Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1940, Síða 44

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1940, Síða 44
ur ekki bjart þar. Síðan 1920 hefir íbúatalan í Reykja- vík tvöfaldast, en skipin, sem nú eru gerð út héðan, eru færri en þá, og munurinn er sá, að þá var útgerð- in rekin á arðvænlegum grundvelli, en nú, a. m. k. framundir stríð, með tapi. Það hefir villt mönnum sýn, að á undanfömum árum hefir hér verið rekin mikil at- vinna við byggingar. Árlega hafa verið byggð íbúðar- hús fyrir 5—6 milljónir. Þessar byggingar hafa verið reistar fyrir afrakstur sjávarútvegsins meðan hann var rekinn á heilbrigðum grundvelli, og það láns- traust, sem sá atvinnuvegur hafði skapað. Borgararn- ir, sem búa í þessum húsum, eru ekkert arðvænlegri eign fyrir þjóðfélagið en þeir voru meðan þeir bjuggu í lélegri og ódýrari húsum, heldur aðeins dýrari eign, og ekkert af þessum húsum hefir orðið undir- staða fyrir nýjar eða meiri tekjur fyrir þjóðfélagið. Slík atvinna, fólkinu til handa, er í sjálfu sér óheil- brigð og getur ekki staðið til frambúðar. Þá hefir og sprottið upp mikill iðnaður hér á síðustu árum, en enda þótt nokkur hluti hans sé reistur á heilbrigðum grundvelli, þá er það því miður svo, að mikið af þeim iðnaði dafnar í skjóli hafta og tolla, og mun visna þegar verzlunin verður frjáls á ný. Ég ætla að nefna örfáar tölur, sem glögglega sýna hversu komið er um þjóðarhaginn. Árið 1913 tók ríkissjóður til sinna þarfa af hverri 5 manna f jölskyldu í landinu að meðaltali 100 krónur. Nú tekur hann til sömu þarfa 8—900 krónur. Árið 1925 tók ríkissjóður af skattþegnunum 7 milljónir. Nú er tekið til sömu þarfa yfir 20 milljónir. Á árinu 1934 var vísitala skatta 111, en í febrúar 1939 var hún komin yfir 320. Þetta eru kröfumar á hendur skatt- þegnunum. 42

x

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
https://timarit.is/publication/1780

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.