rannsóknar skipt eftir því hvort MIGS (minimally invasive glaucoma surgery) aðgerð var framkvæmd með augasteinaskiptum eða ekki. Sýnt er meðaltal ± staðalfrávik. Fjöldi (%). Heildarhópur Með augasteinaskiptum Án augasteinaskipta Fjöldi sjúklinga 112 44 68 Aldur við aðgerð 75 ± 11 77* ± 6 73* ± 13 Augnþrýstingur, mmHg 23,0 ± 5,9 22,0 ± 5,5 23,7 ± 6,1 Þykkt hornhimnu, μm 530¢ ± 42,4 521¢¢ ± 41 534¢¢¢ ± 43 Sjónsviðsskerðing 8,8 ± 6,4 6,3* ± 6,0 10,3* ± 6,2 Fjöldi glákulyfja 2,3 ± 1,2 1,8* ± 1,0 2,6* ± 1,1 Gerð MIGS-aðgerðar Xen 79 (70) 18 (41) 61 (90) iStent 26 (23) 26 (59) 0 PreserFlo 7 0 7 (10) Gerð gláku Frumgleiðhorna 81 (72) 29 (66) 52(76) Flögnunar 24 (21) 14 (32) 10 (15) Lágþrýstings 5 (4) 0 5 (7) Litar 2 (2) 1 (1) 1 (1) ¢Gögn fyrir 44 af 112, ¢¢gögn fyrir 13 af 44, ¢¢¢gögn fyrir 31 af 68, *Markverður munur á breytum (p<0,01) milli undirhópanna tveggja.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.