Fréttablaðið - 16.03.2023, Qupperneq 30
Pétur Marínó Jónsson,
Mjölnis maður og helsti MMA-
sérfræðingur þjóðarinnar,
telur að Gunnar Nelson muni
hafa betur í bardaga sínum við
Bryan Barberena á laugardag-
inn en muni þó ekki sleppa
óskaddaður úr honum.
UFC Gunnar Nelson stígur aftur fæti
inn í bardagabúrið á vegum UFC á
laugardaginn í O2 höllinni í Lund-
únum, tæpu ári eftir að hann bar
sigur úr býtum gegn Japananum
Takashi Sato.
Í aðdraganda bardagans lenti
Gunnar í kunnuglegri stöðu þegar
skipta þurfti um andstæðing hans.
Upphaflega átti Gunnar að mæta
Daniel Rodriguez en sá þurfti að
draga sig úr keppni og í hans stað
kom hinn reynslumikli Bryan
Barberena.
„Ég held að þetta sé alveg þokka-
lega góð breyting,“ segir Pétur
aðspurður hvernig þessi breyting
komi út fyrir Gunnar. „Alla vegana
ekki of slæm af því að Rodriguez og
Barberena eru báðir örvhentir bar-
dagakappar. Það er aðalkosturinn
við þetta. Barberena er ábyggi-
lega betri í glímumaður heldur en
Rodriguez en báðir vilja standa
í sínum bardögum og skiptast á
höggum við andstæðinga sína, það
er akkúrat það sem Gunnar vill
ekki gera. Með tilliti til þess held
ég að leikplanið hjá Gunnari fyrir
þennan bardaga gegn Barberena sé
það sama og hann hafði ætlað sér
gegn Rodriguez, hann hefur kannski
bara aðallega þurft að aðlaga sig stíl
Barberena.
Barberena sé betri en Rodriguez
í því að koma sér upp frá
gólfinu þegar að hann er
tekinn niður.
Gunnar eigi erfiðan bardaga fyrir höndum
Aron
Guðmundsson
aron
@frettabladid.is
„En það hefði verið erfiðara að
ná Rodriguez niður, við höfum séð
það í bardögum Barberena áður, til
að mynda gegn Colby Covington, að
hann var tekinn tíu sinnum niður
í gólfið. Það var hins vegar bara
vegna þess að hann náði að standa
níu sinnum upp. Það er því einhver
munur á þessum tveimur andstæð-
ingum en skiptin hefðu getað orðið
mun verri fyrir Gunnar fyrst svona
var í pottinn búið.“
Hundur sem vill glundroða
En hvar liggur aðalhættan í bardaga
við Barberena fyrir Gunnar?
„Mér finnst aðalhættan við hann
vera hundurinn sem býr í honum.
Hann er alveg til í stríð í bardaga-
búrinu, það er stíll sem Gunnar er
alls ekki með. Barberena nær oft
að draga andstæðinga sína í ein-
hverja vitleysu og allir sem fara á
móti honum þurfa að vera tilbúnir
í þannig stríð. Gunnar þarf að vera
tilbúinn í 15 mjög erfiðar mínútur
í búrinu gegn Barberena því hann
er harður af sér, ótrúlega seigur og
til í að taka við tveimur höggum í
stað þess að geta gefið eitt frá sér. Ef
Gunnar fer í eitthvert svona stríð,
þá er Barberena að fara vinna því
hann þekkir þá stöðu að fara í stríð
og skiptast á höggum. Hann vill
glundroða og getur vel slegið frá
sér, komið með olnbogahögg ef þeir
eru þétt saman og mun vera eins
og gormur að reyna standa upp ef
Gunnar nær honum niður. Gunnar
vill hafa sína bardaga meira tækni-
lega, hafa meiri stjórn á hlutunum
og taka sína andstæðinga niður í
gólfið. Ég er alveg viss um að hann
nái Barberena niður í gólfið en það
verður bras að halda honum þar.“
Þá segir Pétur að Gunnar viti af
einu vopni í vopnabúri Barberena
sem hann kemur til með að nota.
„Barberena sparkar mikið í
fæturna á andstæðingum sínum,
hann nær inn lágspörkum og það
er ábyggilega það fyrsta sem hann
mun gera í bardaganum gegn Gunn-
ari. Ef hann fer að ná þeim höggum
oft á Gunnar þá mun það fara segja
rosa mikið til sín í annarri og þriðju
lotu, þá gæti hraðinn og sprengi-
krafturinn farið hjá honum af því
að lappirnar eru farnar eftir ein-
hver spörk. Það gæti haft áhrif á til-
raunir Gunnars til þess að sprengja
bardagann upp og ná Barberena í
gólfið.“
Býr meira í honum
Heyra má á fólkinu sem stendur
næst Gunnari í hans undirbúningi
að staðan á honum í aðdraganda
bardagans sé mjög góð, um hafi
verið að ræða einn besta undirbún-
ing hans á UFC-ferlinum.
