Fréttablaðið - 16.03.2023, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 16.03.2023, Blaðsíða 2
Ég er með átta bóka- skápa og nota þær bækur á hverjum einasta degi. Arngrímur Vídalín Stefánsson, lektor í íslenskum bókmenntum Skýr skilaboð „Engin manneskja er ólögleg,“ var hrópað á mótmælum gegn útlendingafrumvarpi Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra við Alþingi þar sem greidd voru atkvæði um frumvarpið í gærkvöldi. Frumvarpið var samþykkt með atkvæðum 38 þingmanna gegn 15. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Aðalfundur Ferðafélagsins Útivistar verður haldinn fimmtudaginn 30. mars 2023 kl. 20. Fundurinn verður haldinn í sal Garðyrkjufélags Íslands að Síðumúla 1. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Ferðafélagið Útivist AÐALFUNDUR Undirskriftasöfnun er hafin til að verja einkaskrifstofur kennara Háskóla Íslands. Verið er að færa aðstöðu kennaranna í opin rými og „hot-desking“. kristinnhaukur@frettabladid.is SKÓLAMÁL Vel á fjórða hundrað hafa undirritað áskorun um að snúið verði við ákvörðun um að kennarar Háskóla Íslands missi einkaskrifstofur sínar. „Það er eins og enginn hafi pælt neitt í þessu,“ segir Arngrímur Vídalín Stefánsson, lektor í íslensk- um bókmenntum og forsvarsmaður undirskriftalistans. Í samræmi við skipanir Framkvæmdasýslu ríkis- ins til opinberra vinnustaða verða starfsmenn færðir í opin rými. Deild Arngríms er færð úr Árna- garði yfir í Hús íslenskra fræða, en þar verða ekki einu sinni föst skrif- borð í boði heldur þurfi starfsfólk að leita að næsta lausa borði, svokallað „hot-desking“. Þá verður farið yfir í að rífa veggi út úr Árnagarði. „Þetta hefur gefið af sér mjög illa raun í öllum tilvikum sem ég veit um,“ segir Arngrímur og vísar til dæmis til Háskólans í Malmö þar sem hafi þurft að verja miklum fjár- munum til að endurbyggja veggi. „Þetta hefur verið reynt víða með hörmulegum árangri. Þetta dregur úr allri samvinnu, starfsánægju og rannsóknarvirkni,“ segir Arngrímur og leggur áherslu á rannsóknarhlut- verk háskólakennara. „Ég er með átta bókaskápa og nota þær bækur á hverjum einasta degi til að stunda mínar rannsóknir.“ Eins og Fréttablaðið greindi frá í febrúar eru að verða miklar breyt- ingar á nýtingu fasteigna ríkisins. Algengt var að ríkisstarfsmenn hefðu 25 fermetra rými en í dag hafa þeir 15 fermetra. Arngrímur segir þetta ekki henta háskólakennurum, sem eru oft að vinna með viðkvæm gögn. „Við eigum að sitja saman í eins konar lobbíi sem lítur út eins og flugstöð eða mathöll með tölvurnar okkar fyrir framan alla,“ segir hann. Ekki sé heldur gert ráð fyrir að kennarar geti fundað með nemendum sínum, oft um viðkvæm málefni. Aðspurður hvort einkaskrifstofur séu umhverfisvænar segir Arn- grímur að það niðurrif sem nú sé í gangi sé hvorki umhverfisvænt né sé sögufrægum byggingum sýndur sómi. Nefnir hann niðurrif innan úr Hótel Sögu, sem Háskólinn keypti, því til stuðnings. „Þetta er stærsta k jaramál háskólakennara frá upphaf i,“ segir Arngrímur og að kominn sé tími til að binda vinnuaðstöðu í kjarasamninga. „Ég lít svo á að ef Framkvæmdasýsla ríkisins eða viðkomandi ráðuneyti ætlar ekki að mæta þessari sjálfsögðu kröfu þá sé jafnvel kominn tími til þess að við sýnum það í verki að við getum lamað háskólann,“ segir hann. Reiknar Arngrímur með að funda með rektor þegar undirskriftasöfn- un lýkur. Það fari eftir árangri þess fundar hvað gerist næst. n Háskólakennarar harma að missa einkaskrifstofur Arngrímur segir málið stærsta kjaramál háskólakennara. MYND/AÐSEND erlamaria@frettabladid.is LEIKSKÓLAMÁL Thelma Björk Wil- son, móðir í Reykjavík, segist í áfalli yfir því að það stefni í neyð í leik- skólamálum í Reykjavík. „Meðalaldur barna við inntöku í leikskóla í borginni er tæplega tutt- ugu mánuðir og það hefur verið þannig í einhver ár. Barnið mitt er sjö mánaða en í haust þrýtur mitt fæðingarorlof við tólf mánuði,“ segir Thelma og spyr hvað þá taki við. „Á annar aðilinn á þessu heimili að vera heima með barnið og vera tekjulaus á meðan? Hversu lengi?“ spyr Thelma í samtali við Frétta- blaðið. Thelma stofnaði Facebook-síðuna Leikskólamál í lamasessi 2023. Þar boðar hún til mótmæla í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan níu fyrir hádegi í dag. „Við ætlum að krefja borgina svara. Ég hvet alla til að mæta, for- eldra með börnin sín, ömmur, afa og vinnuveitendur. Það eru allir í vandamálum varðandi þetta og þetta þarf að laga,“ segir Thelma. n Krefja borgina svara um leikskólamál Thelma Björk Wilson mótmælir. helenaros@frettabladid.is UMFERÐ Íbúar í Laugardal eru orðnir langþreyttir á bílaumferð um göngustíg við bílastæði World Class. Eftir langa bið fékk Sóley Kal- dal loks áheyrn hjá fulltrúa Reykja- víkurborgar í fyrradag. Að sögn Sóleyjar var upplýst að borgin forgangsraðaði stöðum sem þarfnist breytinga og að þessi staður væri ekki á topplistanum. Þó hefði verið samþykkt að setja niður steypu klumpa á tveimur stöðum. „Í rauninni mun umferðin til að byrja með vera jafn mikil þar til fólk fattar að það komist ekki lengur þarna,“ segir Sóley. Langtímaáætlun borgarinnar sé að fjarlægja stæðin næst líkamsræktarstöðinni. n Fjarlægja umdeild bílastæði síðar Sóley Kaldal Göngustígurinn og bílastæðin. 2 FRÉTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 16. MARS 2023 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.