Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1940, Page 62

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1940, Page 62
völdin á þessum óvenjulegu tímum, þegar enginn veit hvaða nýjar hættur morgundagurinn ber í skauti sínu. Það ,er mín skoðun, að þjóðin þurfi nú að eiga sterka ríkisstjórn, þ. e. a. s. stjórn, sem nýtur trausts og stuðnings yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar. Af öllum þessum ástæðum, og ýmsum fleiri, óska ég ekki eftir kosningum, þó ég hins vegar taki ró- legur öllu sem að höndum ber. En verða þá kosningar? Ég get að sjálfsögðu eigi fremur en aðrir gefið neitt óyggjandi svar. En ég get sagt, að ég telji ólíklegt að til kosninga dragi. Ég byggi þá stað- hæfingu mína á því, að ég veit með vissu, að flest- ir ráðamenn stjómarflokkanna eru andvígir kosning- um, m. a. af sumum þeim ástæðum, sem ég áður greindi því til rökstuðnings, að ég óska ekki kosninga. Samvinnan í ríkisstjórninni hefir til þessa gengið að óskum. Ég játa að vísu, að mörg gömul misklíð- arefni eru óleyst, og enn er eigi með vissu séð, hversu tii tekst um friðsamlega lausn þeirra. Meðal þeirra eru t. d. mjólkurmálið, sem er ákaflega örðugt við- fangs. Ennfremur nokkur þáttur verzlunarmálanna, en í þeim ber varla m,eir á milli en svo, að ég vona að þau leysist á næstunni á viðunandi hátt. Ég viðurkenni hins vegar að yfir slíkri stjórn sem þeirri, er nú fer með völd, grúfir æfinlega sú hætta að einhver flokkanna, eða einhver ráð- herranna beiti því valdi, sem hann að lögum hefir yfir sínu ráðuneyti, þannig að aðrir ráðherrar uni illa við, og kunni þá að grípa til sinna ráða innan sinna vébanda. Af þessu getur spunnizt þykkja og úlfúð, sem þá auðvitað leiðir til samvinnuslita, því 60

x

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
https://timarit.is/publication/1780

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.