Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1940, Síða 60
burðanna unnið. Staðreyndirnar hafa talað sínu
máli, og m. a. sagt verkalýðnum frá því, að á fyrstu
tugum aldarinnar og allt fram undir 1930, fór hag-
ur framleiðendanna batnandi. Á sama tíma fór
einnig hagur verkalýðsins batnandi. Eftir 1930
hnignaði hagur framleiðendanna og á sama tíma
fór dagversnandi afkoma verkalýðsins. Þetta sýndi
verkalýðnum, hversu náin tengsl eru a milli at-
vinnurekendans og verkamannsins og einmitt það
varð til þess að auka tiltrú verkalýðsins til Sjálf-
stæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn hefir því allt-
af í rauninni átt mikið fylgi hjá verkalýðnum,
en af því hefir þó ekki notazt sem skyldi, vegna
þess að verkamenn voru bundnir í stéttarfélögum,
sem einn stjórnmálaflokkur landsins taldi sig eiga
einkarétt á, og bannfærði sérhvem þann mann, sem
leyfði sér að aðhyllast skoðanir Sjálfstæðisflokks-
ins. Eftir síðustu kosningar hafa þeir verkamenn,
sem fylgja Sjálfstæðisflokknum að málum, mynd-
að málfundafélög, fyrst og fremst í Reykjavík og
Hafnarfirði, og þrótturinn í þessum félagsskap hef-
ir orðið svo mikill, að það hefir nú komið í ljós,
að einmitt Sjálfstæðisflokkurinn er sterkasti verka-
lýðsflokkurinn í landinu. Þessi félagsbundnu sam-
tök verkamanna, sem aðhyllast stefnu Sjálfstæðis-
flokksins, eru stórpólitízkur viðburður, sem sterk-
lega bendir til, að komi nú til kosninga, muni kjör-
fylgi Sjálfstæðisflokksins í kaupstöðum og kaup-
túnum landsins verða meira en nokkru sinni fyrr.
Vil ég í þessu sambandi minna Sjálfstæðismenn á,
að flokkurinn hefir nú enn ríkari skyldur en nokkru
sinni fyrr gagnvart verkalýðnum. Við skulum sanna
verkamönnum það í verkinu, að með fylgi sínu
58