Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Blaðsíða 54

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Blaðsíða 54
én langmestur Íiíuti þess hefir farið og' fer til Landspítalans, yfir 160 milljónir króna. Þetta eru stórauknar fjárveitingar eða framlög ríkissjóðs til þessara mála frá því, sem nokkru sinni áður var, og þótt miðað sé við fast eða sambærilegt verðlag. 1 þeirri skipulags- og framkvæmdaáætlun á Landspítalalóðinni, sem ég minntist á, eru meginatriði ákvarðanir um skipulag sjálfrar lóðarinnar, hvernig og hversu mikið sé hægt að byggja innan marka hennar og í því sam- bandi, hvernig háttað verði samstarfi og framtíðarskipulagi spítalans og læknadeildar Háskólans. Heildarskipulaginu er í aðalatriðum ætlað að rúma sjúkradeildir með um 350 rúmum til viðbótar um 300 rúmum, auk 90 rúma, sem eru í deildum, sem verið er að byggja, þ.e. alls yrðu þá í Landspítalanum um 750 sjúkrarúm. Þar í fælist tvöföldun fæðingadeildarinnar, úr 60 rúmum í 120 rúm, auk kvensjúkdóma- deildar. Ennfremur er fyrirhuguð geðdeild með um 75 rúmum. En hvort tveggja þetta er mjög aðkallandi. Ef til vill er svo aðkallandi þörfin fyrir stækkun fæðingardeildar með kvensjúkdóma- deild, að til mála kæmi samhliða innlendri fjáröflun að grípa til sérstakrar erlendrar lántöku til að flýta aðgerðum. 1 áætlunargerðinni þurfa að rúmast rann- sóknarstofur, skurðstofur og röntgendeild auk bygginga fyrir kennslu læknastúdenta, sem lengra eru komnir, vinnuaðstæður fyrir pró- fessora o.m.fl. Það má búast við því, að þær byggingar, sem nú er unnið að skipulagningu á og áætl- unargerð um, verði að gólfflatarrými álíka og samanlagt gólfflatarrými núverandi bygginga á lóðinni, um 27 þús. fermetrar, eða alls gólf- flatarrými um 55 þús. fermetrar. Fjárveitingar stöðugt vaxandi. Fjárveitingar til heilbrigðismála af hálfu ríkisins hafa farið stöðugt vaxandi á undan- förnum árum. Þegar teknir eru helztu liðir fjárlaga, sem snerta heilbrigðismálin, kemur í Ijós að fjárveitingar til þeirra eru nú meira en tvisvar sinnum hærri en til dæmis árið 1958, sem var síðasta ár vinstri stjórnarinnar eða 127% hærri, ef borið er saman á réttan og sambærilegan hátt með sama verðlagi, 52 föstu verðlagí, í þessu tilfelíi ársins 1965 í báðum tilfellum. En þessir veigamestu liðir eru laun héraðs- lækna, rekstrarkostnaður ríkisspítalanna, rekstrarstyrkir opinberra sjúkrahúsa, rekstr- arstyrkir heilsuverndarstöðva, byggingastyrk- ir sjúkrahúsa og læknisbústaða, fjárveitingar (þar með talið lánsfé) til ríkisspítala og ýmis annar kostnaður við heilbrigðismál. Á verðlagi ársins 1965 eru f j árveitingar til þess- ara mála árið 1958 156,6 milljónir króna, en árið 1967 með verðlagi ársins 1965 354,1 milljón króna eða eins og ég sagði áðan, hækk- unin nemur um 127%. Einhver hækkun ætti að vera eðlileg í sambandi við fólsfjölgun í landinu, en hún mun ekki vera á sama tíma nema um það bil 14%. Þetta sýnir, hversu ólíkt hefir verið tekið á þessum málum í tíð viðreisnarstjórnarinnar og áður var. Sjúkrahús sveitarfélaga. Gert er ráð fyrir að ljúka því, sem nú er unnið að við Borgarsjúkrahúsið í Fossvogi á þessu og næsta ári. Hér er um mjög stórt og þar af leiðandi dýrt sjúkrahús að ræða. Það hefur verið haft á orði opinberlega, að ríkið væri í vanskilum með greiðslur að sínum hluta til þessarar sjúkrahúsbyggingar. Það er á miklum misskilngingi byggt. Þegar tekið er tillit til 30 millj. króna láns, sem ríkisstjórnin hlutaðist til um að fékkst til þessarar fram- kvæmdar á sl. ári og ríkissjóður greiðir, enn- fremur lána, sem ríkisstjórnin með sama hætti hefur unnið að, að fáist nú til þessarar framkvæmdar, hefur vissulega verið stuðlað vel að því að greiða hluta ríkissjóðs af bygg- ingarkostnaði. Eg vil svo vekja athygli á því að nýlega var tekið í notkun nýtt sjúkrahús á Siglu- firði. 1 byggingu eru sjúkra,hús í Vest- mannaeyjum, á Akranesi og í Húsavík og ráðagerðir um stækkun sjúkrahússins á Akur- eyri. 60% hluttökukostnaður ríkissjóðs í bygg- ingarkostnaði þessara sjúkrahúsa verður mik- ið átak. Þau kosta hvert um sig tugi milljóna króna. Róttæk læknaskipunarlög. Alþingi var í þann mund að afgreiða ný læknaskipunarlög þegar síðasti Landsfundur var haldinn, en ég gerði þá ekki nein nánari grein fyrir efni þeirrar mikilvægu löggjafar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
https://timarit.is/publication/1780

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.