Fréttablaðið - 16.03.2023, Page 24

Fréttablaðið - 16.03.2023, Page 24
Mikil fiskneysla gefur ómega-3 fitusýrur sem eru líkam- anum afar gagnlegar. Oft er talað um að matur sem er ættaður frá Miðjarðarhaf- inu sé góður og heilsusam- legur kostur. Hvers vegna ætli það sé? Svarið er fyrst og fremst það að hann saman- stendur af blönduðu fæði, fiski, kjöti og grænmeti. elin@frettabladid.is Það má segja að uppistaðan í fæði sem er mikið borðað í löndunum umhverfis Miðjarðarhafið sé fjölbreytt. Það er mikið af græn- meti, rótargrænmeti, belgjurtum, korni og pasta auk sjávarfangs, hollrar fitu úr fiski og ólífuolíu. Þá skiptir máli að íbúar þessa svæðis njóta þess að sitja saman og borða. Félagsskapurinn skiptir máli en maturinn öðru fremur tengir saman fjölskyldu og vini. Skyndi- matur er ekki á borðum og að henda í sig samloku á ferðinni er ekki í boði. Miðjarðarhafsmatur er ekki fituskertur en gæði fitunnar skipta miklu máli í matreiðslunni. Mikil fiskneysla gefur ómega- 3 fitusýrur sem eru líkamanum afar gagnlegar en einnig er fita úr ólífuolíunni, hnetum og möndlum sem oft er notað í matargerðinni og gefur bæði bragð og karakter. Þannig er hollustan og hreinleik- inn í fyrirrúmi. Það er einfalt að verða sér úti um hráefni fyrir Mið- jarðarhafsmáltíð. Um allan heim hafa vísindamenn komist að því að jafnvægi í Miðjarðarhafsmataræði virðist leiða til minni hættu á hjarta- og æðasjúkdómum, sykur- sýki, offitu, vitglöpum og ákveðn- um tegundum krabbameins. Árið 2013 sýndi rannsókn sem birtist í New England Journal of Medicine að fólk sem heldur sig við Miðjarðarhafsfæði væri mun ólíklegra til að fá hjartaáfall, heilablóðfall eða aðra hjarta- og æðasjúkdóma en fólk sem borðar lágfitu-mataræði. Þátttakendur í rannsókninni sem borðuðu Mið- jarðarhafsfæði með ólífuolíu og hnetum minnkuðu áhættuna á hjartasjúkdómum um 30%. Fólk léttist á þessu mataræði og bólgur í líkamanum minnkuðu. Miðjarðarhafsmataræði hentar mjög vel þeim sem æfa mikið eða eru duglegir að hreyfa sig. Það gefur góða orku og mettar vel. Á Ítalíu er matur borðaður hægt, helst í langan tíma. Hæg kolvetni tekur langan tíma að brjóta niður í líkamanum og gefur þannig orku sem endist. Kolvetni úr sælgæti eða gosdrykkjum gefa strax orku sem klárast fljótt. D-vítamín sem er öllum nauðsynlegt finnst í miklum mæli í feitum fiski eins og laxi, síld og makríl. Þá er Miðjarðarhafs- matur járnríkur. Lax í ofni með fetaosti og ólífum fyrir fjóra Hér er uppskrift að einföldum laxi sem er hollur og bragðgóður. Þar fyrir utan eru fá innihaldsefni og auðvelt að gera. Gott er að bera þennan rétt fram með góðu fersku salati. 600 g laxaflök 150 g fetaostur 4–5 sólþurrkaðir tómatar 70 g kalamata ólífur, steinlausar Salt og pipar Ferskt timían Hitið ofninn í 150 gráður. Deilið laxinum í fjóra bita og skerið smá vasa ofan í hvern bita. Myljið fetaost í skál, hakkið tómata og ólífur og blandið saman við ostinn. Setjið blönduna í vasann á laxinum. Bragðbætið með salti og pipar. Klippið smávegis timían yfir. Bakið í 15 til 20 mínútur eða þar til laxinn er eldaður. n Borðaðu að hætti Miðjarðarhafsbúa Grískur matur er bæði góður og heilsusamlegur. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Einkennandi matur við Miðjarðarhafið er fjölbreyttur n Grænmeti, ávextir og ber n Fiskur og sjávarfang n Belgjurtir, margs kyns baunir n Hnetur og möndlur n Edik og ólífuolía n Kolvetni í formi pasta, brauðs og hrísgrjóna n Kjúklingakjöt N Æ R F A T A D A G A R B R A N D S O N . I S Gríptu tvennu á 50% afslætti Tvennt úr nærfatadeild í körfu Notaðu kóðann: BOGO Skannaðu kóða og nýttu þér 50% AFSLÁTT AF NÆRFÖTUM 8 kynningarblað 16. mars 2023 FIMMTUDAGURHEILSUR ÆKT

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.