Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1940, Síða 22

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1940, Síða 22
mann, Stóru-Giljá, A.-Hún., Þorgeir Jósefsson, Akra- nesi, Ole Hertervig, Siglufirði. Fundurinn samþykkti svohljóðandi ályktun: Landsfundur Sjálfstæðismanna 1940 lýsir yfir því, að hann telur iðju- og iðnaðarstarfsemi í landinu, byggða á heilbrigðum grundvelli, nauðsynlegan þátt í atvinnulífi þjóðarinnar, og heitir slíkri starfsemi fylgi sínu og stuðningi, meðal annars með því að vinna að því eftir föngum: 1. Að iðja og iðnaður eigi kost á lánsfé til starf- semi sinnar í réttu hlutfalli við aðra atvinnuvegi þjóðarninar. 2. Að útlendri iðnaðarframleiðslu verði ekki íviln- að í tollaálögum gagnvart þeirri íslenzku, né veitt að- staða til ósanngjarnrar samkeppni (Dumping). 3. Að sett verði löggjöf um iðnskóla, er tryggi þeim svipaða aðstöðu og héraðs- og gagnfræðaskól- um. 4. Að ekki verði dregið úr þeim kröfum um sér- kunnáttu iðnaðarmanna, sem nú gilda, svo að stefnt verði áfram að því, að fá sem bezta iðnaðarvinnu og iðnaðarframleiðslu (Kvalitetsvinnu). 5. Að dregið verði úr þeim hömlum, sem nú eru á því, að fá áhöld og efni til iðju og iðnaðarstarfa, og að ekki komi til framkvæmda gagnvart iðnaðinum reglugerð um skömmtunarvörur, þar sem hér er um tiltölulega fá fyrirtæki að ræða og þar af leiðandi mjög lítið sem sparast, en skömmtunin veldur hins vegar truflunum í rekstri þessara fyrirtækja. 6. Að hlynt verði að því, að heimilisiðnaður eflist sem mest og fái sem bezta aðstöðu. 20 J

x

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
https://timarit.is/publication/1780

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.