Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1940, Síða 55
Með störfum verðlagsnefndar hefir svo verið
reynt að halda verðlaginu innan lands í skefjum.
Þykir mér í því sambandi sérstök ástæða til þess
að taka undir þau orð, er féllu af vörum viðskipta-
málaráðherra í útvarpsræðu nýlega, er hann gat
um það, að íslenzkir kaupsýslumenn hefðu orðið
sérstaklega vel við þeirri kröfu ríkisvaldsins, að
leyfa almenningi í landinu að njóta góðs af þeim
vörubirgðum, er hér voru fyrirliggjandi og höfðu
verið keýptar með lágu verði. Er þetta mikil og
lofsverð tilhliðrunarsemi af kaupsýslumönnum,
sem að sjálfsögðu horfa fram á það, að þeir á sín-
um tíma verða að taka skellinn af verðfalli þeirr-
ar vöru, er þeir liggja með, þegar ófriðnum lýkur,
og vænta má almennrar lækkunar á vöruverð-
inu.
Ég hefi nú gert að umræðuefni nokkur af þeim
viðfangsefnum, sem stjórnin þurfti að glíma við,
fiftir að ófriðurinn hófst. Ýms þeirra voru örðug
viðfangs, en þó er það sannleikurinn, að lang örð-
ugasta viðfangsefnið hefir verið varðandi aðstöðu
landsins út á við, og þá fyrst og fremst gegn ófrið-
araðilunum. Um þetta get ég af skiljanlegum á-
stæðum ekki leyft mér að tala, en það get ég sagt,
að ríkisstjórnin hefir jafnan reynt til hins ýtrasta
að gæta þess vandlega, að gera öllum jafnt undir
höfði. En þetta hefir reynzt erfitt, því að oft vill
það verða, að það sem öðrum aðilanum finnst eðli-
legt og sjálfsagt að krefjast sér til handa, telur
hinn aðilinn beinlínis fjandsamlega ráðstöfun gegn
sér, ef við er orðið.
Þessi vandkvæði í sambandi við sambúð Islend-
53