Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.03.2023, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 16.03.2023, Qupperneq 6
Uppboðið fer fram alla daga frá 9 til 21. Vörubretti með dóti verða seld hæstbjóðanda hjá Góða hirðinum. lovisa@frettabladid.is UMHVERFISMÁL Frá 20. mars til þess 24. verður uppboð daglega á Euro- brettum sem safnast hafa upp hjá Góða hirðinum síðustu daga. Versl- uninni var lokað í síðasta mánuði vegna f lutninga og frá því hefur ekkert farið út en mikið komið inn. Framkvæmdastjóri segir um sjö tonn koma inn á hverjum degi. Í tilkynningu frá Góða hirð- inum segir að uppboðið fari fram á Facebook-síðu Góða hirðisins frá klukkan 9 til 21 á hverjum degi. Fyrirkomulag uppboðsins verður þannig að sett verður inn mynd af bretti sem verður hægt að bjóða í og tekið fram hvaða vöruf lokki vörurnar á því tilheyra og hvað er mikið á því. Dæmi er til dæmis leik- fangabretti með tólf kössum af dóti. Boðið fer þannig fram að skilin eru eftir ummæli fyrir neðan færslu með upphæð, fullu nafni og síma- númeri. Boð eru bindandi. n Uppboð á notuðu dóti Auglýsing um skipulagsmál í Sveitarfélaginu Vogum Sveitarfélagið Vogar auglýsir forkynningu á tillögu að breytingu á aðalskipulagi og nýju deiliskipulagi við Kirkjuholt í samræmi við 2. mgr. 30 gr. og 4. mgr. 40. skipulagslaga nr. 123/2010. Fyrirhugað er að koma fyrir nokkrum íbúðarlóðum þar sem gert er ráð fyrir sérbýlis- og fjölbýlishúsum á 1-2 hæðum. Breyta þarf aðalskipulagi vegna breytinga á landnotkun. Viðfangsefni deiliskipulagsins er m.a. að afmarka lóðir og byggingarreiti ásamt því að skilgreina fyrirkomulag aðkomu og setja þau ákvæði sem ástæða er til í deiliskipulag. Skipulagsgögnin er hægt að nálgast á vef sveitarfélagsins www.vogar.is Opið verður hjá skipulags- og byggingarfulltrúa á bæjarskrif- stofu að Iðndal 2, 190 Vogum miðvikudaginn 22. mars 2023 milli kl. 13:00 – 16:00 þar sem íbúum og hagsmunaraðilum gefst kostur á að kynna sér tillögurnar. Íbúar og hagsmunaaðilar geta sent inn ábendingar varðandi tillögurnar á bæjarskrifstofu að Iðndal 2, 190 Vogum, eða á netfangið byggingarfulltrui@vogar.is fyrir 29. mars 2023. Skipulags- og byggingarfulltrúi Fjármálaráðuneytið heldur sig við ranga staðhæfingu Bjarna Benediktssonar á þingi um frétt Fréttablaðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Enn hafa engar tímaskýrslur komið fram vegna reikninga Íslaga til fjármála- ráðuneytisins og Lindarhvols. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Fjármálaráðuneytið hefur enn ekki getað sýnt fram á að neinar tímaskýrslur hafi fylgt reikningum Íslaga vegna vinnu fyrir ráðuneytið og Lindarhvol. olafur@frettabladid.is STJÓRNSÝSLA Fjármálaráðherra sagði á þingi á mánudag að forsíðu- frétt Fréttablaðsins síðastliðinn föstudag, hefði verið röng „að öllu leyti“. Óskað var skýringa á þessum ummælum vegna þess að fréttin byggðist að mestu á gögnum frá ráðuneytinu. Svar barst frá ráðu- neytinu í gær. Upplýsingafulltrúi fjármálaráðu- neytisins ítrekar staðhæfingu fjár- málaráðherra á Alþingi á mánudag um að frétt Fréttablaðsins síðast- liðinn föstudag um að engar tíma- skýrslur væru á bak við tíu þúsund tíma reikninga frá lögfræðistofu Steinars Þórs Guðgeirssonar, sem greiddir voru vegna vinnu fyrir ráðuneytið og Lindarhvol, hafi verið röng „að öllu leyti“. Ráðuneytið heldur því fram að skýrslur hafi verið gefnar vegna allra reikninga og skrifar: „Í tilviki Lindarhvols fylgdu ekki sundurliðaðar tímaskýrslur reikningum heldur voru skýringar látnar stjórn félagsins í té reglulega á meðan eiginleg starfsemi fór fram.“ Þetta fer hins vegar í bága við verksamning milli Lindarhvols og Íslaga. Þar stendur: „Í upphafi hvers mánaðar skal verktaki skila verkbeiðanda tíma- skýrslu ásamt reikningi vegna verk- efna sem hann hefur sinnt í næst liðnum mánuð á undan.