Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1940, Síða 56

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1940, Síða 56
inga við önnur lönd eru enn á döfinni, og fara í sannleika sagt stöðugt vaxandi. Að öðru leyti geri ég þessi mál ekki að umræðu- efni, og á í þeim efnum þá ósk eina, að þau megi æfinlega verða leyndarmál. Þetta eru nú myndir af stjórnarstörfunum, eins og þau voru, þangað til þing kom saman, 1. nóv. síðastl., en svipuð verkefni hafa að sjálfsögðu leg- ið fyrir ríkisstjórninni, meðan á þinginu stóð og allt fram á þennan dag. Hefi ég orðið nokkuð fjöl- orður um stjórnarstörfin, vegna þess að þau eru landslýðnum tiltölulega lítið kunn, en ég hefi hins vegar talið rétt að gefa háttv. fulltrúum ofurlitla innsýn í þau. Hins vegar tel ég enga nauðsyn á því, að fara mörgum orðum um löggjafarstarfsemina, v,egna þess að þá hlið málanna þekkja menn langt um betur. Af löggjafaratriðum tel ég langsamlega merkilegast gengismálið, þ. e. a. s. fellingu á verð- gildi íslenzku krónunnar, ásamt festingu kaup- gjaldsins í landinu. Það er óbreytt skoðun mín, að gengisbreytingin hafi orðið atvinnulífinu til fram- dráttar, og þar með öllum almenningi í landinu, en þó vil ég viðurkenna, að ef ég hefði vitað um þær staðreyndir, sem nú eru komnar í ljós, þ. e. a. s. ófriðinn, þá er ég í vafa um, hvort ég hefði talið jafn sjálfsagt að fella krónuna. Um gengismálið vil ég að öðru leyti segja það, að um það voru að sjálfsögðu mjög skiptar skoð- anir innan Sjálfstæðisflokksins, en hvort sem mönn- um líkar betur eða verr það sem gjört var, þá mega þó allir Sjálfstæðismenn fagna því og miklast af 54

x

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
https://timarit.is/publication/1780

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.