„Ég held að þetta hafi bara gengið
mjög vel hjá honum, maður hefði
kannski verið til í að sjá hann vera
lengur úti í Dublin hjá John Kav-
anagh þjálfara sínum og SBG en
staðan á honum er hrikalega góð
verð ég að segja. Það hafa engin
meiðsli verið að hrjá hann, það er
eitt af því sem þjálfarateymið hans
hefur nefnt því þeir hafa ekkert þurft
að vinna í kringum einhver meiðsli
eins og er oft raunin með bardaga-
menn. Aðaláskorun þjálfaranna
hefur verið að sannfæra Gunnar um
tankinn sem hann býr yfir. Hann
hefur verið í mikilli styrktar- og
þolþjálfun undanfarin ár og er
með mjög góðan tank sem
hann þarf bara að fara
treysta meira á. Að hann
geti keyrt á meiri hraða
í bardögum sínum en
hann hefur verið að
gera síðustu árin.
Þjálfarar Gunnars
eru sammála um
að hann sé farinn
að keyra hraðann
upp á æf ingum
sem gerir það að
verkum að hann
hefur verið að kýla
og gera meira. Ég
vona að það
haldi áfram
og að v ið
fáum að sjá
það í bardag-
anum.“
Verið sé að vanmeta Barberena
Á öllum helstu veðbönkum má sjá
að Gunnar er talinn sigurstrang-
legri bardagamaðurinn á laugar-
daginn. Pétur telur hins vegar að
mjórra sé mununum milli Gunnars
og Barberena en veðbankar telja.
Þeir séu kannski að horfa aðeins of
mikið í þá staðreynd að Barberena
tapaði síðasta bardaga sínum gegn
Rafael dos Anjos.
„Mér finnst stuðlarnir aðeins
ójafnari en ég bjóst við og tel að
fólk sé að vanmeta Barberena. Dos
Anjos fór nokkuð auðveldlega í
gegnum Barberena og menn eru
kannski að horfa á að svipuð teikn
séu á lofti fyrir þennan bardaga,
að Gunni fari nokkuð auðveld-
lega í gegnum hann, nái honum
í gólfið og því um líkt. Mér finnst
hann þó vera hættulegri á papp-
írum en margir segja því hann er
svo villtur og galinn. Honum er
skítsama þó einhver sé að reyna ná
honum niður, þá reynir hann bara
að standa aftur upp og er að sama
skapi alveg sama þó að hann fái á
sig nokkur högg. Hann heldur bara
áfram, það býr smá tortímandi í
honum. Það er alltaf erfitt að eiga
við þannig gæja, sér í lagi ef bar-
daginn dregst á langinn.“
Sannfærandi sigur geri mikið
Framan af á sínum UFC-ferli átti
Gunnar reglulega sæti á topp 15
lista veltivigtardeildarinnar. Þar
hefur hann hins vegar ekki verið
til lengri tíma núna.
Hvað myndi sigur gegn Barbe-
rena gera fyrir hann? Sér í lagi
sannfærandi sigur?
„Sigur gæti komið honum í
grenndina við topp 15 sætin, þá
erum við að tala um að hann sé
kominn á smá skrið með tvo sigra
í röð þar sem sá seinni væri á móti
Barberena sem hafði verið á þriggja
sigra skriði áður en hann tapaði á
móti Dos Anjos, sem hefur lengi vel
verið ofarlega í UFC, sér í lagi í létti-
vigtardeildinni. Ég hugsa að sann-
færandi sigur í þessum bardaga geti
fært Gunnari andstæðing sem situr
í einu af þessum topp 15 sætum í
næsta bardaga hans.“
Hver nig spáirðu að Gunnar i
farnist á laugardaginn?
„Ég held að þetta verði drullu-
erfiður bardagi fyrir Gunnar sem
mun á endanum hafa betur eftir
dómaraákvörðun. Gunnar getur
unnið allar lotur bardagans en
kemur út úr búrinu með einhverjar
skrámur og mar eftir þetta því það
er eiginlega enginn sem fer í gegn-
um Barberena án þess að fá nokkra
marbletti.“ n
Gunnar þarf að vera
tilbúinn í 15 mjög
erfiðar mínútur.
Pétur Marinó
Jónsson, ritstjóri
MMAFrétta og
MMA-sérfræð-
ingur
14 ÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 16. MARS 2023
FIMMTUDAGUR