Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Blaðsíða 42
Island er eyland, sem liggur svo langt frá öll-
um öðrum löndum, að engin hætta er á landa-
mæradeilum. 1 þeirra stað kemur ákvörðun um,
hversu lögsaga ríkisins skuli ná langt á haf út
og er þá stærð fiskveiðilögsögu umdeildust.
Þar hljótum við ætíð að sækja eins langt út
og alþjóðalög ýtrast heimila.
En ef við viljum ekki skipa okkur í flokk
ofbeldis- og árásarríkja, þá förum við ekki
lengra en alþjóðalög heimila. Ef við teljum þau
sníða okkur of þröngan stakk, þá reynum við
að fá alþjóðareglum breytt með frambærileg-
um rökum af okkar eigin hálfu og samstarfi
við aðra, sem svipaðra hagsmuna hafa að gæta.
Svo kann að standa á, að í þessum efnum sé
aðgerðarleysi okkur skaðsamlegt, en þó duga
aldrei aðrar aðgerðir en þær, sem ávinningur
er að. Það er Islandi mikill ávinningur, að
fyrirfram skuli tryggt, að ágreiningur um
réttmæti aðgerða okkar skuli borinn undir al-
þjóðadómstól. Lítil þjóð hlýtur ætíð fremur að
treysta á réttmæti málsstaðar síns en vald,
sem hún ekki á.
Þó að við séum máttarlitlir, tjáir okkur ekki
að láta eins og vald sé ekki til og þýðing þess
engin. Eitt höfuðeinkenni ríkis er einmitt lög-
bundið vald. í þessu felst m.a., að hvert ríki
verður að gæta þess, að land þess verði ekki
valdatómrúm, heldur ber því að ábyrgjast sín-
ar eigin varnir, svo að landssvæði þess verði
öðrum ekki að hættu sem fleygur eða stökk-
pallur til árása. Vamarleysi og valdatómrúm
er hægt að forðast á fleiri en einn veg. M.a.
með hlutleysisyfirlýsingu, sem þá verður að
vera samþykkt af þeim ríkjum, sem valdamest
eru á þeim slóðum, þar sem hið hlutlausa ríki
er. Og sjálft verður hið hlutlausa ríki eftir
ýtrasta mætti að tryggja sitt eigið hlutleysi
með valdi. Þetta eru staðreyndir, sem óvé-
fengdar eru jafnt í þjóðarétti sem daglegum
samskiptum ríkjanna. Við Islendingar héldum
í fyrstu, að við gætum sloppið með orðin ein,
hlutleysisyfirl'singu, sem enginn tók ábyrgð á
og ekkert vald stóð á bak við. Strax við fyrstu
raun reyndist sú yfirlýsing gersamlega hald-
laus.
Nú höfum við verið full 18 ár aðilar að
vamarbandalagi, Atlantshafsbandalaginu, og
er ekki um það að villast, að yfirgnæfandi
meirihluti kjósenda hefur hvað eftir annað
lýst stuðningi sínum við þá aðild íslands svo
og vamarsamninginn við Bandaríkin. Sumir
segja nú, að ný viðhorf hafi skapast eða séu
að skapast. Annarsvegar sé mun friðvænlegar
í þessum hluta heims en áður var, og hins-
vegar öðlist hvert einstakt ríki einhliða rétt til
úrsagnar úr Atlantshafsbandalaginu, þegar
það er orðið 20 ára, að tveimur árum liðnum.
Hvorttveggja er þetta rétt. En getur nokkrum
blandast hugur um, að ástæðan til þess, að
friðvænlegar horfir nú en áður, er einmitt sú,
að Atlantshafsbandalagið hefur skapað nauð-
synlegt valdajafnvægi? Og ef við lítum á hags-
muni íslands eins, er þá ekki augljóst, að Is-
land mundi lenda í miklu meiri hættu fyrir
ófriði, ef Atlantshafsbandalagið leystist upp?
Þá mundi ísland verða á mörkum tveggja
varnarkerfa, eða í algeru valdatómrúmi, en
ekki eins og nú staðsett í miðju vamarkerfi.
Nú kemur ekki til greina, að frá íslandi verði
gerð árás á neitt annað land, alveg gagnstætt
því, sem verða mundi, ef það lenti upp á milli
tveggja stríðandi aðila. Þegar af þessu er
ótvírætt, að Islendingar hafa af því ríka hags-
muni, að Atlantshafsbandalagið haldist, og ber
okkur sannarlega að stuðla að því eftir föng-
um, að svo megi verða og leggja okkar skerf
af mörkum í því skyni.
Annað mál er hvernig vömum íslands skuli
háttað hverju sinni. Það verður stöðugt að
meta eftir atvikum, og einmitt þess vegna var
vamarsamningurinn við Bandaríkin bundinn
því höfuðskilyrði af hálfu Islendinga, að við
gætum sjálfir einhliða með tilteknum fresti
sagt honum upp. Yið höfum þetta því á valdi
okkar og getum metið eftir eigin þekkingu á
aðstæðum hvað gera skuli. En spurning er:
Höfum við þá þekkingu, sem á þarf að halda?
Við eram svo fjarhuga hemaði, að enginn
eiginlegur íslenzkur hernaðarsérfræðingur er
til, svo að um sé vitað. Talað er um, að við
eigum að láta íslenzka sérfræðinga taka að
sér rekstur vamarmannvirkjanna. Þetta kann
að láta vel í eyrum, og verða menn þó þá að
gera sér grein fyrir, hvort eigi sé um orða-
leik að ræða, þannig að slíkir svokallaðir sér-
fræðingar séu í raun og vera hermenn. Úr-
lausnarefnið er þá í raun og veru, hvort Is-
lendingar eigi að taka upp eigin hermennsku
eða ekki. Slíkt þarf ekki að vera nein fjar-
stæða, en ef menn vilja það, þá er nauðsyn-
legt að segja það berum orðum, svo að allir
geti áttað sig á um hvað sé að ræða. En áður
en við tökum slík sérfræðingastörf að okkur,
40