Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1940, Qupperneq 40
kosnir með 14500 atkvæðum, sem sitja á þingbekkjum
með 17 þingmönnum, kosnum með 26 þúsund atkvæð-
um, eru í rauninni ekkert annað en 19 háðsmerki aft-
an við lýðræðishugsjónina, eins og hún er í fram-
kvæmdinni hér á landi, og sönnun þess, að þeirri bar-
áttu, sem háð var undir forystu Sjálfstæðisflokksins,
um lýðræði og jafnrétti hér á landi, er enn ekki lokið.
Sannleikurinn í þessu máli er sá, að Sjálfstæðis-
flokkurinn vann í raun og veru kosningamar, en hitt
er sannmæli, að Framsóknarflokkurinn og Alþýðu-
flokkurinn fengu löglega kosinn þingmeirihluta, og
áttu af þeim ástæðum að geta setið áfram í 4 ár.
En reyndin varð önnur. Á vorþinginu 1937 var að-
eins eitt af hinum 5 áðurnefndu áhugamálum Alþýðu-
flokksins afgreitt. Það var afgreitt með sameiginleg-
um atkvæðum Sjálfstæðismanna og 'Framsóknar-
manna, en gegn atkvæðum Alþýðuflokksins.
Nú kom þingið saman að nýju eftir kosningarnar,
haustið 1937. Alþýðuflokkurinn hafði boðið sig fram
upp á þessi stefnumál sín, og hefði því mátt ætla að
hann legði þau strax fyrir þingið og krefðist þess, að
þau yrðu samþykkt, en gerði ella alvöru af því að
slíta samvinnunni og taka ráðherra sinn úr stjóminni,
eins og hann hafði hótað 16. apríl þá um vorið. En úr
þessu varð ekki. Alþýðuflokkurinn hreyfði engu þeirra
mála en hinsvegar sameinuðust Framsóknarflokkur-
inn og Alþýðuflokkurinn um það, að leggja á þjóðina
nýja skatta, sem námu 2 milljónum og 650 þúsundum
króna, en áður vom þessir flokkar búnir að leggja á
nýja skatta, samtals um 4 milljónir, og er þá ótalinn
sá tekjuauki, sem ríkissjóði hlotnaðist af breyttri á-
fengislöggjöf, þegar heimilaður var innflutningur
sterkra drykkja. Að öðm leyti var þetta þing alveg
38