“ Öllu skýr- ara getur það ekki verið. Rétt er að árétta að engar tíma- skýrslur hafa fengist af hentar vegna vinnu Íslaga fyrir Lindarhvol og ráðuneytið og Esther Finnboga- dóttir, starfsmaður ráðuneytisins og eini stjórnarmaður Lindarhvols, hefur lýst því yfir að engar tíma- skýrslur séu fyrirliggjandi. Ráðuneytið heldur því fram að í fréttinni hafi „ranglega“ verið gefið í skyn að reikningar upp á 181 milljón hafi verið vegna eins verk- efnis. Þarna virðist ráðuneytið fara með vísvitandi f leipur. Í fréttinni stendur að ráðuneytið hafi frá 2016 greitt Íslögum 181 milljón „fyrir ýmsa lögfræðiþjónustu án þess að tímaskýrslur hafi verið lagðar fram fyrir þeirri vinnu sem rukkað var fyrir. Var þessi vinna meðal annars vegna Lindarhvols.“ Þá er einnig rangt hjá ráðuneyt- inu að í fréttinni hafi því verið haldið fram að kaup á þjónustu Íslaga hafi ekki samræmst reglum um opinber innkaup. Einungis er bent á að verkefnið hafi ekki verið boðið út og vísað til gildandi laga. Ráðuneytið vísar í skýrslu Ríkis- endurskoðunar til að mótmæla þeirri staðhæfingu sem fram kemur í fréttinni, að skiptar skoðanir séu um gæði þeirrar vinnu sem ráðu- neytið greiddi fyrir. Alþingi hefur ekki afgreitt þessa skýrslu Ríkis- endurskoðunar einmitt vegna þess að greinargerð Sigurðar Þórðar- sonar hefur verið haldið leyndri, en í henni koma fram alvarlegar athugasemdir við starfsemi Lindar- hvols sem fullkomlega er skautað fram hjá í skýrslu Ríkisendur- skoðunar, auk þess sem sýnt hefur verið fram á alvarlegar og umfangs- miklar staðreyndavillur í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Verður því að teljast óheppilegt hjá ráðuneytinu að vísa til hennar sem áreiðanlegrar heimildar um gæði vinnu Steinars Þórs Guðgeirssonar. Vart hefur það heldur farið fram hjá neinum undanfarnar vikur og mánuði að tekist er á um birtingu greinargerðar setts ríkisendur- skoðanda sem gagnrýnir meðal annars umrædda skýrslu og vinnu og aðskilnað verkefna og ábyrgðar hjá Íslögum. n Enn engar tímaskýrslur Esther Finnbogadóttir, starfsmaður ráðuneyt- isins og eini stjórnar- maður Lindarhvols, hefur lýst því yfir að engar tímaskýrslur séu fyrirliggjandi. bth@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL Ný gögn sýna aukningu í unglingadrykkju hér á landi að sögn Ársæls Arnarssonar, prófessors á menntavísindasviði Háskóla Íslands. Drykkja ungmenna er þó nánast eins lítil og almennt ger- ist á byggðu bóli að sögn hans. „Auðvitað viljum við ná þessum tölum enn neðar og það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að sá árang- ur sem náðst hefur er ekki sjálfgefinn heldur krefst þess að forvörnum sé sinnt af einurð,“ segir Ársæll. Spurður hvort stytting fram- haldsskólans hafi komið illa við suma nemendur, aukið álag og gert nemendur útsettari fyrir lyfjum og vímuefnum, segir Ársæll það óljóst. Eins mætti spyrja um áhrif Covid. „Hins vegar er það svo að líðan unglinga hefur verið að dala í nokkuð mörg ár. Löngu fyrir Covid vorum við farin að sjá merki um það.“ Aukin skjánotkun veldur ákveðn- um hópi unglinga enn frekari vanda að sögn Ársæls. „Það á ekki við um alla unglinga en hjá nokkuð stórum hópi eru sterk tengsl óhóf legrar notkunar samfélagsmiðla og bágrar andlegrar heilsu.“ n Vanlíðan unglinga hófst fyrir Covid Doktor Ársæll Arnarsson gar@frettabladid.is BANDARÍKIN Tollverðir í höfninni í Cincinnati í Bandaríkjunum fundu gull að jafnvirði 9,7 milljóna króna í sendingu með fatnaði að því er skýrt var frá í gær. Gullið fannst við reglubundið eftirlit með gegnumlýsingu að því er fréttastofa CBS greinir frá. Þegar sendingin var opnuð komu í ljós gullstangir og box með gullmolum. Sendingin er sögð hafa komið frá San Francisco og hafa verið á leið til Hong Kong. Hreinleiki gullsins reyndist vera 98 prósent og verðmæti þess því 67.830 dollarar. Uppgefið virði sendingarinnar á fylgiskjölum var hins vegar aðeins 125 dalir. Skylt er að gera alríkisyfirvöldum sérstak- lega grein fyrir sendingum sem eru yfir 2.500 dollara virði. n Fatnaður reyndist gull Myndin tengist fréttinni ekki beint. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 6 FRÉTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 16. MARS 2023 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.