Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Blaðsíða 63
þjónustu, og að íiver einstakur prestur ög
prófastur þjóðkirkjunnar hafi nægilegt starfs-
svið í samræmi við menntun og starfsorku að
svo miklu leyti sem aðstæður leyfa á hverjum
stað.“
Að þessu var unnið í samráði við biskup, en
nefndin lauk störfum í marzmánuði 1966. Til-
lögur nefndarinnar, sem fólu í sér verulegar
breytingar á skipan þessara mála, voru lagðar
fyrir prestastefnu á sl. vori. Kirkjuráð fékk
málið til meðferðar og að lokum Kirkjuþing á
sl. hausti. í framhaldi alls þessa var lagt
fyrir Alþingi í haust frumvarp til laga um
skipan prestakalla og prófastsdæma og um
Kristnisjóð. Kafli frumvarpsins um Kristni-
sjóð var í samræmi við ályktun fjórða kirkju-
þings, sem háð var í Reykjavík 25. október til
6. nóvember 1964, en ályktun þessi var lögð
fyrir kirkjuþing af biskupi. Tilgangurinn með
stofnun Kristnisjóðs er sá að veita kirkjunni
nokkurt sjálfstætt svigrúm til starfa. Hann
yrði vísir að nokkrum stjálfstæðum fjárráð-
um, er kirkjan fengi í hendur og hefði ráð-
stöfunarrétt yfir og gæti notað til þess að
örva og styrkja átök í kirkjulegri starfsemi,
svo og til þess að launa menn til nauðsyn-
legra starfa í þágu þjóðkirkjunnar, án þess að
eiga um það undir löggjafarvaldið að sækja
hverju sinni.
Ekki reyndist fært að fá þetta mál afgreitt
á Alþingi að svo stöddu, þrátt fyrir þann sér-
staka undirbúning, sem það hafði hlotið. Vill
oft svo verða, þegar breyta á gamalli og úr-
eltri skipan, sem þó er rótgróin, að til þess
þarf nokkurn tíma, áður en samstaða fæst.
Kristnisjóður mundi styrkja þjóðkirkjuna.
Að mínum dómi yrði í aðalatriðum fengur
að því að lögfesta þær umbætur, sem í þessu
frumvarpi felast, en auðvitað má deila um
einstök atriði, enda gefst nú tóm til að vinna
að nánari athugun málsins. Augljóst er að
það er skaði fyrir kirkjuna að fá ekki lögfest
ákvæðin um Kristnisjóð, sem gæfu henni til
eigin ráðstöfunar árlegar tekjur, sem ætlað
var að mundu nema 4 til 5 millj. króna. Og
eini tilgangur og meginstefna frumvarpsins
var að styrkja og efla hina íslenzku þjóð-
kirkju.
Aukin kristindómskennsla.
Nokkuð hefir verið gert að því á sl. vetri,
að efia kristindómskennsluna í skólum lands-
ins. Hefi ég álitið, að þess væri full þörf, cn
föst skipan hefur ekki enn komizt á þessa til-
raun. Það varð að samkomulagi milli mín og
menntamálaráðherra að sr. Helgi Tryggvason
starfaði á þessum vetri sem eins konar náms-
stjóri í sambandi við kristindómskennsluna.
Hefur hann haft ríkan áhuga á þessu starfi
og tel ég fullvíst, að það hafi gefið góða raun
og mun beita mér fyrir því, að framhald geti
orðið á því.
Almannatryggingar.
Efling almannatrygginganna hefir verið
einn þýðingarmesti þáttur þeirrar stjórnar-
stefnu, sem fylgt hefir verið hér á landi frá
árinu 1960 og kennd er við viðreisn. Höfuð-
áherzlan hefir verið lögð á að bæta hag þeirra
þegna þjóðfélagsins, sem við lakasta lífsað-
stöðu búa, einkum aldraðs fólks og öryrkja,
einstæðra mæðra og barnamargra fjölskyldna.
Margháttuð nýmæli.
Helztu nýmæli í löggjöf um almannatrygg-
ingar hafa á undanförnum árum verið eftir-
farandi:
1. Allar bætur almannatrygginga hafa verið
stórhækkaðar og miklum mun meir en nem-
ur verðhækkunum og hækkun vísitölu
framfærzlukostnaðar.
2. Afnumin hefur verið skiptingin í 1. og 2.
verðlagssvæði. Allar bætur almannatrygg-
inga eru nú hinar sömu, hvar sem er á
landinu, en áður voru þær fjórðungi lægri
á öðru verðlagssvæði, sem náði yfir allt
landið utan kaupstaða og kauptúna með
2000 íbúum eða fleiri.
3. Fjölskyldubætur eru nú greiddar með öll-
um börnum yngri en 16 ára.
4. Nú njóta ellilífeyris- og örorkulífeyrisþeg-
ar fulls lífeyris, þó að þeir jafnframt hafi
aðrar tekjur.Áður en hin svokölluðu skerð-
ingarákvæði voru afnumin, voru slíkar
tekjur dregnar frá lífeyrisgreiðslum eftir
vissum reglum.
5. Með almannatryggingarlögunum frá 1963
var heimilað að sérstakir lífeyrissjóðir
verði viðbótarsjóðir við almannatrygging-
ar, en til þess eru þó nauðsynlegar vissar
breytingar á reglum lífeyrissjóðanna. Áður
áttu þeir, sem höfðu rétt til bóta frá líf-
61