Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1940, Síða 28

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1940, Síða 28
Hefir þegar komið fram á marga lund, hversu flokknum er mikill styrkur að starfsemi kvennfé- laganna. 3. Stofnun málfundafélaga Sjálfstæðisverka- manna hefir markað tímamót í sögu verkalýðshreyf- ingarinnar hér á landi. Þó að það væri ætíð vitað, að Sjálfstæðisflokkurinn átti mikið fylgi meðal verka- manna, kom þetta fylgi þó yfirleitt ekki fram innan vébanda verkalýðsfélaganna, sökum þess skipulags, sem þar ríkti, og til var orðið vegna ofurkapps og yfirgangs sósíalista. Á þessu varð skyndilega snögg breyting, þegar nokkrir áhugasamir verkamenn í Reykjavík tóku síg til og stofnuðu málfundafélag Sjálfstæðisverka- manna, „Óðinn“ á árinu 1938. Markmið þeirra var að styrkja aðstöðu Sjálfstæð- isstefnunnar innan verklýðssamtakanna og berjast fyrir fullu jafnrétti verkamanna innan sinna eigin félagssamtaka, hvar í flokki sem þeir stæðu. — ,,Óðinn“ var stofnaður með 29 meðlimum, en tel- ur nú þegar 400—500 félaga og er árangur af starf- semi félagsins alkunnur. — Alls hafa nú verið stofnuð 12 málfundafélög Sjálfstæðisverkamanna á þessum stöðum: Reykjavík, Hafnarfirði, Akranesi, Keflavík, Stokkseyri, Vest- mannaeyjum, Flateyri, Bíldudal, Þingeyri, Patreks- firði, Bolungarvík og ísafirði. Samtals eru nú starfandi 40 almenn félög Sjálf- stæðismanna. 12 félög ungra Sjálfstæðismanna, 6 félög Sjálfstæðiskvenna og 12 málfundafélög Sjálf- stæðisverkamanna. 26

x

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
https://timarit.is/publication/1780

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.