Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1940, Blaðsíða 53
við aðrar þjóðir. Nú var sú íhlutun ekki talin
n0egja, heldur álitið nauðsynlegt að stjórnin réði
yfir öllum útflutningnum, meðal annars í því skyni
að tryggja, að sú vöruverðhækkun, sem stjórnin
taldi vera í vændum, kæmi að fullum notum. Hinn
12. sept. s. 1. voru því gefin út bráðabirgðalög, sem
bönnuðu útflutning á öllum vörum, nema að fengnu
leyfi ríkisstjórnarinnar, og var ríkisstjórninni heim-
ilað að stofna útflutningsnefnd, er færi með um-
boð stjórnarinnar í þessum efnum. Þessi nefnd var
þegar stofnuð, og hefir síðan haft yfirumsjón með
öllum útflutningi frá landinu. Hefir hún þegar
unnið mjög mikið og vandasamt verk, og það er
óhætt að fullyrða, að þjóðarheildin hefir hagnazt
um margar miljónir af starfsemi hennar. Hirði ég
ekki að rekja þá sögu að þessu sinni, en mun gera
nokkuð fyllri grein fyrir störfum nefndarinnar í
útvarpsræðu, er ég bráðlega mun flytja um afkomu
atvinnuveganna á síðasta ári.
Að því er siglingarnar snertir, komu þegar fram
óskir um það, að ríkið tæki kaupskipaflotann í
sínar hendur. Úr þessu varð þó ekki, enda tryggði
atvinnumálaráðuneytið með samningi við öll skipa-
félögin, að þau ráðstöfuðu skipunum í samræmi
við óskir ráðuneytisins, og að farmgjöldunum yrði
haldið innan eðlilegra takmarka. Hefir það sam-
komulag gefizt vel til þessa, og munu í þeim efn-
um engar breytingar verða, meðan skipafélögin
verða við óskum ráðuneytisins. Bresti á það, mun
ríkisstjórnin beita sér fyrir því, að gera nauðsyn-
legar ráðstafanir til þess að tryggja það, að farm-
gjöldin hækki ekki að nauðsynjalausu dýrtíðina í
landinu.
51