Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.2022, Síða 30

Læknablaðið - 01.12.2022, Síða 30
558 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 F R É T T I R Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra ræddi mikilvægi alþjóðlega námsins sem fer fram við læknadeild Komeníusarhá­ skólans í Martin við heilbrigðisráðherra Slóvakíu í opinberri heimsókn á dögunum. Forsetinn og heilbrigðisráðherra hittu íslenska læknanema í Slóvakíu „Er ekki skrítið að fólk geti tekið þá ákvörðun að ferðast til útlanda í meirihátt­ ar breytingar á meltingarfærum sínum án þess að tala við nokkra heilbrigðisstétt?“ spyr Hildur Thors, læknir offituteymis Reykjalundar. Það sé ekki samþykkt fyrir aðra sjúkdóma eða heilbrigðisþjónustu. „Þetta er villta vestrið,“ segir hún og kallar eftir því að fólkið fái undirbúning og árlega eftirfylgni eins og klínískar leiðbeiningar segi til um. Í venjulegu árferði fara allt að 150 í efnaskiptaaðgerð á Landspítala en nú hafi dregið úr og skjólstæðingar sendir til Svíþjóðar. Yfir 1000 einstaklingar fóru í efnaskiptaskurðaðgerð á Klíníkinni árið 2021, samanborið við 34 upphafsárið 2017, samkvæmt fréttum RÚV í fyrra. Þá er óþekkt hve mörg sækja út fyrir land­ steinana. Hildur segir bagalegt að þær upplýsingar skorti. „Er fólk að þessu fyrir útlitið eða vegna hættulegra efnaskiptasjúkdóma, eins og hjarta­ og æðasjúkdóma og sykursýki, sem geta stytt líf þess?“ spyr hún og útilokar ekki að fordómar gegni hlutverki í því að ákvarðanir um efnaskiptaaðgerð séu látn­ ar óáreittar og á ábyrgð einstaklinganna sjálfra og jafnvel ýti einstaklingum af stað í slíka aðgerð án umhugsunar. „Það er farið að líta á efnaskiptaskurðaðgerðir sem útlitsaðgerð,“ segir Hildur. Hún segir skilyrði að fólk fari í eftirlit einu sinni á ári eftir efnaskiptaaðgerðir það sem eftir er ævinnar. „Ég veit ekki hve margir sinna því,“ segir hún og það sé ekkert skipulagt eftirlit sem neinn haldi utan um. „Fólk fær kannski ráðleggingar en enginn fylgist með því hvort þeim er fylgt.“ Hildur bendir á að til séu klínískar leiðbeiningar frá árinu 2020 um hvernig meðhöndla eigi fullorðna með offitu. „Þar eru ákveðin skilmerki sem við teljum að fara eigi eftir,“ segir hún. „Þær eru sam­ hljóða þeim sem gilda í Evrópu.“ Þetta séu leiðbeiningar, ekki lög, og því hverjum lækni í sjálfsvald sett að fylgja þeim. „Þær eru gerðar samkvæmt bestu vitneskju og ef fólk vill vera faglegt fylgir það þeim.“ Hildur segir andann vera þannig að vilji fólk borga, fái það aðgerðina. Þau finni oft á Reykjalundi að þegar fólk sé loks boðað í meðferð sé það búið að fara í Offita er sjúkdómur sem ekki á að meðhöndla með útlitsaðgerð „Offita er sjúkdómur og við verðum að taka á honum sem slíkum,“ segir Hildur Thors, læknir offituteymis Reykjalundar. „Farið er að líta á efnaskiptaskurðaðgerðir sem útlitsaðgerð,“ segir hún og kallar eftir því að þau sem fara á eigin vegum í aðgerð geti fengið undirbúning og eftirfylgni ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra fylgdi forseta Íslands í opinbera heimsókn til Slóvakíu. Þeir hittu íslenska læknanema þar og má sjá þá hér ásamt Elizu Reed forsetafrú með hópnum. Mynd/forsetaembættið Einnig ýmsa samstarfsfleti milli landanna til framtíðar á sviði menntunar og vísinda. Ráðherrann fylgdi forseta Íslands. Þeir heimsóttu einnig íslenska læknanema. „Öll aðstaða í skólanum er til fyrir­ myndar og það var einstaklega skemmti­ legt að sjá hversu framúrstefnulegt og vel búið færni­ og hermisetur er í skólanum,“ segir Willum. Við skólann stunda nú um 170 Íslendingar nám í læknisfræði og 79

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.