Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1940, Side 46

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1940, Side 46
1 fyrsta lagi: Láta allt halda óbreytt áfram á feigð- arbrautinni. 1 öðru lagi: Að stofna til nýrra kosninga og í þriðja lagi að hefja saanvinnu við fyrri andstæð- inga um löggjafarstarfsemina og stjóm ríkisins. Það skal viðurkennt, að í Sjálfstæðisflokknum, en þó utan miðstjómarinnar og þingflokksins, heyrðust einstaka raddir, sem sögðu, að bezt væri að lofa and- stæðingum okkar að halda áfram á þessari ógæfu- braut, þeir hefðu ekkert verðskuldað annað en það, að verða sjálfir undir rústunum. Ég skil þessa gremju, en ég staðhæfi óhikað, að slíkur hugsunarháttur á engan rétt á sér. Stærsti og virðulegasti stjórnmála- flokkur landsins má aldrei láta sig henda það, að setja andúðina á andstæðingunum ofar hagsmunum þjóð- arheildarinnar. Þessi hugsun fékk þá heldur engan byr innan forystuliðs Sjálfstæðisflokksins. Hitt er aftur á móti rétt, að við vorum margir, og jafnvel flestir, all nærri því að óska eftir kosningum. Að athuguðu máli féllum við þó frá þeirri hugsun. Við töldum, með hliðsjón af úrslitum kosninganna 1934 og 1937, að ekki væru líkur til að við myndum ná meirihluta, m. a. af því, að þá voru óleyst nokkur verkefni, sem Sjálfstæðisflokkurinn ekki var á einu máli um. Nefni ég þar fyrst, og aðallega, gengismálið. En jafnvel þótt svo vel hefði til tekizt, þá var okkur vel ljóst, að eins og komið var um þjóðarhaginn, myndi það reynast hverjum einum flokki ákaflega erfitt að fara með völdin í landinu. Þegar Sjálfstæðismenn létu af stjórn 1927, stóð fjárhagur ríkissjóðs með miklum blóma, og það sem mestu skipti, fjárhagur einstaklingsins var eftir at- vikum mjög góður. Þeir sem þá tóku við völdum, 44

x

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
https://timarit.is/publication/1780

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.